Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 38

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 38
38 FERÐIR Dreki fékk sína hefðbundnu vorhreingerningu og inni voru gólfin lokkuð en að utan var borið á gluggana. Um haustið var lokunarferð farin á einum bíl og var þá gengið frá á liefð- bundinn hátt. Hér hefur það helsta sem framkvæmt var verið nefnt og ýmsu smáu og stóru sleppt. Að lokum vil ég þakka fyrir hönd nefndarinnar öllum þeim, sem þátt tóku í vinnuferðum og hjálpuðu til á einn eða annan hátt við undirbúning og við útvegun á efni til framkvæmda. F.h. Drekanefndar Ingimar Arnason Laugafellsnefnd 1992 Seinnipart vetrar 1992 setti meiri snjó niður á hálendinu rtorðan jökla en gerst hefur á seinustu árum. Þess vegna leysti snjóinn seint og má segja, að gróður hafi komið hálfum mánuði seinna en vanalega og kalskemmdir urðu talsverðar hjá Laugafellsskálanum, einkum í nýræktinni. Það var lítið hægt við því að gera og vonum við bara að kalflákarnir nái sér með tímanum, ef þeir verða ekki fyrir meiri áföllum, verður það. Skálavörður var sem fyrr Petrína Sigurðardóttir frá Bolungarvtk. Hún hafði mann sinn og son með sér og lágu þeir ekki á liði sínu við ýmsar umbætur. Einkum fengust þeir við hellulagnir á göngustígum og lagfæringu á sundlaug- inni. Þau komu að vestan hinn fjórða júlí og var þeim fylgt á staðinn þá um nóttina og farið unr Eyjafjarðardal. Sumarið var ekki ákjósanlegt til hálendisferða, en saml urðu ámóta tekjur af ferðamönnum og sumarið áður. Fjölskyldan í Laugafelli hélt til byggða 2. september og notaði nóttina eftir til að komast til Bolungavíkur. Seinnipart vetrar og um vorið var lítill hiti í skálavarðarbústaðnum og snyrtingum. Var loft komið í aðrennslislögnina að skálavarðabústaðnum og rusl hafði sest í útrennslið frá snyrtingunum, en ekki stíflað þær alveg svo þar var allt óskemmt inni. Nokkur tonn af gölluðum áburði voru fengin hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og þeim dreift um gróðurlandið og mela þar í kring. Jóhannes á Akri lagði til tæki til að dreifa áburðinum. Nokkur árangur sást af þessu, þó sumarið væri ekki hagstætt. Skáli ferðafélagsins var mikið lagaður til á sumrinu og um haustið. Járnið af þakinu var fjarlægt og nýtt járn sett í staðinn. Undir það var sett þykkt lag af steinull. Þakskegg voru stækkuð og nýjar vindskeiðar settar á stafnana. Ný hurð og karmur voru sett í útidyrnar og húsið málað utan ásamt öllum hinum húsunum. Inni í húsinu voru gerðar ýmsar breytingar. Gömlu

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.