Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 21

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 21
F E R Ð I R 21 INGVAR TEITSSON: / Könnunarferð í Odáðahrauni 14.-16. ágúst 1992 Dagana 14.-16. ágúst 1992 fór hópur frá FFA að kanna gönguleiðir og skálastæði í Odáðahrauni. í hópunum voru: Þór Þorvaldsson. Jakob Kára- son, Herborg Herbjörnsdóttir, Friðrik Vagn Guðjónsson og undirritaður. Fyrsta kvöldið var ekið inn í Dreka og gist þar. Þaðan fóru svo Þór, Friðr- ik Vagn og undirritaður að morgni hins 15. ágúst gangandi norðvestur yf- ir Dyngjufjöll til að kanna gönguleiðina úr Dreka í Dyngjufjalladal. Lagt var upp frá Dreka kl. 10 að morgni í suðvestan golu og léttskýj- uðu veðri. Gengið var upp á fjöllin rétt norðan skálans og haldið þvert vestur fjöllin nokkuð norðan Drekagils til að sleppa við gildrag sem gengur út úr Drekagili norður í fjöllin. Eftir 45 mín. göngu vorum við komnir í um 1040 m hæð við norðurenda þessa gildrags (Dreki er í um 760 m hæð y. sjó). Þaðan var gengið vest-suðvestur fyrir endann á gili sem kemur upp frá skála vísindamanna við Öskjuop. Um 1 km þar fyrir vestan var komið fram á barm Öskju, í ca. 1300 m hæð eftir um 2ja klst. göngu frá Dreka. A leiðinni upp fjöllin að austan var hið besta útsýni yfir öræfin austan Dyngjufjalla, allt til Snæfells og Eyjabakkajökuls. Á þessari leið er víða hægt að fylgja götuslóða. Er þetta mjög þokkalegt gönguland, lengst af á grófa, ljósa vikrinum frá Dyngjufjallagosinu 1875. Utsýnið af austurbarmi Öskju er mjög tilkomumikið, yfir Öskjuvatn, Þorvaldsfjall og eyjuna í vatninu. Velja má um tvær leiðir þaðan niður að Víti: I fyrsla lagi má þræða barm Öskju norðvestur á hnjúk (1353 m) beint austur af Víti og fara þaðan niður í Öskju, annað hvort beint niður að Víti eða suður og niður hlíðina að upptökum Bátshrauns og svo niður með hrauninu og eftir götuslóða að Víti. Við völdum hins vegar að ganga skáhallt niður hlíðina norður með austurhlið Öskjuvatns. Er það þokkaleg leið og brennisteinshverir í gili einu á þeirri leið sem fróðlegt er að skoða. Ekki skal fara of nærri vatninu, heldur vera uppi á hjalla í hlíðinni, ca. 100-150 m yfir Öskjuvatninu. Þegar komið er nærri Víti, er gengið yfir Eldána sem myndaði Bátshraunið, rétt sunnan Vítis. Greinilega sést hvernig þessi eldá kemur úr gíg, dálítið hæn-a uppi í hlíðinni, við norðausturhom Öskjuvatns. Eldáin fellur fram af mjög bröttum stalli

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.