Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 26

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 26
26 F E R Ð I R Við efstu lindina í Suðurárbotnum. Friðrik Vagn að svala þorstanum. (Ljósm. ingvar Teitsson) Lokaorð: Gönguleið sú sem hér er lýst yfir Dyngjuföll er mjög falleg og þar er margt að sjá og skoða. Hóflegt væri að ganga á 10-12 klst. frá Dreka að fyrirhuguðu skálastæði í Dyngjuljalladal. Etv. mætti skipta hópnum og láta suma ganga frá Dreka upp veginn inn í Öskjuop. Þeir sem færu vestur yfir fjöllin um Víti mundu svo hitta fyrmefnda hópinn við gígana frá 1961. Svo mundi allur hópurinn ganga vestur að Jóns- skarði og yfir í Dyngjufjalladal. Nauðsynlegt er að merkja leiðina upp úr Öskju á Jónsskarð með vörðum eða stikum. Einnig þarf að merkja síðasta hluta leiðarinnar norðvestan í fjöllunum til að vísa fólki á leiðina niður nefið og þaðan norðvestur á melhrygginn sem liggur niður í Dyngjufjalladal. Ef til vill mundi FFA einhvem tíma reisa skála við efstu lindimar í Suðurárbotnum. Þar með yrði hófleg dagleið úr Dyngjufjalladal í Suður- árbotna (23 km) og stutt dagleið (15 km) þaðan í Svartárkot. Hugsanlega mætti létta göngufólkinu byrðarnar með því að láta jeppa frá FFA ferja megnið af farangrinum á milli skálanna á Ódáðahraunssvæðinu. A þennan hátt mundi FFA eignast sinn „Laugaveg" frá Herðubreiðar- lindum um Bræðrafell og Öskju í Svartárkot. Má telja víst að þetta yrði vinsæl gönguleið þegar fram líða stundir.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.