Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 18
18 F E R Ð I R Kletturinn Kanna milli Furufjarðar og Þaralátursfjrðar. (Ljósm. Guðmundur Gunnarsson) að Könnu, kletti, sem stendur yst á nesinu. Nafn sitt dregur hann af gati sem er í gegnum hann og líkist það handarhaldi á könnu, en Gísli, leið- sögumaður greindi frá því, að áður fyrr hefði hinum megin á klettinum verið stútur könnunnar, en sá brotnað af á öldinni sem leið. Myndasmið- um fannst nú ástæða til að hefja á loft vélar sínar, því að næsta umhverfi Könnu er klettaheimur, myndrænn í besta lagi. Þarna mættu göngufólkið nú hinum hluta leiðangursins, komnum frá Reykjafirði með Gísla, leiðsögumann, í farabroddi. Eftir nokkra hvíld hófst gangan á nýjan leik eftir strandlengju Þaralátursfjarðar. Enn sem fyrr var gönguland heldur stirt, stórgrýti sums staðar en tæpar giæpagötur utan í bröttum brekkum á öðrum stöðum. Heldur liðkaðist þó um eftir því sem innar dró og við fjarðarhomið er gengið um hlað á eina bænum sem byggður var í firðinum. Gísli upplýsti, að ábúendur þar hefðu búið við síst lakari skilyrði en aðrir á þessum slóðum, m.a. með tilliti til þess, að sjósókn var þar auðveldari en á öðrum stöðunr, þar sem Þaralátursfjörður er eina lífhöfnin á Norður-Ströndum svo sem segir í Árbók Ferðafélags Islands 1949. I eyði fór svo bærinn 1947. Eftir að Þaralátursósinn hafði verið vaðinn var síðasti áfangi göngunnar yfir Reykjafjarðarháls. Fólk

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.