Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 39

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 39
F E R Ð I R 39 skilrúmin voru fjarlægð og nú sett á öðrum stöðum, svo var parket sett á gólf- ið og frárennsli lagt undir húsið fyrir væntanlegan eldhúsvask. Byrjað var á að skipta um húsgögn og komið var með tvö ný borð og 11 stóla. Inni í húsinu er eldhúsbekkur og vaskur. Það skal tekið fram, að meirihlutinn af þessum fram- kvæmdum var unninn af vélsleðamönnum í félagi við Laugafellsnefndina og efnið var að miklu leyti komið frá þeim, félaginu að kostnaðarlausu. Samantekin vinnustundafjöldi á árinu var 1040 stundir. UlfarS. Hreiðarsson Ársskýrsla Lambanefndar 1992 í framhaldi þess að stikuð var gönguleið á Súlur sumarið 1991, ákvað Lamba- nefnd að stika gönguleiðina inn í Lamba á Glerárdal. Fljótt upp úr áramótum var keypt efni í 130 stikur og þær málaðar. 15. apríl var farið á vélsleðum með stikurnar og þeim dreift á leiðina. 8. ágúst var síðan farið og stikurnar reistar. Þá voru og sett upp skilti rétt innan öskuhauga, sem vísa á gönguleiðirnar á Súlur og Lamba. Gönguleiðin (stikuleiðin) liggur fyrst inn gilbarm Glerár og síðan sveigir hún upp á brúna á Fremri Lambá og þaðan í beina stefnu á, og yfir Grenishól- ana og að Lamba. Alls um 10 km. Þetta var fjármagnað af Atvinnumálanefnd Akureyrar með kr. 94.000. Að minnsta kosti fjórum sinnum hefur verið farið í Lamba til eftirlits á árinu. Þórveig Hallgrímsdóttir saumaði og gaf okkur ný ver utan um dýnurnar og rölti sjálf með þau inneftir í ágúst og skipti um ver. Tveir hjólreiðamenn hjól- uðu langleiðina inneftir í ágúst með teppi, einnig sópuðu þeir og tóku til. Ingvar o.fl. tóku til og hirtu rusl, er þeir voru að athuga með brúarstæði þann 10. okt. Um áramót voru Ingvar og Jakob að mæla snjódýpt á brúarstæði og tóku þá til í skálanum, settu olíu á kabyssuna og tóku rusl í bæinn. I Lamba hafa verið skráðar 155 gestakomur á árinu og þar af 32 gistinætur. Tæpar 5000 kr. voru í bauknum og e.t.v. hafa komið inn einhverjir gíróseðlar. Núna í ár verður stærsta verkefni Lambanefndar að starfa með gönguleiðanefnd að brú- arsmíði yfir Glerá og ef til vill taka upp 15 ára gamalt starf við gönguleiðakort á Glerárdal. I Lambanefnd 1993 voru: Jakob Kárason, Vorsveinn Friðriksson, Anna Torfadóttir, Gunnar Helgason og Ingvar Teitsson. 31. desember 1992 F.h. nefndarinnar Jakob Kárason

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.