Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 13

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 13
F E R Ð 1 R 13 borgarinnar. Var hún skásneidd meðfram hlið borgarinnar sem er þver- hníptur hamraveggur. Þarna var áðurnefnd nælonlína tekin fram og þrír fremstu menn bundnir í hana en aðrir röðuðu sér á hana líkt og leikskóla- börn á ferð með fóstrum. Fremstu menn sporuðu skaflinn, sem var all- brattur, meðan þeir síðari fetuðu í slóðina. Vindur jókst eftir því sem ofar dró og kólnaði að sama skapi. Þó tók fyrst steininn úr, þegar kom að því að ganga upp á borgina sjálfa. Þá var komið að suðvesturenda hennar sem tengist jöklinum með hryggmynduðum snjóskafli, eins konar fram- haldi borgarinnar, og er sá brattur uppgöngu og ekki ýkjabreiður að ofan. Ferðalangarnir þurftu nú að Igarnast upp á kamb þennan, sveigja sem næst til gagnstæðrar stefnu og áður og þræða skaflinn og grjóthryggi uns kom- ið var upp á borgina sjálfa, en uppi á henni allnokkur flötur, „svipaður og fótboltavöllur" hafði Gísli sagt, þakinn nokkuð misjafnlega grófgerðri grjóturð. A þessum síðasta spöl uppgöngunnar og uppi á borginni sjálfri var svo hvasst, að tæplega var stætt, og kalt að sama skapi. Áttu sumir ferðalanga fullt í fangi með að þræða hina mjóu snjóhryggi og urðar- kamba og þurfa um leið að standa af sér storminn. Uppi á borginni varð dvölin styttri en ella vegna veðurhamsins og útsýnis þá heldur ekki notið sem skyldi. Gísli hafði haft um það sterk iýsingarorð, áður en lagt var af stað og tíundaði það nú, en erfitt var að nema orð hans fyrir vindgnýnum og skýja- og þokuhnoðrar höfðu sums staðar tyllt sér á fjarlæg fjöll og tinda. Auk þess skrifaði fólk í gestabók, sem er þarna í vörðu og söng „ísland ögrum skorið“ til heiðurs Flallvarði Hallssyni. Enn bar það tii tíðinda, að ferðamaður einsamall kom allt í einu utan af jöklinum og gaf sig á tal við hópinn, mælandi á enska tungu. Var hann einn á ferð á jöklinum og valdi sér aðra leið af borginni en hópurinn. Eftir um það bil hálftíma viðdvöl, hraðaði fóik sér til baka, hvatt af kuldanum og stormbeljandanum. Sumir hikuðu við á hryggjunum, sem áður eru nefndir, en aðrir ferðalangar komu þá til aðstoðar svo að allir komust áfallalaust niður. Hópurinn var heimfús og hröðuðu menn göngunni hver sem mest mátti svo að hann dreifðist allmjög, því ekki voru allir jafn fót- fráir. Ekki bar neitt sérstakt til tíðinda, veður var enn gott því að vind- sveljandinn uppi á borginni lét fólk óáreitt á lægri stöðum. Áreiðanlega var þreyta eftir uppgönguna farin að segja til sín, enda játuðu sumir það hreinskilnislega, og hefur sá sem þetta ritar ekki aðra skýringu á því hversu honum fannst heimleiðin óendanlega löng. Allir náðu þó farsæl- lega heim í tjöld eftir h.u.b. 12 tíma útivist. Lél fólk ekki undir höfuð leggjast að mýkja lúna limi og þreytta í sundlauginni meðan beðið var kvöldverðar. Þótt Guðrún ráðskona tæki þátt í þessari ströngu göngu, kom það ekki í veg fyrir, að heitur matur væri fram borinn eftir stutta stund og meðtóku allir hann af hjartans lyst. I samræmi við, að erfiðasti

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.