Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 4
4 F E R Ð I R skilja fólkið þar eftir. Þegar til kom reyndist veður yfir Vestfjörðum þungbúið og þokufullt og því ekki fært að Ienda í Reykjafirði. Ferðafólk- ið varð því eftir á Isafjarðarflugvelli og beið þar lengi dags í þeirri von, að vél sú, er færi hina eiginlegu ferð í Reykjafjörð kl. 5 síðdegis gæti sótt þá, eftir að hafa skilað af sér farmi sínum. og komið þeim á hinn endan- lega áfangastað. Sá sem þetta ritar var í seinni hópnum og hefjast nú eins konar dag- bókarbrot hans úr ferðinni, en þau voru reyndar hripuð niður eftir minni að henni lokinni. Föstudagur 10. júlí. Blautt var um á Akureyrarflugvelli eftir nýafstaðna rigningardembu þeg- ar gengið var um borð í fiugvélina kl 17 og veður þungbúið enda huldi þokan Tröllaskaga þegar flogið var yfir hann. Nokkum veginn sást niður á Skaga og Húnaflóa en regnskýin hvíldu þyngslalega á Strandafjöllunum og tvísýnar horfur, hvort hægt væri að lenda í Reykjafirði. Þegar til kom var víst ögn léttara þar yfir. Twin Otterinn renndi sér í sveig yfir dalinn inn af firðinum og lenti mjúklega á blautri malarbrautinni. Rigningarúði var og mjög vott á jörðu. Von bráðar sást til ferða Ragnars bónda Jakobssonar í Reykjafirði með dráttarvél og vagn til að flytja farangurinn úr vélinni á tjaldstað. Var und- inn bráður bugur að því hlaða vagninn og breiða yfir plast svo að ekki blotnaði farmurinn. Góðs af þessum flutningi nutu Ifka tveir ferðalangar, karl og kona, sem stóðu við brautina þegar ient var, höfðu víst komið með annarri flugferð og biðu síðan þess að nota sér ferðina. Fólk og far- angur fékk skjól fyrir úrkomunni inni í gömlu íbúðarhúsi meðan flugvél- in sótti strandaglópana frá Isafirði. Ibúðarhús þetta stendur steinsnar frá tjaldstæðinu og er notað til gistingar fyrir ferðamenn á sumrum, en hópur frá Útivist hafði tryggt sér aðstöðu þar á undan Ferðafélagi Akureyrar. „Isfirðingar“ komu um kl. hálf átta og var þá snarlega hafist handa að reisa tjöldin og lauk því verki á um það bil klukkustund. Eftir það notaði hver tímann að eigin vild, fékk sér matarbita eða bjó í haginn fyrir morg- undaginn uns ró næturhvíldarinnar komst á. Laugardagur 11. júlí. Fyrsti morguninn í Reykjafirði heilsaði ferðamönnum með þungbúnu veðri en nokkum veginn úrkomulausu. Að loknum sameiginlegum morgunverði í eldhústjaldi um kl. 9 var lagt af stað í gönguferð undir for- ystu Jakobs Kárasonar, fararstjóra og leiðsögumannsins, Gísla Hjartar-

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.