Bændablaðið - 21.09.2023, Page 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023
LÍF&STARF
Kjötafurðir af forystufé:
Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Matvælasjóður úthlutaði Fræða
setri um forystu fé, sem stað sett er á
Svalbarði í Þistil firði, styrk að upp
hæð 3.000.000 kr. til að markaðs
setja og þróa gæða kjötafurðir af
forystufé.
Að verkefninu standa matvæla-
fræðingarnir Arnkell Arason og
Einir Björn Ragnarsson í samstarfi
við Daníel Hansen, umsjónarmann
fræðasetursins.
Forystufé með fágæta eiginleika
Á heimasíðu fræðasetursins kemur
fram að frá upphafi byggðar hefur
forystufé verið órjúfanlegur hluti
af sauðfjárhaldi Íslendinga og sé í
miklum metum hjá sauðfjárbændum
þar sem féð er talið búa yfir ákveðnum
hæfileikum. Það þykir t.d. vera með
sérstaka forystueiginleika, fer fyrir
hópi sauðfjár og leiðir það í skjól í
vondum veðrum.
Það þykir einnig vera harðgerðara
en annað fé, háfættara og meira í
vexti og hafa hæfileika til að finna á
sér veðrabrigði, sem var verðmætur
eiginleiki í beitarbúskap fyrri tíma.
Álíka hegðunarmynstur sé hvergi
þekkt í heiminum og því séu þessir
eiginleikar afar fágætir.
Stofn forystufjár er lítill, eða einungis
um 1.500 talsins, og er skilgreint
sem sérstakur stofn sauðfjár innan
Bændasamtaka Íslands.
Kjötið fínlegt og bragðgott
Bændablaðið náði tali af Daníel
Hansen, sem staddur var á ullar-
ráðstefnu í Kaupmannahöfn, og
forvitnaðist nánar um þetta verkefni.
Daníel segir að hugmyndin að
verkefninu hafi kviknað þegar þeir
Arnkell hittust austur á Egilsstöðum.
„Ég var staddur á sýningu austur
á Egilsstöðum þar sem ég var að
kynna nokkrar afurðir af forystufé,
tvíreykt hangikjöt og snakkpylsur,
þegar við Arnkell tókum tal saman.
Hann sýndi þessu mikinn áhuga
og úr varð þessi hugmynd að þróa
kjötafurðir af forystufé sem lúxus
matvöru.
Spurður út í hver sé munurinn
á kjöti af forystufé og sauðfé segir
Daníel að bragðið sé öðruvísi.
„Það er mikið minna kjöt á
forystufé, það er fituminna og bæði
bragð og áferð er öðruvísi. Þetta er
fínlegt og mjög bragðgott kjöt, mætti
segja að það sé mitt á milli þess að
vera geitakjöt og kindakjöt.“
Úthlutað var úr sjóðnum fyrr
í sumar og hefur hugmyndavinna
hafist um hvernig best sé að verka
og þurrka kjötið. Einir Björn
Ragnarsson, matvælafræðingur
og kjötiðnaðarmaður, mun sjá um
þær tilraunir. „Við höfum nokkrar
hugmyndir um hvernig best sé að
verka og þurrka kjötið. Við munum
byrja á því að sjá hvað gerist þegar
við hengjum kjötið upp án allra
bragðefna, hvað náttúran gerir við
það og hvernig gæðin breytast við
það. Það eru líka uppi humyndir
um að láta kjötið hanga með salti
eða kryddi. Þetta eru lítil læri, þau
minnstu eru eins og hálft venjulegt
lambalæri, en vegna þess spái ég
því að salt og krydd gangi vel inn
í kjötið og bragðið njóti sín enn
betur. Við munum nýta haustið til
að prófa okkur áfram og fáum einnig
innblástur frá aðferðum erlendis.“
Takmarkað upplag
Hingað til hafa kjötafurðir af
forystufé ekki verið nýttar til mann-
eldis að neinu marki en einungis eru
um 80–100 forystufé slátrað á hverju
hausti og því ljóst að framleiðslan
verður í litlu magni og árstíðabundin.
„Efniviðurinn er ekki mikill, þar
sem stofninn er lítill og það er
til takmarkað upplag af lærum af
forystufé,“ segir Einir.
Aðspurður segir Einir að stefnt
verði að því að bjóða upp á vöru
sem hægt verði að borða hráa, líkt
parmaskinku. Vonandi verði einnig
hægt að bjóða upp á hátíðarsteik, sem
verður sérstaklega bragðmikil. /ÞAG
Kjötafurðir af forystufé hafa ekki verið nýttar til manneldis að neinu marki
en einungis eru um 80–100 forystufé slátrað á hverju hausti.
Mynd / Fræðasetur um forystufé
Einir Björn Ragnarsson, mat væla-
fræðingur og kjötiðnaðar maður.
Mynd / Aðsend.
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri:
Metaðsókn í Reiðmanninn
Reiðmaðurinn er nám í reið
mennsku og hestafræðum sem fer
fram á vegum endurmenntunar
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Boðið er upp á nám til allt að
þriggja ára sem er Reiðmaðurinn I,
Reiðmaðurinn II og Reiðmaðurinn
III – en nemendur útskrifast að loknu
hverju ári fyrir sig. Í ár hefja tæplega
200 manns nám í Reiðmanninum
sem er metfjöldi nemenda.
Randi Holaker reiðkennari
er verkefnastjóri Reiðmannsins
og hefur umsjón með náminu í
samstarfi við Áshildi Bragadóttur,
sem er endurmenntunar- og
nýsköpunarstjóri hjá LbhÍ.
Heildstætt nám
„Reiðmaðurinn er nám ætlað
fróðleiksfúsum reiðmönnum og
áhugafólki um reiðmennsku sem vill
auka við þekkingu sína og færni í
reiðmennsku, hrossarækt og almennu
hestahaldi, en ekki síður fyrir þá
reiðmenn sem vilja fara í þá vinnu
að eflast sem manneskjur,“ segir
Randi. Hún telur ástæðuna fyrir
þessum miklum fjölda nemenda vera
skemmtilegt og vel skipulagt nám.
„Þetta er heildstætt nám þar sem farið
er yfir breitt svið hestamennskunnar,
hvort sem um ræðir fóðrun, hirðingu,
sögu, reiðmennsku, kynbætur eða
fimiæfingar. Það er lögð mikil áhersla
á samheldni og hópefli. Nemendur í
Reiðmanninum koma úr öllum áttum
en hér tilheyra þeir ákveðnum hópi,
samfélagi, þar sem allir hafa sama
áhugamálið, hestamennskuna. Hver
hópur fyrir sig eyðir miklum tíma
saman, þau hvetja hvert annað áfram
og standa saman sem gaman er að
fylgjast með.“ Námið er bæði bóklegt
og verklegt til allt að 19 eininga á
framhaldsskólastigi (fein) og lýkur
með sérstakri viðurkenningu frá
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Randi segir að reynslumikill
hópur reiðkennara kenni Reið-
manninn víðs vegar um landið sem
nemendur njóti góðs af. „Það er
starfandi frábær reiðkennarahópur
hér í Reiðmanninum, samtals 15
reiðkennarar, en án þeirra væri
þetta nám ekki það sem það er í
dag. Faglegir og flottir reiðmenn
og reiðkennarar sem njóta mikilla
vinsælda meðal sinna nemenda. Auk
þess koma þó nokkrir gestakennarar
að náminu.“
Hestamaðurinn og tamninga-
meistarinn Reynir Aðalsteinsson,
heitinn, átti hugmyndina að námi
Reiðmannsins og kom því á
laggirnar árið 2008 í samstarfi við
LbhÍ. Fyrst um sinn var námið til
tveggja ára en eftir því sem tíminn
leið og nemendum fjölgaði hafi
myndast eftirspurn eftir því að bjóða
upp á meira nám.
„Þá var ákveðið að bæta við
námi á þriðja ári sem var kallað
framhaldsnámskeið og fljótlega vatt
þetta upp á sig og námskeiðunum
fjölgaði enn meir.Við höfum t.d.
boðið upp á námskeið í fortamn-
ingum, frumtamningum og járn
inganámskeið. Eftir áramót munum
við bæta við keppnisnámskeiði sem
mun enda á stóru Reiðmannsmóti
þar sem keppt verður í mismunandi
keppnisgreinum í mismunandi
flokkum þar sem reiðkennari fylgir
þeim eftir í keppni.“
Metnaðarfullir nemendur
Námið er kennt víðs vegar um landið
en í ár eru sex hópar sem stunda
nám á 1. ári, fjórir hópar sem stunda
nám á 2. ári og þrír hópar sem stunda
nám á 3. ári. Kennt er í Kópavogi,
Selfossi, Mið-Fossum, Hvammstanga,
Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum
svo nokkrir staðir séu nefndir. Randi
segir að þeir nemendur sem sæki nám
í Reiðmanninum séu metnaðarfullir
og kröfuharðir.
„Við sem stöndum að náminu
verðum að vera á tánum, nemendur
eru metnaðarfullir og kröfuharðir
og við reynum að vera dugleg að fá
frá þeim mat á náminu. Við sendum
t.d. út kannanir tvisvar á ári þar sem
leitað er eftir endurmati, hvað er
jákvætt og hvað mætti skoða betur
sem við reynum að bregðast við eins
og hægt er.“
Að bæta sig sem reiðmann
Gróa Björg Baldvinsdóttir er ein þeirra
sem hefur nám í Reiðmanninum
í vetur. Gróa starfar hjá Terra sem
framkvæmdastjóri sjálfbærni og
menningar en auk þess situr hún í
varastjórn Landssambands hesta-
mannafélaga (LH) og í landsliðsnefnd
LH. Gróa segir að hún hafi
fyrst og fremst skráð sig í nám í
Reiðmanninum til þess að auka við
sína kunnáttu.
„Það hefur orðið svo mikil þróun
í reiðmennsku og hestamennskunni
undandarin ár að ég fann að það var
kominn tími til að bæta við sig meiri
þekkingu og kunnáttu og að bæta
mig sem reiðmann. Ég var búin að
heyra hvað þetta væri skemmtilegt
nám og það heillaði mig líka þessi
heildstæða nálgun – að í náminu fæ
ég upplýsingar, kennslu og þjálfun
um allt það helsta sem viðkemur
hestamennskunni,“ segir Gróa
að lokum. /ÞAG
Nemendur í Reiðmanninum koma úr öllum áttum en allir hafa þeir sama
áhugamálið, hestamennskuna.
Ný varanleg bogahýsi
Ódýr og hagkvæmur kostur fyrir geymslur
og útihús sem uppfyllir byggingareglugerðir
� Stöðluð hönnun, grunneining 5 x 6 m.
- lengjanleg í 3 m. einingum
� Hurðargat á gafli 2,75 x 2,75 m.
� Í boði bæði einangruð og óeinangruð
� Verð frá kr. 1.320.00 m/vsk. fyrir 5 x 6 fm. bogahús
Nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst hysi@hysi.is
Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 5, Kópavogi | Sími 497 2700
hysi@hysi.is | hysi.is | hysi.is