Bændablaðið - 21.09.2023, Síða 40

Bændablaðið - 21.09.2023, Síða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 AUGLÝSING UM SKIPULAG ÍEndurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 Lýsingarferli skipulags- og matslýsingar er formlega lokið en Borgarbyggð óskar eftir að íbúar taki þátt í vefkönnun svo víðtækust sjónarmið komi fram. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar. Ugluklettur Borgarnesi - Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. september eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 36. gr. sömu laga. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Svæði fyrir þjónustustofnanir Þ4 – Leikskólinn við Ugluklett í Borgarbyggð. Breytingin tekur til aukningar á nýtingarhlutfalli á 10,8ha svæði fyrir þjónustustofnanir (Þ4) um 0,07, úr 0,1 í 0,17. Telst breytingin óveruleg. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst lýsing að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Hamar (lnr. 135401) Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. september að auglýsa lýsingu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Hótel Hamar í Borgarbyggð. Ofangreind lýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is frá 21. september. Opið er fyrir ábendingar til og með 5. október næstkomandi. Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulögum í Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. september 2023 að auglýsa eftirfarandi tillögu. Leikskólalóð og einbýlishúsalóð í Bjargslandi, Ugluklettur (lnr. 209804) Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 4. september 2023 að auglýsa eftirfarandi tillögur. Digranesgata 4 (lnr. 199193) - Brúartorg 6 (lnr. 135571)- Niðurskógur í landi Húsafells 3 (lnr. 134495) Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is frá 21. september. Opið er fyrir athugasemdir til og með 3. nóvember næstkomandi. Borgarbyggð, 21. september 2023 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. Áform stjórnvalda um kolefnishlutleysi hérlendis árið 2040 hafa mætt nokkrum efa, þó umhverfis- og auðlindaráðherra telji skrefið afar mikilvægt og komi Íslandi m.a. í hóp framsæknari ríkja sem sett hafa slíkt markmið í löggjöf sína. Um ræðir nýlegt hugtak í loftslagsumræðunni og felur í sér að eina leiðin til að draga úr alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga sé að draga úr losun eins hratt og hægt er á heimsvísu. Lýsir kolefnishlutleysi ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli hraða losunar og bindingar af mannavöldum og nettólosun því engin. Var frumvarpið lagt fram og samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar árið 2021 en helsta áskorunin er sú að draga þarf hratt úr losun og á meðan almenningur er almennt allur af vilja gerður til þess að leggja hönd á plóg mætti kynna betur þau skref sem og árangur þeirra skrefa sem hafa verið tekin. Hvað getum við gert betur og hvað gerum við næst? Í samtali við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra kemur fram að betur má ef duga skal. Aðspurður hvort hann telji frumvarp kolefnishlutleysis árið 2040 vera raunhæft spyr hann á móti hvort gullverðlaun Íslendinga á Ólympíuleikunum séu raunhæf. Jú, ef tekin eru markviss skref til árangurs. Réttast væri að setja sér smærri markmið innan þessa markmiðs sem kolefnishlutleysið er og leggja á sig heilmikla vinnu. Og það er spurningin – erum við tilbúin í það? Erum við tilbúin sem þjóð að leggja það á okkur að ná því markmiði sem frumvarpið setur fram? Rafvæðing bílaflotans þarf að ganga hraðar fyrir sig Bendir Þröstur á að helst hafi verið talað fyrir rafvæðingu bílaflotans. Samkvæmt aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum árin 2021–2025 kemur fram að fjölgun vistvænna ökutækja hafi aukist þó nokkuð á undanförnum árum og á árinu 2019 voru um 18% nýskráðra bíla annaðhvort hreinir rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Enn fjölgi þó bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á götum borgarinnar. Ef draga á verulega úr losun frá umferð þarf vistvænum ökutækjum að fjölga mun hraðar á næstu árum og ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneytum að fækka á methraða á sama tíma. Þegar horft er til 2040 og markmiðsins um kolefnishlutleysi er ljóst að allir geirar þurfa að draga nánast alveg úr losun, þar með talið vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, myndunar úrgangs og vegna orkunotkunar. „Þetta er auðvitað hluti þess sem við þurfum að líta til,“ segir Þröstur, en langt frá því að vera nóg. Það er ekki nóg að segjast vilja vera kolefnishlutlaus árið 2040 heldur þurfum við kort þangað. Einhvers konar mælikvarða og millimarkmið sem koma okkur á leiðarenda auk þess sem gæta þarf þess hugsanaháttar að líta framhjá þeim skrefum sem þarf, til að takmarkið náist, í stað þess að „ætla bara að hafa náð því árið 2040“ – en of margir virðast telja þetta gerast sjálfkrafa.“ Er raunhæft að auka skógrækt? Skógrækt er einn af þessum þáttum sem þarf að taka á og ég segi hiklaust já við þeirri spurningu – er raunhæft að auka skógrækt?“ segir Þröstur. Landsvæði sé nóg og nú eru æ fleiri einkaaðilar, fyrirtæki og einstaklingar að fara í skógrækt á sínum eigin jörðum. Þannig það er ekki aðallega ríkið sem er að auka skógrækt heldur einkageirinn. „Það þarf að koma fram, því það er að gerast,“ heldur hann máli sínu áfram. „Einkageirinn kemur afar sterkur inn og okkur hjá Skógræktinni finnst það jákvætt. Það sem er ekki endilega jákvætt er að margir einskorða sig einungis við að rækta birki sem bindur ekki sérstaklega vel. Þetta er innlend tegund sem fólki finnst skipta máli, en það skiptir engu máli! Skilvirkni og góður árangur er það sem skiptir heldur máli og því má vel nota erlendar tegundir.“ Til umhugsunar „Þegar upp er staðið er nóg land á Íslandi til skógræktar. En valfrjálsi markaðurinn er þannig að hægt er að selja kolefniseiningar og verðið á þeim þannig að það borgar sig að rækta skóg á Íslandi sem hægt er að fjármagna með sölu á kolefniseiningum. Þess vegna eru margir sem eru að fara í þetta. En við vitum ekki hvernig þetta muni þróast. Munu fleiri og fleiri koma inn, munu fleiri stökkva á vagninn þegar fleiri einingar eru seldar?“ /SP Skógrækt: Kolefnishlutleysi í kortunum? Kolefniseining : Kolefnisjöfnun Kolefniseining er eining sem gengið getur kaupum og sölum og felur í sér sönnun þess að losun á einu tonni koldíoxíðsígilda út í andrúmsloftið hafi sparast miðað við óbreytt ástand. Kaupandi slíkrar einingar getur notað hana til að sýna fram á að hann hafi kolefnisjafnað eitt tonn af eigin losun gróðurhúsalofttegunda (GHL), t.d. vegna raforku- notkunar, flugferða, bílferða o.s.frv. Við notkun þarf að afskrá viðkomandi einingu þar sem aðeins má nýta hana einu sinni til jöfnunar. Kolefnisjöfnun felst í því að einstaklingar eða lögaðilar bæti fyrir eigin losun gróðurhúsalofttegunda með því að fjármagna verkefni sem a) koma í veg fyrir losun á samsvarandi magni GHL annars staðar eða b) fjarlægja samsvarandi magn GHL úr andrúmsloftinu. Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri. Í DEIGLUNNI Undanfarið hefur umræða um kolefnisjöfnun farið hátt, en kolefnisbinding í skógum er einn hluti þess til gerður að verjast loftslagsbreytingum. Fór Skógræktin fyrir nokkru af stað með verkefnið Skógarkolefni þar sem viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt var komið á. Skógarkolefni tengir þannig saman nýskógrækt á Íslandi og valkvæðan kolefnismarkað. Landssamtök skógareigenda og Bændasamtök Íslands, í samstarfi við Skógræktina, standa nú fyrir verkefninu Kolefnisbrú. Felst samstarfið í sér undirbúning þess ferlis að koma upp skógi í þeim megintilgangi einmitt að binda kolefni, vottuðu eftir aðferðafræði Skógarkolefnis, verkefni undir hatti Skógræktarinnar sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt. Staðlar Skógarkolefnis Til að undirgangast staðla Skógar- kolefnis þurfa, samkvæmt vefsíðunni skogarkolefni.is, hlutaðeigandi að skrá verkefni sín og tilgreina nákvæma staðsetningu þeirra og langtímamarkmið. Fylgja löggjöf og stefnu um skógrækt til að tryggja að skógræktin sé sjálfbær og ábyrg og gera langtímaáætlun um ræktun, umhirðu og stjórn skóganna. Tryggja þarf að kolefnisbindingin sé mæld með viðurkenndum aðferðum, sýnt verði fram á að kolefnisávinningur verkefnisins sé viðbót við það sem hefði orðið á viðkomandi svæði ef ekkert hefði verið gert og að lokum þarf að viðhalda sannprófun meðan á verkefninu stendur. Eru staðlar þessir afar verðir, en hefur verkefnið fengið lof erlendis frá og vakið áhuga erlendra fjárfesta á nýskógrækt á Íslandi. Kolefnisbrúin sett á fót Skógræktin hefur rutt brautina til þessa. Stofnun Kolefnisbrúarinnar sameinar nú þetta hagsmunamál skógarbænda, kolefnisbindinguna, og í samvinnu við Bændasamtök Íslands er lagður enn meiri þungi á að gæta hagsmuna bænda sem hyggjast framleiða kolefniseiningar með skógrækt. Hafa tilvonandi skógræktar- bændur rekið sig á ýmsa þröskulda, t.a.m. kostnaðinn við nýskógrækt, auk þess sem undirbúningur kallar á sérhæfða þekkingu. Í framhaldinu þarf að fylgjast vel með framvindunni, mæla vöxt trjánna, votta og loks koma kolefniseiningunum á markað. Þetta er ferli sem er ekki á færi allra. Ferli til framtíðar Í samstarfi við bændur undirbýr Kolefnisbrúin ferlið og tekur þá til ýmissa þátta. Fyrst er land metið með tilliti til mögulegrar bindingar – gera þarf ræktunaráætlun fyrir svæðið. Í henni kemur meðal annars fram hvaða trjátegund hentar í hvaða landgerð, áætlað hversu vel þær muni vaxa og landið svo gróðursett. Nokkrum árum síðar er vöxtur ungu trjánna skoðaður og mældur. Ef allt gengur samkvæmt áætlun má votta mælingarnar og selja það kolefni sem bundið er í trjábolunum. Ein kolefniseining er skilgreind sem eitt tonn af kolefni í föstu formi, en fram kemur á vefsíðu Kolefnisbrúarinnar að „líkt og peningur er hver útgefin kolefniseining eins og ávísun á bundið kolefni í tilteknum skógi“. Víst er að skógrækt á sér allar forsendur hérlendis. Kolefnisbrúin á sér þá sýn að bændur framtíðarinnar rækti matvöru í skjóli skóga og búi þannig betur er kemur að fæðuöryggi á Íslandi. Timburiðnaður muni dafna og sveitir landsins njóta góðs af í formi búsældarlegs landslags og fjölbreyttrar byggðar á ársgrundvelli um land allt. /SP Skógarkolefni: Gott samstarf gulli betra Við grisjun fá þau tré sem eftir standa betra vaxtarrými. Mynd / SP.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.