Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 20

Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Í bókinni Dýralæknatal, búfjár- sjúkdómar og saga, sem gefin var út af Dýralæknafélagi Íslands árið 2004, er farið vel yfir bakgrunn og sögu sauðfjárveikivarna. Í kafla sem fjallar um karakúlpestirnar eftir Brynjólf Sandholt kemur fram að erlent sauðfé hafi verið flutt inn í einhverju magni allt frá landnámsöld. Þessi innflutningur hafði takmörkuð áhrif á íslenska féð til langframa, en í nokkrum tilfellum kom til landsins fé sem flutti með sér áður óþekkta búfjársjúkdóma, sem hið einangraða íslenska sauðfjárkyn hafði litla mótstöðu gegn. Innflutningur á pestum Á miðri átjándu öldinni var flutt inn kynbótafé til að auka ullargæði, en með því fylgdi kláðamaur sem olli fjárkláðanum fyrri. Á miðri nítjándu öld var flutt inn fé til að kynbæta fyrir kjötgæðum, en með því kom kláðamaur í annað sinn og breiddist fjárkláði um sveitir. Upphaf riðuveiki á Íslandi er rakið til innflutnings á hrúti árið 1878, sem var af ensku kyni. Árið 1933 voru fluttar inn ær og hrútar af karakúlkyni frá Þýskalandi. Við þann innflutning var beitt varúðarráðstöfunum með því að setja sauðféð í tveggja mánaða einangrun í Þerney, skammt utan við Reykjavík. Þar sýndi féð engin sjúkdómseinkenni og voru gripirnir sendir til bænda víða um land. Þeir báru þó með sér þrjá smitsjúkdóma, sem hafa verið kallaðir karakúlpestirnar; votamæði, þurramæði og garnaveiki. Frá Skotlandi barst kýlapest með 25 kindum sem voru fluttar inn árið 1932. Árið 1947 voru fluttar inn kindur sem voru felldar meðan þær voru enn í einangrun, en þær reyndust sýktar af fótaveiki. Sjúkdómar valda búsifjum Votamæði varð fyrst vart í karakúlhrút veturinn 1933–34, sem fluttur var að Deildartungu í Borgarfirði. Þaðan fór sóttin á marga bæi í firðinum og haustið 1936 hafði hún borist norður fyrir Holtavörðuheiði. Hún olli miklu tjóni og allt að 50 prósent fjárins féll á ári á sumum bæjum. Þurramæði uppgötvaðist fyrst í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1939 og var rakin til hrúts af karakúlkyni. Fyrst var talið að veikin væri einangruð við Suður- Þingeyjarsýslu, en veturinn 1942– 43 kom í ljós að sjúkdómurinn var orðinn útbreiddur um Vesturland og Suðurland. Svo mikil afföll urðu á sauðfé að til að viðhalda hjörðum þurfti víða að setja á 25–40 prósent lömb í stað 10–15 prósent. Garnaveikin var fyrst uppgötvuð árið 1938 á Útnyrðingsstöðum á Völlum á Austurlandi. Nokkru síðar fannst hún í kind úr Hrunamannahreppi. Í báðum tilfellum var hægt að rekja sóttina til karakúlfjár sem flutt var á þessi svæði. Fljótlega kom í ljós að veikin var dreifð víða um landið. Aðgerðir stjórnvalda Stjórnvöldum varð ljóst að þörf væri á aðgerðum vegna karakúlpestanna. Fyrstu lögin gegn útbreiðslu pestanna voru sett árið 1936. Árið 1941 voru sett lög sem tóku á vörnum gegn útbreiðslu mæðiveikinnar, stuðningi til bænda, varnargirðingum og fjárskiptum. Árið 1947 var komin nokkur reynsla á niðurskurð, fjárskipti og varnargirðingar og voru sett endurbætt lög um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útbreiðslu þeirra. Árið 1956 var ákveðið að lögin skyldu ná til kýlapestar og riðuveiki, en síðarnefndi sjúkdómurinn var þá farinn að valda tjóni. Þessi lög voru svo felld inn í lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim árið 1993. Ráðist var í fyrstu fjárskiptin vegna karakúlpestanna í Suður- Þingeyjarsýslu árið 1941. Mestu fjárskiptin voru þegar allt fé var skorið niður frá Hvalfirði austur að Ytri- Rangá haustið 1951 eftir að garnaveiki var orðin útbreidd og allt svæðið haft fjárlaust í eitt ár. Fyrstu girðingarnar til varnar útbreiðslu sauðfjársjúkdóma voru settar upp á árinu 1937 og er talið að allt að 2.000 kílómetrar hafi verið reistir á vegum Sauðfjárveikivarna og stendur stór hluti þeirra girðinga enn. Jafnframt voru ráðnir vörslumenn við hlið, sem sáu um að stugga við fé og gera við girðingar ef þurfti. Með því tókst að halda pestunum frá stórum svæðum og tryggja þar með að líflömb fengjust í stað þess sem skorið var niður. Tekist hefur að útrýma flestum þessum sjúkdómum og er til bóluefni gegn garnaveiki. Á allra síðustu misserum hafa vaknað vonir um að riðunni verði útrýmt næst, þar sem fundist hafa arfgerðir í íslensku fé sem staðfest er að veiti mótstöðu gegn riðu, og er verið að rannsaka fleiri erfðabreytileika sem veita mögulega mótstöðu gegn sóttinni. Riðan náði hámarki eftir öld Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segir að þegar byrjað var að berjast gegn riðuveiki af mestu afli á níunda áratugnum hafi hún verið orðin mjög útbreidd og olli miklum búsifjum. Hún hafi þá verið búin að krauma í nánast eina öld en var fyrst afmörkuð við Mið-Norðurland. Á áttunda og níunda áratugnum greindist hún í öllum landshlutum, fyrir utan örfá svæði sem hafa enn sloppið við riðu. „Þar sem hún var verst nægði ásetningsféð á haustin ekki til að halda stofninum við, það FRÉTTASKÝRING Búfjársjúkdómar: Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin – Riðuónæmar arfgerðir breyti nálguninni í sauðfjárveikivörnum Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra útbreiðslu búfjársjúkdóma. Ein sterkasta birtingarmynd þeirra eru sauðfjárveikivarnarhólf sem skipta Íslandi í 25 hluta og niðurskurður þegar upp kemur riða. Þessar hömlur eiga sér langa sögu en óvíst er hvort hún verði mikið lengri með nýjum verkfærum í baráttunni við búfjárpestir. Líklegt er að breytingar verði á fyrirkomulagi sauðfjárveikivarna þar sem nú verður hægt að rækta gegn riðu. Varnarhólf hafa tíðkast frá miðri tuttugustu öldinni og voru þá til varnar gegn útbreiðslu nokkurra sjúkdóma. Nú er riðan síðasti alvarlegi skaðvaldurinn. Ær með tvö lömb á beit við Landmannalaugar. Mynd / ÁL Smitefni berast fyrst og fremst frá dýri til dýrs. Hjarðir blandast í réttum og fjárragi á haustin sem er meðal þeirra leiða sem sauðfjárpestir dreifast. Mynd / ÁL Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Búvörur SS | Fosshálsi 1, Reykjavík | 575 6070 | www.buvorur.is Nýr fóðurverðlisti SS -Verðlækkun SS festir verð á fóðri og gilda þau óbreytt til 1. ágúst 2024. Bjóðum eingöngu upp á óerfðabreytt fóður. Ó ER FÐABREYTT FÓÐU R Allir sem að kaupa kjarnfóður fyrir mjólkurkýr er boðin: • Fóðurráðgjöf/áætlun er unnin af RML • Frí heysýnataka og tvær fríar greiningar • Við túlkum niðurstöður heysýna Skannaðu Qr-kóðann til að sjá fóðursíðuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.