Bændablaðið - 21.09.2023, Page 37

Bændablaðið - 21.09.2023, Page 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is TILBOÐSVERÐ 3.500.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ DFSK Arctic Transport 100 % Rafmagnsbíll Burður 1280kg Öll hjólin eru með beinni innspýtingu, rafmagnstýri, spili, dráttarkrók, handahlífum, sætisbaki, háu og lágu drifi með læsingu. Vökvabremsum, álfelgum og eru tveggja manna traktorsskráð. Nánari upplýsingar á www.nitro.is Vinnuþjarkar í leik og störf CFMOTO 1000 Nítró - Urðarhvarfi 4 - 557 4848 CFMOTO 520 Kr. 1.499.000,- Án vsk. Kr. 1.208.870,- Kr. 2.390.000,- Án vsk. Kr. 1.946.677,- Öll CST dekk með 20% afslætti út september. 20% AFSL ÁTTUR Riða er langvinnur og ólæknandi smit sjúkdómur sem veldur svamp- kenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu í sauðfé. Smitefnið er afar lífseigt prótein nefnt príon eða PrP. Skaðvaldurinn er hvorki baktería né veira. Í flestum vefjum dýra myndast heilbrigð príon, sem eru bundin við yfirborð frumna, mest við yfirborð taugafrumna í heila. Riðupríon heldur að mestu sömu efnasamsetningu og eðlilegt príon en hefur aflagast. Riðupríon fjölga sér með því að laga heilbrigð príon eftir sinni eigin mynd. Einkennin byrja að koma fram þegar skemmdir í heilanum magnast. Mjög langan tíma getur tekið að greina riðu eftir að kind sýkist. Talað er um kláðariðu, taugaveiklunarriðu eða lömunarriðu, eftir því hvaða sjúkdóms einkenni eru mest áberandi. Einkennin geta verið mismunandi frá degi til dags og getur sami gripur sýnt einkenni úr fleiri en einum einkennaflokki. Kindur geta bráðdrepist án þess að hafa sýnt nokkur einkenni, eða lifað langa ævi án þess að veikin komi fram. Sjúkdómurinn getur valdið miklum kvölum í sumum tilfellum. Meðal einkenna eru þrálátur kláði í höfði, aftanverðu baki, síðum og víðar. Sauðféð getur verið styggt og haldið sig til hlés, ásamt því að titra og gnísta tönnum. Jafnframt geta kindurnar misst stjórn á hreyfingum sem sést á því að þær sletta fótum til í gangi, bera fætur hátt og liggja mikið. Helstu smitleiðir eru í gegnum munn en getur líka borist í gegnum sár á meðgöngu. Smit getur borist á milli bæja með lifandi kindum, skít, áhöldum og heyi. Mesta smithættan er þegar kindur eru innandyra á sauðburði þar sem smitefnið í hildum og legvatni er margfalt á við aðra líkamsvessa og -vefi. Á svæðum, eins og á Norðurlandi, þar sem riða hefur verið landlæg í áratugi, leynist smitefni víða í jarðveginum. Því getur riða komið upp á bæjum sem hafa verið lausir við sjúkdóminn í áratugi. Engin aðferð er viðurkennd hérlendis til að staðfesta sjúkdóminn í einkenna- lausum lifandi gripum, þó aðferðir til þess séu í þróun. Því er enn nauð- synlegt að rannsaka heilavef til að skera úr um riðusmit. Engin lyf eða bóluefni eru til við sóttinni, en miklar vonir eru bundnar við útbreiðslu erfða- breytileika með mótstöðu gegn riðu. Fyrstu heimildir um riðu eru frá 1732, en mun hún þá hafa verið þekkt á Bretlandseyjum og nokkrum stöðum í Evrópu. Þaðan hefur hún breiðst um mest allan heim, en vitað er að hún finnst ekki í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og á Grænlandi. Riðan er talin hafa borist til Íslands með enskum hrúti af Oxfordshire Down kyni, sem var keyptur að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Þetta er eitt besta ullarkyn sem völ er á og stóð til að kynbæta íslenska stofninn með þessum innflutningi. Útbreiðslan varð mjög hæg fyrstu 75 árin og afmörkuð við Mið-Norðurland. Um miðja 20. öld fór riðu að verða vart víðar um land, sem mátti oft rekja til fjárskipta vegna annarra sjúkdóma eða heyflutninga af riðusvæðum. Mikil útbreiðsla komst á sjúkdóminn á áttunda og níunda áratugnum, en hefur hún greinst í öllum landshlutum, nema á mjög afmörkuðum svæðum. Riða getur ekki borist í fólk. /ÁL Heimildir: Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga (bls. 356-366); Keldur; MAST; Karólína Elísabetardóttir. Riðusjúk kind. Sjúkdómurinn barst til Íslands 1878. Mynd / Úr safni FRÆÐSLA REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Aktu á gæðum Hvað er ... riða?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.