Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 FRÉTTIR Ljárskógarétt: Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðardals. Að sögn Ágústs G. Péturssonar, bónda í hinu forna höfuðbóli Hjarðarholti í Laxárdal, kom fé þokkalega vænt af fjalli, en smalað var Ljárskóga- fjall í Dölum. „Miðað við hvernig vorið var þá finnst mér það koma bara nokkuð vel af fjalli og mér heyrist á öðrum hér sveitinni að þetta sé alveg þokkalegt. Það gekk vel að smala, þetta var svona nálægt tvö þúsund sem við rákum í réttina. Fé hér í Dölunum hefur fækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega hér í Laxárdal þar sem mér telst til að hafi fækkað um 3.500 á síðustu fimm til sex árum. Þetta er mjög slæm þróun þar sem sauðfjárrækt hentar einstaklega vel á okkar svæði.“ Ósáttur við afurðaverðið Ágúst reiknar með að senda sín lömb til slátrunar á næstu dögum, en honum líst ekki nógu vel á afurðaverðið sem sauðfjárbændum er boðið upp á. „Ég hefði viljað fá það upp í þúsundkallinn fyrir kílóið,“ segir hann. „Núna fáum við ekki þessar greiðslur sem komu úr spretthópnum, vegna áburðarkaupanna – og það munar miklu um það.“ Spurður hvort þau taki eitthvað heim til vinnslu, segir hann að það sé ekkert svigrúm til þess – nóg sé fyrir þau að sjá um sjálfan búskapinn, en þau Björk Baldursdóttir, kona hans, eru með um 800 fjár á vetrarfóðrum. „Við höfum verið með erlendar ungar konur hér í allnokkur ár til að hjálpa okkur bæði á sauðburði og í göngum og réttum. Það hefur verið mjög ánægjulegt og góð kynni tekist með okkur,“ segir Ágúst. /smh Ágúst G. Pétursson, bóndi í Hjarðarholti í Dölum, nýkominn í Ljárskógarétt ofan af Ljárskógafjalli. Féð komið í Ljárskógarétt sem stendur í botni Hvammsfjarðar. Handan fjarðarins sér í Skeggjadal á Fellsströnd. Þar er Hvammur, hið forna höfðingjasetur og landnámsjörð. Svanborg Einarsdóttir og Elna Haraldsdóttir. Hermann Bjarnason og Gróa Magrét Viðarsdóttir.Þessi sáu um fjárdráttinn fyrir Hjarðarholt. Arnór Guðmundsson, Björk Baldursdóttir, Laura Jäger, Lucia Kohoutová, Ágúst Pétursson, Annika Döring og Pauline Flörke. www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.