Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 37

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 37
F E R Ð I R 37 I Strýtu var settur upp klæðaskápur, rúmstæði og hillur sem Sigurður Ey- vald hafði smíðað um vorið, einnig stikur á gönguleiðir. Upplýsingatallan langþráða sem Magnús Tryggvason smíðaði var nú sett upp á bílastæðinu og mæltist sú framkvæmd vel fyrir af gestum og gangandi. Þrifadeildin vann sitt verk með miklum ágætum; öll hús á staðnum skrúbb- uð í hólf og gólf. Því verki stjómaði Asdís Ivarsdóttir. Vel var séð fyrir matföngum sem endranær en Asta Olsen stýrði matar- gerðinni af röggsemi. Helgina 13.-14. júlí fóru þeir Sigurður Jónsson og Jóhann Björgvinsson á Isuzu pallbíl Ferðafélagsins upp í Lindir. Ætlunin var að mála Strýtu utan en ekki viðraði til slíkra verka og sótti undirritaður þá upp að Grafarlandaá á fólksbfl. Kári yfirlandvörður selflutti þá þangað á sínum fjallabíl. Síðustu ferð sumarsins, lokunarferðina, fóru þau Tryggvi Hjaltason og Fjóla Helgadóttir 30.-31. ágúst til að hjálpa Kára að ganga frá öllu fyrir vetur- inn. Samtals störfuðu á vegum nefndarinnar um 60 manns sem skiluöu um 1475 tímum í sjálfboðavinnu. Einnig fékk félagið gefið efni og áhöld sem metin voru á um 150.000 kr. Alúðarþakkir til allra sem studdu okkur og störfuðu á vegum félagsins síð- astliðið ár. F.h. nefndarinnar: Huiiktir Ivarsson. S Arsskýrsla Drekanefndar 1992 Eins og undanfarin ár hófst undirbúningur að árlegri vinnu og opnunarferð í Dreka snemnta í maí. Útvegað var ýmiss konar efni til viðhalds skálans og annarra framkvæmda. Bar þar hæst smíði á tveimur nýjunt könirum því að veturinn áður fuku tveir kamrar og brotnuðu í spón. Kamrarnir voru smíðaðir í bænum en fluttir ósamansettir uppeftir. Það var um hvftasunnuna, sem var snemma í júní, að opnunarferðin var farin, 14 manns á 4 jeppum. Það sem framkvæmt var var m.a. að kamrarnir voru reistir og gengið frá þeim. Sett var upp annað reykrör í staðin fyrir það gamla sem hafði fokið um veturinn en það var orðið lélegt vegna tæringar. Rörið sem sett var upp var fengið í Þorsteinsskála en þar var sett nýtt reykrör. Endurnýjaðir voru innstu 200 m af vatnsleiðslunni en hrunið hafði á hana á mörgum stöðum innst í gilinu og var hún horfin víða. Einnig hafði hrunið á leiðsluna framarlega í gilinu og þurfti þar að skipta um smábút. Að því loknu komst vatn á. Settar voru upp sólarrafhlöður á varðhúsið fyrir Ijós og farsíma, einnig var varðarhúsið málað að utan.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.