Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 UTAN ÚR HEIMI Bretland: „Sauðirnir verða að fara“ – Hörð umræða um tilverurétt sauðfjár utan láglendis Á Bretlandseyjum hefur undan­ farið verið tekist á um hvort sauðfé megi ganga á hálendi. Breskir fjölmiðlar hafa frá því í vor fjallað um harðvítugar deilur þar sem fólk vill ýmist fé burt af breskum heiðalöndum og stöðvun niðurgreiðslna til greinarinnar, eða berst með oddi og egg fyrir tilverurétti sauðfjár ofan láglendis. Það var Ben Goldsmith, fyrrverandi ráðgjafi umhverfis-, matvæla- og dreifbýlisráðuneytisins og bróðir fyrrverandi Tory-þing- mannsins Zacs Goldsmith, sem vakti hörð viðbrögð er hann viðhafði m.a. þau ummæli að sauðfé væri einhver helsta hindrun í vegi þess að friðlýst svæði Bretlands döfnuðu. Hann telur að ekki eigi að niðurgreiða sauðfjárrækt og fullyrti að Bretland væri fátækara en ella af villtum blómum, fuglasöng og dýralífi yfir höfuð, vegna beitar milljóna sauðfjár. Fleiri nautgripi en færra sauðfé „Sauðirnir verða að fara,“ skrifaði Goldsmith á samfélagsmiðlum. Í efnahagslegu tilliti væri sauðfjárrækt ólífvænleg og gengi aðeins vegna styrkja skattgreiðenda. Mikilvægi hennar fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar væri óverulegt. Meðalaldur sauðfjár- bænda hækkaði stöðugt og tekjur þeirra yrðu sífellt rýrari. „Sauðfé hefur hræðileg áhrif á vatnasvæði okkar, þjappar jarðveg, eyðir gróðri og eykur þannig jarðvegs- eyðingu, flóð og árstíðabundna þurrka. Þetta kostar landið milljarða á hverju ári,“ sagði hann. Goldsmith, sem er í dag forstjóri fjárfestingafyrirtækisins Menhaden og yfirlýstur umhverfissinni, telur nautgriparækt hins vegar bæði mikil- væga og hagkvæma og hana eigi að auka á kostnað sauðfjárhalds. Sauðféð á sér öfluga talsmenn og eru viðbrögð á þá leið að Goldsmith fari með staðlausa stafi og landbúnaðarsaga Bretlands sé til marks um það. Allt tal um að fjarlægja fé af hálendi sé algerlega úr takti við raunveruleikann. Kjötið og ullin séu ekki aðeins mikilvæg fyrir staðbundið hagkerfi heldur mjög eftirsótt af bæði heimamönnum og gestum. Einfeldningslegt og óupplýst viðhorf Landssamtök breskra sauðfjár- bænda sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kom fram að skoðanir Goldsmiths og fylgismanna hans væru ögrandi og sýndu einfeldnings- legt og óupplýst viðhorf til mikilvægs landbúnaðargeira. Fjölmiðillinn The Scottish Farmer segir uppþotið hafa vakið reiði gjörvalls landbúnaðar- samfélagsins. Í sama streng tóku National Sheep Association (NSA), hagsmunasamtök breskra sauðfjár- framleiðenda. „Sauðfé hefur verið á Bretlands- eyjum frá því að nýneolithískir landnemar komu hér að ströndum fyrir um 3000 f.Kr. – fyrir 5.000 árum,“ sagði framkvæmdastjóri NSA, Phil Stocker. „Það hefur átt sinn þátt í að móta og viðhalda því landslagi sem við sjáum og njótum í dag, þar með talið 9 af 13 þjóðgörðum Englands sem staðsettir eru á hálendissvæðum. Það er engin tilviljun að flestir þjóðgarðar okkar eru á svæðum þar sem graslendi og sauðfé hefur verið ríkjandi kynslóðum saman. Hið einstaka umhverfi, sem starfar oftast í sátt við sauðfjárrækt, er afar dýrmætt í tengslum við vatnsbúskap og landgæði, kolefnisbindingu og náttúru og gefur fólki félagslegan og heilsufarslegan ávinning,“ sagði Stocker. Fimmtán milljónir sauðfjár NSA hafnar því að sauðfjárbeit ofan láglendis hafi skaðleg áhrif og nefnir sem dæmi að 53% svæða í uppsveitum Bretlands, sem fylgst er sérstaklega með, teljist nær öll í jafnvægi eða vistkerfislegum bata. Fjöldi sauðfjár á Bretlandi jókst um 2% árið 2022 og varð þá hátt í 15 milljónir, skv. opinberum upplýsingum. Árleg lambakjötsneysla pr. íbúa var um 4,7 kg árið 2016 skv. OECD-FAO Agricultural Outlook. /sá Fyrir þá bændur sem eru hrifnir af smáforritum er rétt að kynna til sögunnar eitt slíkt sem ber nafnið Insights by Prospera. Með notkun þess fá notendur yfirsýn yfir ýmis vandamál á borð við ofvökvun, eða ef vökvun skortir. Má sjá stíflur eða leka auk þess sem með myndum í afar hárri upplausn er hægt að hafa yfirlit yfir ræktunina í heild. Nærmyndir af plöntum greina í tæka tíð skemmdir á uppskeru, en Insights forritið býður upp á nákvæmar skýrslur yfir möguleg meindýr, sjúkdóma í plöntum, ofvöxt, næringarskort og þar fram eftir götunum. Skiptist forritið í tvenns konar undirkafla, kallaða Irrigation Insights og Plant Insight, sem fara yfir stöðu á áveitu annars vegar og plöntum hins vegar. Mikill hagur fyrir hagann Er þarna um afar hagkvæma og skilvirka yfirsýn að ræða sem gerir bændum kleift að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir fyrr en ella. Vilja hönnuðir Insights by Prospera meina að þarna sé hagur í bæði tímasparnaði og minni fjárútlátum enda veiti forritið notendum nákvæmari upplýsingar en þeir myndu greina sjálfir og mun fyrr en ella. Segir talsmaður fyrirtækisins að „með því að horfa á akrana í gegnum gervihnött getur bóndi sem notar Irrigation Insights greint áveituvandamál sem erfitt er að sjá á jörðu niðri með berum augum. Afgreitt vandamálið mun hraðar og áður en það skemmir meira út frá sér. Vikulegar skýrslur geri kleift að sjá þróun vaxtar á ökrum svo hægt sé að framkvæma árangursríkustu meðferðirnar á skilvirkan hátt – sparað þúsundir í aðföngum og launakostnaði.“ Vilt þú stela hugmyndinni? Hefur smáforritið enn sem komið er ekki gagnast íslenskum bændum. Það er þó rétt að taka fram fyrir bændur utan landsteinanna að á forritinu er tveggja ára ábyrgð innifalin, sem felur í sér viðgerðarkostnað, varahluti og vinnu, uppsetningu á vélbúnaði auk þess sem hugbúnaðaráskrift er innifalin á fyrsta ári þjónustunnar. Geta neytendur valið að endurnýja áskriftina árlega eða á því ári sem þeir kjósa að fá yfirsýn yfir akra sína. /SP Áveituappið Insights Fjórðungur jarðarbúa glímir við vatnsskort Vatnsskortur hrjáir þjóðir víða um heim og þar á meðal í Evrópu. Talin er þörf á mun meiri stjórnun vatnsforða jarðar. Þau svæði sem hafa orðið verst úti í heiminum vegna vatnsskorts eru Mið-Austurlönd og Norður-Afríka, þar sem 83% fólks verða fyrir afar miklum neikvæðum áhrifum vegna vatnsskorts. Búist er við að sú tala hækki í 100% árið 2050. Af 25 löndum sem verða nú fyrir afar miklu álagi vegna vatnsþurrðar eru Barein og Kýpur efst á listanum og Evrópulöndin Belgía og Grikkland í 18. og 19. sæti, skv. skýrslu World Resources Institute (WRI). Katalónía á Spáni lýsti yfir neyðarástandi vegna þurrka í 24 sveitarfélögum þar sem búa um 25 þúsund manns síðla sumars og hefur fólk þar aldrei séð jafnlága vatnsstöðu. Frakkar áttu einnig í mestu vandræðum með ferskvatnsöflun. Vatnseftirspurn aukist Íslendingar hafa sem kunnugt er notið þeirra gæða að hafa aðgang að gnægð vatns. Þó hefur borið á vandræðum í langvarandi þurrkatíð að sumri á Norður- og Austurlandi á síðustu árum. Þar eru blágrýtissvæði þar sem mjög gamall berggrunnurinn er bæði þéttur og vatnssnauður. Endurnýjanlegar fersk- vatnsauðlindir Íslands eru taldar vera árlega um 666.667 rúmmetrar á mann. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í ýmsum Afríkuríkjum undir 1.000 rúmmetrum á mann. Á heimsvísu er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir vatni muni aukast um 20–50% fyrir árið 2050. Hún hefur þegar meira en tvöfaldast síðan 1960. Euronews greinir frá því að yfir 20 lönd noti nú meirihluta endurnýjanlegrar vatnsveitu sinnar á hverju ári, sem geri þau mjög viðkvæm fyrir þurrkum. Nýjar rannsóknir sýni að fjórðungur jarðarbúa glími við vatnsskort. Löndin sem eru í mestri hættu noti reglulega um 80% af endurnýjanlegri vatnsveitu sinni til að vökva uppskeru, brynna búfé, í iðnað og heimilishald á hverju ári. Jafnvel þurrkar til skamms tíma geti gert að verkum að þessar þjóðir verða uppiskroppa með vatn eða að stjórnvöld velji að skrúfa fyrir til að verja þann vatnsforða sem eftir er. Knúið á um skilvirkari landbúnað „Vatnsskortur af þessu tagi stofnar lífi, störfum, fæðu- og orkuöryggi fólks í hættu,“ segir í skýrslu WRI. „Vatn er nauðsynlegt til að hlúa að réttlátu samfélagi, rækta fæðu, framleiða rafmagn, viðhalda heilsu og uppfylla loftslagsmarkmið heimsins,“ segir jafnframt. Fólksfjölgun, efnahags- þróun og loftslagsbreytingar eigi eftir að gera ástandið enn verra ef vatns- birgðum jarðar verði ekki stjórnað. Um 60% af vökvunarlandbúnaði í heiminum stendur nú þegar frammi fyrir mjög miklu vatnsálagi, segir WRI. Það ógni verulega ræktun t.d. sykurreyrs, hveitis, hrísgrjóna og maíss. Þó séu til lausnir eins og að gera landbúnað skilvirkari, meðhöndla og endurnýta skólp, afsöltun vatns og að fjarlægja gróður sem kalli á mikla vökvun, svo sem gras. NASA varaði við því að helmingslíkur væru á því að árið í ár yrði það heitasta í sögunni og miklu hlýrra en jarðarbúar hefðu nokkru sinni séð fyrr. /sá Jarðarbúar glíma margir við vatnsskort. Það vantar þó ekki vatnið á Íslandi, í það minnsta ekki enn þá. Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir Deilur eru á Bretlandseyjum um réttmæti þess að sauðfé gangi á svæðum utan láglendis og sumir vilja fé burt af heiðalöndunum. Mynd / Rick Barrett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.