Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 7

Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Fjöldi fólks mætti í opin fjós á kúabúinu í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og kúabúinu á Spóastöðum í Bláskógabyggð sunnudaginn 17. september. Ástæðan var 75 ára afmæli hollenska fyrirtækisins Lely, sem er með starfsemi á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á hátæknitækjum til landbúnaðarstarfa. Í báðum fjósunum eru mjaltaþjónar og önnur tæki frá Lely. „Við höfum verið með tvo nýja mjaltaþjóna frá fyrirtækinu í eitt ár og líkað vel, auk annarra tækja eins og kálfafóstrunnar,“ segir Fjóla Ingveldur, kúabóndi í Birtingaholti. Þar eru um 130 kýr í fjósinu og mjólkurkvótinn er um 830 þúsund lítrar. Lely hefur selt um 200 mjaltaþjóna á Íslandi frá 1999 og er salan alltaf að aukast. „Það vantar meiri mjólk á Íslandi en það eru ferðamennirnir sem gera það að verkum. Það er því um að gera fyrir bændur að standa sig og framleiða mjólk með hjálp tækninnar. Mjaltaþjónarnir vinna jú allan sólarhringinn fyrir bóndann og standa sig vel í því hlutverki,“ segir Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely í Reykjavík, en fyrirtækið er líka með starfsemi á Akureyri. /MHH LÍF&STARF Fyrstu tvær vísur þessa þáttar fengu ekki inni í síðasta þætti. Báðar eru þær eftir Rósberg G. Snædal og er fyllsta ástæða til að koma þeim í þennan þátt. Engin orð þarf til að lýsa ágætum vísnanna frekar en öðrum kveðskap hans. Fyrri vísuna nefnir hann „Heilræði“. Fóta gáðu fyrr og síð, fræi sáðu bestu. Kveddu dáð í deigan lýð, dugnað, ráð og festu. Seinni vísuna nefnir Rósberg einfaldlega „Mannlýsingu“. Heyri ég yfir höfði þyt af Heljar vængjum þöndum. Verkin dreymd og vonaglit verð ég að láta af höndum. Fjölgaði niðjum, fékk sér „snaps“, felldi í miðju taflið.- Lengi í viðjum lagastafs lék við „þriðja aflið“. Ingólfur Ómar Ármannsson kjótlar annað slagið vísum til mín. Þessi er nýfædd og nefnist „Haust“. Haustið er að hefja spjöll, hvellt í vindum gnauðar. Blómin visin eru öll og allar flugur dauðar. Svo bárust mér í bréfi frá Ágústi, syni Orms, nokkrar vísur eftir föður hans, Orm Ólafsson. Ormur nefnir þær einu nafni „Skophendur“: Vandasamt er vísna svið, vissar hömlur setur. Illa samið upphafið enginn botnað getur. Finnst að vonum fjandi hart, fyllir hugann ergi, þó fundið hafi fyrripart finn ég botninn hvergi. Upphafið á enga stoð, eyðir rósemd hverri. Byrjunin er bölvað hnoð, -botninn ennþá verri. Fyrripartur fundinn hér, fagna slíku gengi, í Borgarfirði botninn er búinn að vera lengi. Hönnun vísna hætta verð, höfuðstöfum kuðla. Vonlaus orðin vísnagerð, -vantar rím og stuðla. Eftir Jónas Illugason er þessi vísa: Melar gróa og hellnahraun hátt til jökulása, en það er meira en meðalraun ef manndómshagar blása. Stefán frá Hvítadal orti þessi sléttubönd undir stuttstafahætti: Saxa árin nærri ná naumum svanna vonum, vaxa sárin ára á aumum manna sonum. Sigurður Halldórsson orti þessa vísu: Enginn gleymir æskurann, ástin geymist falin, oft því dreymir útlagann aftur heim í dalinn. Gestur Jóhannsson orti: Höfuðþing í heimi veit harmur kring þó geysi, til að ringa tárin heit tilfinningaleysi. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Tveir mjaltaþjónar frá Lely eru í fjósinu í Birtingaholti, sem hafa reynst vel, en fyrirtækið er brautryðjandi í róbótatækninni í fjósum. Kúabændurnir í Birtingaholti 4 en það eru þau Sigurður Ágústsson og Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, ásamt Heimi, syni þeirra, og konu hans, Dagnýju Lilju Birgisdóttur, og strákunum þeirra, þeim Emil (sá eldri) og Matthíasi Ara. Fjóla Ingveldur að sýna hvernig kálfafóstran virkar í gegnum tölvubúnaðinn, en hver kálfur er að fá um 12 lítra af mjólk á dag í fjósinu í gegnum sérstakt skömmtunarkerfi. Fjöldi gesta mætti í opna fjósið í Birtingaholti, meðal annars Magnús H. Sigurðsson og Guðbjörg Björgvinsdóttir, sem búa í Birtingaholti og systurnar Guðbjörg og Margrét Runólfsdætur, sem búa á Flúðum. Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely, en á Íslandi starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu. Myndir / MHH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.