Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 19
F E R Ð I R
19
SundUmt’in í Reykjafirði og húningsk/efar. (Ljósne Guðmundur Gunnarsson)
var orðið meira eða minna slæpt eftir erfiði dagsins valdi hver sér það
sem hann áleit auðveldustu og skemmstu leið yfir hálsinn. Dreifðist hóp-
urinn því en um kl. 7 voru allir komnir í tjaldstað.
Eftir kvöldmat var ællunin að hafa varðeld og kvöldvöku. Safnast var
saman við stæði fyrri varðelds og bál tendrað. í kvöldkulinu hiýjaði fólk
sér við eldinn og hóf söng. Ekki náðist þó verulega góð stemning, enda
var aðkomufólk úr öðrum ferðahópum, frá Útivist og Ferðafélagi íslands,
í meirihluta og einhvern veginn samlöguðust þessir þjóðflokkar ekki.
Osjálfrátt dró fólk sig aftur heim í tjöld og tók upp sönginn þar. Entist sú
skemmtun fram eftir kvöldi enda ekki örgrannt um að einhverjir lumuðu
á söngvatni til liðka raddböndin og lyfta stemningunni. Þau sem þraut-
seigust voru, héldu gleðinni uppi vel fram yfir miðnætti.
Fimmtudagur ló. júlí.
Ljóst varð um morguninn, þegar fólk kom á fætur, að undanfarandi sól-
skinsdagar voru liðnir. Loft var skýjað og grámóskulegt en ekki úrkoma
svo heitið gæti. Það kom sér líka betur, því aðalverkefni fólks að loknum