Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 23

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 23
F E R Ð I R 23 Horftyfir Bátshraun og Víti úr hlíðinni við norðausturhorn Öskjuvatns. (Ljósm. Ingvar Teitsson) er út að gígunum frá 1961. Þaðan er stutt (1 km) norðvestur yfir Öskjuop og þar má trúlega finna sæmilega gönguleið á sandi eða snjó milli hrauns og hlíða sunnan undir fjöllunum norðan Öskju vestur að Jónsskarði. Gangan yfir hraunið frá vörðunni vestan Vítis að rótum Jónsskarðs tók 1 klst. 45 mín. Þaðan er greiðfært upp á Jónsskarð, hækkun um 200 m. Jónsskarð sjálft er um 1280-1300 m y. sjó. Suður af skarðinu er glæsilegt útsýni yfir Öskju. Meðal annars blasa Öskjuvatn, Þorvaldsfjall, Suður- skörð, Vatnsfell og Trölladyngjuskarð við augum. I góðu skyggni sést einnig vel til Kverkfjalla, vestan Þorvaldsfjalls. Við gengum svo norður af Jónsskarði og opnast þá mikið útsýni til norðurs og norðvesturs. Mest ber á Bláfjalli í hánorðri en einnig sjást Sellandafjall, Suðurárbotnar, Svartárvatn og Mývatn. Fjær sjást m.a. Kinnarfjöll og fjöliin í kringum Glerárdal. Ur norðurenda Jónsskarðs gengum við til norðvesturs niður Dyngju- fjöllin. Við stefndum niður í Dyngjufjalladal, norðanvert við miðjan dal- inn. Er þetta greið leið framan af, um melöldur og vikurhryggi. Um 2-3 km norðvestan Jónsskarðs er komið að dálítilli á sem kemur þama ofan úr fjöllunum og verður hún greinilega mikil í leysingum. Best er að

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.