Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 17

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 17
[•' E R Ð I R 17 bænhús. Það mun hafa verið tíðkanlegt í þessum landshluta, þar sem kirkjuferðir lolks hlutu að vera bæði langar og hættulegar, að einstakir bændur fengu leyfi yfirvalda til að reisa bænhús á jörðum sínum. Bæn- húsið í Furufirði er hið eina þeirra sem enn stendur uppi. Það var reist 1901 en áður var þar bænhús, aflagt á átjándu öld. Ekki er byggingin stór og greinilega farin að Iáta ásjá af „lamstri veðra “ að utanverðu. Tvennar hurðir eru fyrir útidyrum og er sú ytri orðin heldur feyskin. Innifyrir eru nokkrir baklausir bekkir, allari og prédikunarstóll. Kirkjugarður er um- hverfis og allmargir krossar og legsteinar í honum. Athygli vakti að flest nöfn þar virtust úr fjölskyldu þeirri er í Reykjafirði bjó. Ibúðarhúsið er eins og bænhúsið timburhús, ekki ýkja stórt, sennilega um 30 fermetrar. Bíslag með útidyrum er við aðra langhliðina, en með- fram henni er gangur sem svarar allri lengd hússins. Auk þess eru þar tvö herbergi, eldhús og stofa. Uppi í risi er eitt svefnloft með gömlum rúm- stæðum, sem yfir voru breiddar heimaofnar ábreiður. Líkast var því að vera horfinn nokkra áratugi aftur í tímann að standa þar uppi og horfa í kringum sig. I herbergjunum og ganginum niðri vakti mesta athygli. hve mikið er þar af hvers konar verkfærum og áhöldum, eðlilega borðbúnaði og mataráhöldum í eldhúsi, olíu- og bensínbrúsum, jafnvel fatnaði og ekki kom á óvart, að mikið er þar af rekaviði, niðursöguðum lil eldiviðar. Af útliti hússins, sérstaklega utandyra, og stærð þess dró ég þá ályktun, að það mundi vera byggt um svipað leyti og bænhúsið eða fyrstu árum aldarinar. Því kom það nokkuð á óvart, þegar ég fræddist um það við að hlusta á útvarp í vetur, að byggingarárið væri 1933. Þetta var þáttur í um- sjá hins ágæta útvarpsmanns þeirra Isfirðinga, Finnboga Hermannssonar. Hann ræddi þar við mann, búsettan á ísafirði, en borinn og barnfæddan Akureyring. I þættinum kom fram, að eiginkona hans var síðust barna er fæddust í Furufirði og eru þau í hópi núverandi jarðareigenda. Einnig gat hann þess, að eigendur væru vetur hvern í vafa um, hvort þessi fasteign þeirra stæði enn á sínum stað þegar voraði eða hefði orðið herfang vetrar- veðranna. Rétt hjá gamla tbúðarhúsinu höfðu sverir gólfbilar verið lagðir á undirstöður, greinilega í því augnamiði að reisa þar hús allstórt. Af lit- arhætti tréverksins mátti ráða, að framkvæmdir höfðu legið niðri nokkra hríð. Að lokinni könnunarferð þessari sneri undirritaður aftur í slysavamar- skýliö. Þá voru næturgestirnir um það bil að Ieggja upp í gönguna til Reykjafjarðar. Leiðin lá að sjálfsögðu fyrst um láglendið inn af fjarðar- botninum en síðan fyrir nesið milli Furufjarðar og Þaralátursfjarðar. Leið sú með sjó fram er miðlungi greiðfær, stundum utan í bröttum brekkum, annars staðar í fjörum og verður þá eins og víðar á þessum slóðum að stikla um stórgrýtisurðir með risabjörgum. Allir komust þó stórslysalaust

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.