Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 5

Ferðir - 01.06.1993, Blaðsíða 5
F E R Ð I R 5 i A flugbrautinni í Reykjafirði 10. júlí 1992. Farangri hlaðið á vagn Ragnars bónda í Reykjaflrði. (Ljósm. Guðmundur Gunnarsson) sonar, er sérhæft hefur sig í leiðsögn um Homstrandir og aðrar eyði- byggðir norðanverðra Vestfjarða undanfama tvo áratugi. Ferðinni var heitið yfir Reykjafjarðarháls, norður í Þaralátursfjörð. Hálsinn er lágur og rís aflíðandi með klettabeltum og mýrarsundum upp frá undirlendi Reykjafjarðar en fellur mun brattar niður í Þaralátursfjörð. Rétt á móts við þar sem komið er niður, rís upp af sléttlendinu klettahöfði sem nefnist Ospakshöfði. Hann dregur nafn af óeirðamanninum Óspaki Kjallakssyni. sem við er kennd Óspakseyri í Bitrufirði. Fomar sögur segja hann hafa farið með ránskap og ófriði um Strandir og lauk svo að heimamenn sóttu að honum og drápu hann þar á höfðanum. Undirlendi er nokkurt í firðinum og sæmilega grasi gróið næst hlíðar- rótum. Annars staðar er það snoðið og snögglent, gras gisið en víðiklær inn á milli. Sérstaka athygli þess, sem þetta ritar, vöktu litlir brúskar af vænum fjallagrösum sem breiddu úr sér í vætunni innan um grasið. Ekki minnist hann þess að hafa áður séð fjallagrös á svæðum rétt yfir sjávar- máli heldur hærra til fjalla og heiða. Stefnan var tekin út til sjávar og svo meðfram sjónum fyrir Þaralátursnesið, en svo nefnist hálsinn eftir að hann gengur í sjó fram milii fjarðanna. Ekki löngu eftir að náð var fram

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.