Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 28

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 28
28 F E R Ð I R keypt hefur verið þar síðustu 3 árin, en enginn afsláttur verið á. Þetta gaf okkur um 56.000,- og var samþykkt að það færi, sem byrjunarfé í lagfæringu á gönguleiðaskálanum sem við erum að gera upp. Framvegis munum við njóta bestu afsláttarkjara þar á efniskaupum, enda við góður kúnni, sem greiðir allt á réttum tíma. A haustdögum, 28. nóvember, var deildarfundur hjá Ferðafélagi Islands. Við Ragnheiður Bragadóttir fórum á þennan fund. FFA hafði boðist til að halda fundinn hér, eða réttara sagt óskað eftir að FI héldi fundinn hér. En það var ósk FI að vera með hann í Reykjavík þetta árið, bæði til að minnast 65 ára afmælis FI og eins til að kynna nýja húsið að Mörkinni 6. A þessum fundi var aðalumræðuefnið skálabyggingar inni í óbyggðum landsins. Þarna skiptust fulltrúar deilda innan FI á skoðunum sfnum og sögðu frá starfsemi sinna fé- laga. Svona fundir eru mjög nauðsynlegir til að efla samstarf á milli deilda og við FI. Það væri nauðsynlegt að efla samstarf deilda og ætti reyndar að koma því á að deildirnar skrifuðust á, og sendu greinargerð sín á milli vor og haust, þar sem reynsla og áform þeirra væru kynnt. Samstarfið við Náttúruverndarráð hefur verið gott. Eins og þið vitið er Þor- steinsskáli í Herðubreiðarfriðlandi. Um þetta svæði gilda lög Náttúruverndar- ráðs. í sumar störfuðu þar 5 iandverðir á Herðubreiðarfriðlandi og Öskjusvæð- inu, (sem mér finnst að ætti að vera friðland líka). Náttúruverndarráð og FFA skipta á milli sín iaunakostnaði af 4 landvörðum en sá 5. var aiveg á kostnaði FFA. Hin nýji bíll okkar, pallbíllinn, og Ladan voru þar til afnota fyrir þessa landverði svo þeir gætu farið yfir svæðið, vegna sinnar landvörslu, og gegnt því að fylgja eftir lögum Náttúruverndarráðs. Við keyptum aðra talstöð til og jafnframt erum við með rekstur á tveimur farsímum til þess að hægt sé að hafa fjarskiptasamband milli skála og til byggða. Allt þetta er til að auka á rekstrar- útgjöld þar. Það er því mjög eðlilegt að þáttur Náttúruverndarráðs væri að lág- marki 75% í rekstrarkostnaði bíla og fjarskiptabúnaðar. í dag greiðir Náttúru- verndarráð hluta af rekstrarkostnaði bíla en ekki fjarskiptabúnaðar. Réttast væri að Náttúruvemdarráð ætti aðra bifreiðina, sem þarf að nota þama. Tekjur af gistingum í skálum eða á tjaldsvæðum auk viðverugjalds, renna óskiptar til FFA. Það fé hefur FFA notað til uppbyggingar. Sjálfboðavinna vegna skála okkar almennt er mikil en hvergi talin fram. Á þessu svæði gæti þessi sjálfboðavinna numið, ef hún væri keypt út, um 5.000.000.- Þetta verða allir þeir að meta, sem koma að þessu máli. Það er von okkar að samstarfið milli Náttúrverndarráðs og FFA verði áfram gott hér eftir sem hingað til. í skýrslu frá nefndum skála á þessu svæði koma frekari upplýsingar um hvað var gert, og hvað beri að gera. Um staðsetningu háspennulínu á þessu svæði, verður ekki rætt um hér í þessari skýrslu, en FFA hvetur alla til að vera vel vakandi f umræðunni um náttúruvernd. Eg ræddi um Laugafell hér áðan og samstarfið við vélsleðamenn. Nú er

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.