Bændablaðið - 21.09.2023, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023
LÍF&STARF
Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt fyrir töluverða rigningu.
Bændur og búalið létu það ekki slá sig út af laginu og gengu réttarstörf og rekstur heim eins og í sögu.
Um 3.500 fjár voru í réttunum. Skeiðaréttir voru svo haldnar daginn eftir, eða 9. september, í blíðskaparveðri.
Þar voru um 5.000 fjár í réttunum og mikill mannfjöldi. Allt gekk mjög vel fyrir sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson
var í báðum réttunum og fangaði stemninguna með meðfylgjandi ljósmyndum.
Skeiðaréttir voru haldnar laugardaginn 9. september. Um fimm þúsund fjár voru í réttunum. Ægir Lúðvíksson tók þessa drónamynd. Mynd / Ægir L.
Karl Jónsson frá Bjargi að draga í Hrunaréttum.
Fjallkóngur Skeiðarétta, Ingvar Hjálmarsson
á Fjalli. Hann var ánægður með ástandið á
lömbunum og fénu almennt.
Helgi Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi kom með
tvo hressa Breta í réttirnar, sem voru að kynna sér íslenska sauðfjárrækt
og kynnast réttarlífinu. Báðir hafa þeir unnið fyrir stjórnvöld í Bretlandi
á sviði landbúnaðarmála.
Árni Þór Hilmarsson var hress í Hrunaréttum en hann er m.a. með töluvert af forystufé í Syðra-Langholti.
Það voru allir brosandi í réttunum enda fátt skemmtilegra en
að vera innan um skemmtilegt fólk.
Jón K.B. Sigfússon mætti með myndavélina í Hrunaréttir 8. september
en hér er hann með Þorsteini Loftssyni, bónda í Haukholtum.
Þessar þrjár vinkonur voru vel gallaðar í rigningunni í
Hrunaréttum en þetta eru, frá vinstri, þær Heiðdís Hanna frá
Haukholtum, Sigrún frá Fossi og Kirsten, sem býr á Flúðum.
Gylfi Sigríðarsson í Steinsholti mætti flottur með hattinn sinn í Skeiðaréttir.
Birna Þorsteinsdóttir á Reykjum, bæ í næsta nágrenni við
Skeiðaréttir, stundum líka kallaðar Reykjaréttir.