Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 24

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 24
24 F E R Ð I R A Jónsskaröi. Horfr noróur til Mývatnsfjalla. (Ljósni. Int>var Teitsson) ganga niður með ánni að norðan, er áin þá á vinstri hönd. Um 4 km norð- vestan Jónsskarðs fellur á þessi í þröngu gili vestur af 100 m hárri kletta- hlíð serr: liggur í stefnu norður - suðui' norðvestan í Dyngjufjöllum, í stefnu samsíða Dyngjufjalladal. Er þar ófært niður með ánni sjálfri en um 500 m norðan við gilið skagar nef eða hryggur vestur úr hlíðinni og er það auðveld niðurgönguleið. Neðan við nefið er komið á flatan sand og breiðir áin þar úr sér og hverfur fljótlega í sandinn. Svo virðist þó sem eitthvert vatn renni stundum norður undir hlíðinni og jafnvel vestur í Dyngjufjalladal sem liggur um 150 m lægra. Við stikluðum yfir ána á flötum sandinum vestur af nefinu þar sem við komum niður. Þaðan gengum við norðvestur á brún Dyngjufjalladals, um 1.5 km norðvestur frá títtnefndu nefi. Þar er prýðileg gönguleið eftir melhrygg til norðvesturs niður í Dyngjufjalladal. Vorum við komnir á bílslóðina í dalnum kl. 17.50, eftir tæplega 8 klst. útivist. Þar af tók gang- an frá suðurrótum Jónsskarðs niður í Dyngjufjalladal um 2 klst. 20 mín. Þar sem við komum niður í Dyngjufjalladal, var enn töluvert vatn í ánni sem rennur norður dalbotninn. Ana þraut þó alveg um 2-3 km norð- ar. Þarna í dalnum mæltum við okkur mót við Jakob og Herborgu sem

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.