Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 6
Sngunarmylla ReykjafjarSarbœnda. (Ljósm. Guðmimclnr Gwmarsson) til sjávar litu menn stóran fugl á flugi yfir firðinum. Kvað Gísli leiðsögu- maður upp úr með það, að þar væri haföm á ferð. Hlíðin meðfram sjón- um er fyrsta spölinn brött með miklum klettabeltum efst. A einum stað gengur stórgrýtisurð í sjó fram, samansett af þeim risabjörgum að með ólíkindum má virðast. Klöngruðust ferðalangarnir þó þar yfir án stór- slysa. Þegar utar dregur lækkar hálsinn og nærri nestánni verður jafnvel nokkurt undirlendi við sjó fram.Þar er ljós skeljasandur í fjöru og kvað Gísli leiðsögumaður staðinn heita Hvítsanda. Þar stóð fyrrum býli sem bar sama nafn ellegar nefndist Sæluvellir. Þar vissi Gísli að væri tófu- greni í bæjarrústunum, en við nánari athugun virtist skolli ekki hafa hreiðrað um sig þar á þessu vori. Þegar fyrir nesið er komið og inn með Rcykjafirði er hlíðin aftur brött með háu klettabelti efst. A einum stað er í klettunum hellir sem komast má upp í séu menn ekki mjög þjáðir af lofthræðslu. Urðu enda nokkrir ferðalanganna til þess að prófa það ferðalag. Þegar göngunni með sjónum lýkur og komið er að nyrðra fjarðarhomi Reykjafjarðar, er örskammt yfir á klettatanga þar sem stendur sögunarmylla þeirra Reykjafjarðarbænda. I henni vinna þeir á sumrum rekavið í staura, planka og jafnvel borðvið.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.