Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 20
20
F E R Ð I R
morgunverði var að iella tjöld og búa þau og annan farangur til brottferð-
ar. Framan af morgni voru á kreiki eitthvað misvísandi uppiýsingar um
brottfarartíma. Ljóst var að tvískipta þurfti hópnum og helst álitið, að
stærri hlutinn og sá seinni ætti ekki að fara fyrr en um kl. 17, en hinir
fyrri um hádegi. Sú varð og raunin á, að 8 manns fóru um kl. 13 og var
þeim stefnt til Isafjarðar í því augnamiði að ná fari með áætlunarvél til
Akureyrar. Þá upplýstist einnig, að seinni hópurinn skyldi fara kl. 15 og
gerði sú vitneskja að verkum, að þeir sem eftir voru þurftu að láta hendur
standa fram úr ermum við brottbúnaðinn því verk þau, sem unnin höfðu
verið, miðuðust við brottfarartíma kl. 17. M.a. var eftir að fella matar-
tjaldið og ganga frá þeim farangri er því fylgdi. Við vitneskjuna um
knappan tíma til stefnu hljóp fólki kapp í kinn og fór svo, að frá öllu var
gengið og búið að hlaða vagn Ragnars í Reykjafirði í tæka tíð fyrir kontu
flugvélarinnar. Þegar hún hafði lent kom í ljós, að tveir farþegar úr fyrri
ferð komu til baka. Voru það stúlkur tvær, franskar að þjóðerni og einu
útlendingarnir í hópnum. Önnur þeirra er reyndar allvel mælandi á ís-
iensku, hefur numið hana við háskóla í heimalandi sínu og tekið því ást-
fóstri við Island að koma þangað á hverju sumri í ein 10 ár. Orsök endur-
komu þeirra mun hafa verið sú, að þeim sýndist vænlegra að komasl til
Akureyrar og ná þaðan flugferð til Reykjavíkur.
I nokkru stappi gekk að hlaða vélina, því að sumt af farangri reyndist
of fyrirferðarmikið fyrir lestarrými hennar. Lausnin var sú að troða því
sem afgangs var inn í farþegarúmið og tókst þannig með harðfylgi að
koma öllum flutningi, lifandi og dauðum, með í ferðina. Þeim sem þetta
ritar þótti farkosturinn bera býsna þunga hleðslu og varð hugsað til þess,
hversu honum tækist flugtakið. En fyrir Twin Otter vélina voru þetta
smámunir einir. Það var næstum með ólfkindum, hve lítinn hluta af flug-
brautinni hún þurfti áður en hún fékk loft undir vængina og klifraði bratt
en örugglega upp í fulla flughæð. Eftir því sem austar dró varð bjartara
yfir og síðasta spölinn var flogið inn Eyjafjörð í glampandi sólskini. A
Akureyrarflugvelli í sólskini og sunnanstrekkingi varð svo kveðjustund
flestra ferðalanganna nema hvað við Jakob Kárason og Guðrún Friðriks-
dóttir, hin ágæta matmóðir allra í ferðinni, fylgdumst að inn í bæinn með
farangur okkar og mötuneytisins, en í hlut Jakobs kom að ganga frá
hinum síðamefnda. Lokið var ferð, sem mér finnst að öllum er þátt tóku
í, hljóti að vera ógleymanleg og lifa lengi í minningunni.