Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 22
22 F E R Ð I R Á leið upp hlíðina norðvestan við Dreka að morgni 15. ágúst. Vaðalda í baksýn. (Ljósm. Ingvar Teitsson) (sem gengið er eftir norður að Eldánni) og þar sem áin fellur fram af stallinum er troðin göngugata niður hlíðina í stefnu á Víti. Fvlgdum við þessari götu niður að Víti og komum þar e. 2 klst. 45 mín. göngu l'rá Dreka. Við fórum ekki niður í Víti en gengum vestur að vörðu þeirri sem stendur á norðurbarmi Öskjuvatns, nokkur hundruð m vestan Vítis. Gangan að vörðunni frá Dreka tók 3 klst. í vörðunni er gestabók í málmkassa og í vörðuna er steypt minningar- plata um Knebel og Rudloff sem fórust í Öskju árið 1907. Frá vörðunni vestan Vítis gengum við norðvestur yfir hraunið í Öskju í beina stefnu á Jónsskarð. Séð frá Víti er Jónsskarð lítt áberandi og verð- ur að gæta þess að stefna ekki í misgripum á skarð sem blasir við beint vestur af norðurenda Öskjuvatns. Gönguleiðin yfir hraunið frá vörðunni að rótum Jónsskarðs er rétt um 5 km í loftlínu. Fyrsta fjórðung leiðarinn- ar er hraunið mjög orpið vikri og sandi og sæmilegt yfírferðar. Eftir það versnar færðin til muna og seinni helmingur leiðarinnar er úfið apalhraun sem mundi t.d. vera algjörlega ófært með hesta. Er raunar ekki hægt að mæla með þessari leið til skemmtigöngu. Sennilega væri auðveldara að ganga norður með fjöllunum frá Víti, eftir gömlu bílslóðinni, uns komið

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.