Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 36

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 36
36 F E R Ð I R 13. 10.-16. júlf: Hornstrandir. Reykjafjörður norður. Fararstjóri Jakob Kárason. Leiðsögumaður Gísli Hjartarson. Kokkur Guðrún Friðriksdóttir. Þátttakendur 22. 14. 18.-25. júlí: Sumarleyfisferð. Breiðdalur, Skaftafell, Lakagígar. Farar- stjóri Karl Bragason. Kokkar Ásta Ólsen og Vildís Jónsdóttir. Þátttakendur 20. 15. 31. júlí-3. ágúst: Gæsavatnaleið, Askja, Herðubreiðarlindir. Fararstjóri Karl Bragason. Kokkar Ásta Olsen og Guðrún Friðriksdóttir. Þátttakendur 24. 16. 8.-9. ágúst: Héðinsfjörður, gönguferð. Fararstjóri Óskar Finnsson. Þátt- takendur 7. 17. 9. ágúst: Héðinsfjörður, bátsferð. Fararstjóri Leifur Brynjólfsson. Þátt- takendur 16. 18. 22.-23. ágúst: Villingadalur, Nýjabæjarfjall, Austurdalur. Fararstjóri Angantýr H. Hjálmarsson. Þátttakendur 6. 19. 23. ágúst: Austurdalur. Þátttakendur 4. 20. 25. sept.: Kambsskarð. Fararstjórar Þór Þorvaldsson og Ingvar Teits- son. Þátttakendur 8. F.h. Ferðanefndar: Ragnhildur Bragadóttir. Skýrsla Þorsteinsskála- og Strýtunefndar 1992 Farnar voru þrjár vinnuferðir í Lindir á árinu. Opnunarferðin var farin 5.-8. júní. Þátttakendur voru 24, þar af einn frá Egilsstöðum og tveir frá Húsavík. Skipt var um kyndingu í Þorsteinsskála og settur upp hitavatnskútur og nýtt reykrör. Stjórnuðu þeir Karl Magnússon og Egill Geirsson þessurn endurbót- um. Brúin frá snyrtihúsinu að tjaldsvæðinu flaut upp og skemmdist nokkuð seinnipart júlí sumarið áður en var nú endurbyggð á sama stað og sett á nýjar og hærri undirstöður. Verkinu stjórnaði Tryggvi Hjaltason. Settur var upp sturtusjálfsali í snyrtihúsinu. I skýrslu skálavarða er honum lýst sem einhverri mestu tækninýjungu þar um slóðir og er sagður lýsa hugviti sem ekki á sér samjöfnuö. Hönnuður þessa tækniundurs var Níls Gíslason hjá DNG. Smíðaður var nýr ruslabrennari sem staðsettur er við ármót Kreppu og Jök- ulsár. Þeir bræður Reynir og Egill Geirssynir ásamt Jörundi Torfasyni smíð- uðu hann.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.