Bændablaðið - 21.09.2023, Síða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023
FRÉTTIR
BÆNDAFUNDIR
LÍFLANDS
3.-5. OKTÓBER
Nánari upplýsingar og skráning á lifland.is
Veitingar, happdrætti, umræður og fræðsla
Hlökkum til að sjá þig
3.okt. kl. 12-15
Hvolsvöllur
4.okt. kl. 12-15
Borgarnes
5.okt. kl. 12-15
Varmahlíð
3.okt. kl. 19-21:30
Selfoss
4.okt. kl. 19-21:30
Blönduós
5.okt. kl. 19-21:30
Akureyri
Fjárlagafrumvarp:
Garðyrkjubændur í áfalli
– Aukið framlag til kornræktar og arfgerðarannsókna en aðrir á horriminni
Einu landbúnaðartengdu verk
efnin í fjár lögum ríkisins fyrir
árið 2024 sem fá aukið framlag eru
tengd dýrasjúkdómum og eflingu
kornræktar.
Vilji stjórnvalda til að hlúa frekar
að innlendum landbúnaði, svo sem
vegna fæðuöryggis og sjálfbærni, er
lítt merkjanlegur í fjárlögunum að
öðru leyti.
Athygli vekur að t.d. garðyrkjan
býr áfram við rýr framlög þrátt fyrir
vilyrði stjórnvalda um að bæta þar
um betur.
„Það eru gríðarleg vonbrigði
að sjá núverandi stjórnvöld hunsa
gerða samninga og svíkja gefin
loforð,“ segir Axel Sæland, formaður
búgreinadeildar garðyrkjubænda.
„Enn ein fjárlögin og enginn áhugi er
hjá núverandi stjórnvöldum að standa
við eigin orð. Við erum með samning
sem er til endurskoðunar á þessu ári
og þar ætla stjórnvöld ekki að gera
neitt til að uppfylla sínar skyldur
og þar af leiðandi eiga bændur ekki
möguleika á að gera sitt,“ heldur Axel
áfram.
Einnig hafi komið skýrt fram í
stjórnarsáttmála að efla ætti garðyrkju
í landinu til muna, með föstu
niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði
til ylræktar og sérstökum stuðningi við
útiræktun í gegnum búvörusamninga.
Enginn áhugi sé nú hjá stjórnvöldum
að standa við þessi fyrirheit.
Gríðarleg vonbrigði
garðyrkjubænda
„Íslenskt grænmeti er gæðavara
sem er að verða ósamkeppnishæf
við innflutt grænmeti vegna þess
hversu dýrt er að framleiða,“ segir
Axel. „Bændur þurfa að velta öllum
kostnaði yfir í verðlag þar sem
stjórnvöld ætla sér ekki að koma til
móts við greinina. Sem raungerist
í því að innfluttar garðyrkjuafurðir
verða mun ódýrari samanborið við
þær íslensku. Þetta stangast algerlega
á við markmið núverandi samnings,“
segir hann enn fremur.
Um 100 fyrirtæki eru í garðyrkju
á Íslandi, að sögn Axels. Í ylrækt sé
launakostnaður orðinn langstærsti
einstaki kostnaðarliðurinn, 40%,
og raforkukostnaður um 15–20% af
heildarkostnaði. Áburðarkostnaður
sé ekki hár af heildinni í ylrækt en
verulegur kostnaður í útirækt.
Innleiðingu verndandi
arfgerða hraðað
Aukið framlag á fjárlögum 2024
til arfgerðagreiningar verndandi
arfgerða íslensks sauðfjár nemur
110 m.kr. og til aukinnar innlendrar
framleiðslu á korni til fóðurs og til
manneldis 198 m.kr.
„Hvað varðar aukningu í
kornrækt og sauðfjárræktun þá eru
þetta fjármunir sem samþykktir
voru af ríkisstjórn í vor, bæði á
grunni skýrslunnar Bleikra akra
(aðgerðaáætlun Landbúnaðarháskóla
Íslands um aukna kornrækt) og
riðurannsóknum, þetta eru nýir
fjármunir og við fögnum því,“
segir Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands. Varðandi
lækkun á öðrum fjármunum til
landbúnaðar sé verið að skoða þá
liði nánar innan samtakanna.
Í greinargerð Landbúnaðarháskóla
Íslands kemur fram að hægt væri að
innleiða verndandi arfgerðir gagnvart
riðusmiti á takmörkuðum svæðum
þannig að eftir fimm ár verði yfir 80%
ásetts fjár á mestu áhættusvæðunum
arfblendið eða arfhreint fyrir
verndandi samsætum og þar af
leiðandi ólíklegt til að veikjast af riðu.
Kynbótastarf, innviðir
og beinn stuðningur
Hækkun um 198 m.kr. til aðgerða
sem eiga að stuðla að aukinni
innlendri framleiðslu á korni til
fóðurs og til manneldis gerir ráð
fyrir að fjármagnið skiptist á milli
verkefna til fjárfestingarstuðnings
og innviðauppbyggingar í kornrækt
annars vegar og beins stuðnings
við kornframleiðslu hins vegar.
Fyrri hluta tímabilsins verði
megináhersla lögð á kynbótastarf og
innviðauppbyggingu og á síðari hluta
verði innleiddur beinn stuðningur
við kornframleiðslu, í samræmi við
áherslur sem birtast í aðgerðaáætlun
Landbúnaðarháskólans um aukna
kornrækt, Bleikum ökrum. Gert er ráð
fyrir að á komandi árum fari framlagið
til verkefnisins stighækkandi.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir
að heildarframlag til landbúnaðar árið
2024 nemi 22.961,2 m.kr. Þar af er 741
m.kr. eyrnamerkt í rannsóknir, þróun
og nýsköpun í landbúnaðarmálum.
Fjárheimild málaflokksins lækkar um
126,6 m.kr. að raungildi. Framlög
til búvörusamninga lækka skv.
frumvarpinu um 326 m.kr. í samræmi
við fjármagnsliði samninganna.
Sjá nánar um fjárlagafrumvarpið
og landbúnaðinn á síðu 18. /sá
Garðyrkjan ríður ekki feitum hesti frá fjárlagafrumvarpi komandi árs fremur en aðrar búgreinar. Mynd / Bbl
Grænlamb:
Sauðfjárafurðir af
sjálfbæru beitilandi
Nú í haust verða íslenskar
sauðfjárafurðir af vel grónu
og sjálfbæru beitilandi í fyrsta
skiptið markaðssettar á Íslandi.
Vörurnar verða seldar undir
vörumerkinu Grænlamb, sem er
verkefni þriggja kvenna sem stunda
sauðfjárbúskap í Kelduhverfi.
„Okkar framtíðarsýn er meðal
annars að efla sauðfjárrækt í
Kelduhverfi og gera það að
eftirsóttum stað til búsetu,“ segir
Guðríður Baldvinsdóttir í Lóni 2,
sem er ein þeirra þriggja sem standa
að verkefninu. Hinar konurnar eru
Salbjörg Matthíasdóttir í Árdal og
Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Fjöllum
2. „Það viljum við gera með því
að byggja á styrkleikum okkar –
framleiðslu sauðfjárafurða á vel
grónu landi í sátt við náttúruna,
sem verða verðlagðar hærra á
þeim forsendum. Lykilorð okkar
er sjálfbærni, bæði hvað varðar
landnýtingu og búrekstur.“
Vel gróið beitiland í Kelduhverfi
Að sögn Guðríðar hefur Keldu-
hverfi þá sérstöðu að mest allt
beitiland er þar vel gróið. Um 90
prósent af því fellur í tvo bestu
flokkana samkvæmt flokkunarkerfi
GróLindar, sem metur og vaktar
ástand gróður- og jarðvegsauðlinda
landsins auk þess að þróa
sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu á
Íslandi.
Á landsvísu er hlutfallið
um 40 prósent. „Unnið hefur
verið að verkefninu með hléum,
samhliða öðrum störfum, enda
erum við í verkefnisstjórninni
í mörgum hlutverkum eins og
aðrir sauðfjárbændur. Upphaf
verkefnisins var þátttaka í Hacking
Norðurland, frumkvöðlakeppni
sem haldin var á vormánuðum
2021 og við unnum. Síðan fengum
við ágætan styrk úr Sóknaráætlun
Norðurlands eystra 2022 sem gerði
okkur kleift að halda áfram,“ segir
Guðríður.
Stefna á að vörurnar fáist víða
Takmarkið með verkefninu er
að vörur seldar undir merkjum
Grænlambs fáist víða, bæði
beint frá býli og í völdum
verslunum og kjötvinnslum.
Einnig að veitingastaðir bjóði
upp á Grænlambskjöt. Í byrjun
verður hægt að kaupa vörur frá
þeim þremur bæjum sem eru
þátttakendur í verkefninu.
„Nú erum við komnar á þann
stað að gera okkur sjálfar að
tilraunadýrum og prufukeyra
verkefnið í haust með að selja
milliliðalaust okkar vörur. Við
vonumst eftir góðum undirtektum
því að sjálfsögðu viljum við taka
verkefnið áfram og leyfa því að
þróast,“ segir Guðríður.
Leitað eftir samstarfsaðilum
um markaðssetningu
Aðrir bændur í Kelduhverfi eru
jákvæðir út í verkefnið, að sögn
Guðríðar, en hafa ekki allir áhuga
eða tök á að vera sjálfir í beinni
markaðssetningu og sölu. Þær sjá
því fyrir sér samstarf í framtíðinni
við aðila sem geta tekið þann þátt
til sín. „Við viljum ná til þeirra
neytenda sem hafa dregið úr eða
jafnvel hætt neyslu lambakjöts
vegna fyrirkomulags landnýtingar
í dag en einnig stórs kolefnisspors.
Við viljum sumsé vinna til baka
þann markað.“
Vilja ná til nýrra neytenda
„Það var gerð óformlega skoðana -
könnun á opnu Facebook-síðunum
Gamaldags matur og Matartips
sem sýndi að tæplega 50 prósent
svarenda myndu frekar kaupa
lambakjöt af vel grónu landi og
að 80 prósent þeirra væru tilbúin
að borga meira fyrir það en annað
lambakjöt.
Við höfum því fulla trú á að það
sé eftirspurn eftir þeirri vöru sem
Keldhverfingar hafa upp á að bjóða.
En við erum ekki eingöngu að tala
um lambakjöt, því við erum einnig
að vinna með ullina og ein okkar
býður upp á ullarband af sínum
kindum,“ segir Guðríður.
Á næstu dögum verður vefur
verkefnisins opnaður á slóðinni
graenlamb.is, þar er ýmsan fróðleik
og upplýsingar að finna.
Guðríður segir að þær taki gjarnan
við fyrirspurnum í gegnum netfangið
graenlamb@graenlamb.is. /smh
Merki Grænlambs.
Eyjafjörður:
2.500 tonna kornþurrkstöð
borgi sig frekar
25 af 33 eyfirskum bændum sem
spurðir voru, sögðu að þeir myndu
myndu nýta sér kornþurrkstöð í
firðinum ef hún yrði reist.
Jafnframt myndu ríflega 60
prósent aðspurðra leggja til
hlutafé og tæp 72 prósent myndu
auka ræktun. Þetta kemur fram í
lokaverkefni Oddleifs Eiríkssonar í
búvísindum við Landbúnaðarháskóla
Íslands (LbhÍ). Þar er gengið út frá
því að kornþurrkstöð yrði reist að
Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og
kostnaður borinn saman við notkun
á þurrkstöð sem til stendur að reisa
skammt frá Húsavík. Sé 1.000 tonna
kornþurrkstöð reist í Eyjafirði verði
kostnaður við rekstur einingarinnar
það hár að hagkvæmara væri að flytja
kornið um lengri veg.
Oddleifur segir í lokaorðum
verkefnisins að ljóst sé að ýmsar
forsendur til kornþurrkunar séu
til staðar í Eyjafirði. Mismunur á
flutningi korns að Syðra-Laugalandi
samanborið til Húsavíkur sé 2,6
krónur á kílóið. Sé einungis miðað
við flutningskostnað, þá væri
hagkvæmara að reisa þurrkstöð í
Eyjafirði í ljósi þess að kornrækt er
umfangsmeiri þar en í Þingeyjarsveit.
Vissulega sé stærðarhagkvæmni að
samnýta þurrkstöð við Húsavík og
hún sé líklega vanmetin. Til standi
að sú þurrkstöð nýti glatvarma,
sem sé orka sem fari til spillis,
og þurrki bæði korn og framleiði
grasköggla. Oddleifur greinir nánar
frá verkefninu í aðsendri grein á
blaðsíðu 52 í þessu blaði. /ÁL
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð
meðal eyfirskra bænda, en ríflega
60 prósent myndu leggja inn hlutafé.