Bændablaðið - 21.09.2023, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023
Í nýlegri stefnu stjórnvalda
í landgræðslu og skógrækt,
„Land og Líf“, er lögð mikil
áhersla á vistkerfisnálgun sem
kemur einnig fram í nýlegum
landbúnaðar- og matvæla-
stefnum matvælaráðuneytisins.
Að auki er vistkerfisnálgun
þungamiðja í alþjóðlegum stefnum
og markmiðum um umgengni við
auðlindir jarðar.
En hvað þýðir eiginlega
vistkerfisnálgun og hvernig tengist sú
nálgun starfsemi Landgræðslunnar?
Vistkerfisnálgun er þegar
stjórnun á notkun lands, lagar og
lifandi auðlinda er samræmd og
hvetur til verndunar og sjálfbærrar
nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi.
Vistkerfisnálgun stuðlar þannig að
jafnvægi milli verndunar vistkerfa,
sjálfbærri nýtingu og jafnri deilingu
ágóða. Vistkerfisnálgun leggur
áherslu á að þegar við nýtum
auðlindir náttúrunnar nýtum við
þær á þann hátt að við sköðum ekki
náttúruna eða framtíð okkar. Til þess
að gera þetta þurfum við að vernda
náttúruleg vistkerfi sem enn mega
teljast heilleg, nýta auðlindir með
sjálfbærum hætti og endurheimta
þau vistkerfi sem hafa hnignað.
Þó að hugtakið vistkerfisnálgun
sé nýtt af nálinni samræmist það vel
þeirri nálgun sem Landgræðslan
hefur haft að leiðarljósi í mörg ár.
Ef nýleg lög um landgræðslu eru
skoðuð sést einnig að þessi nálgun
er allsráðandi enda markmið laganna
„að vernda, endurheimta og bæta
þær auðlindir þjóðarinnar sem
fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og
tryggja sjálfbæra nýtingu lands“.
Landgræðslan hefur allt frá
stofnun sinni árið 1907 stundað og
stuðlað að endurheimt hnignaðra
vistkerfa. Hér áður fyrr var
áherslan á að stöðva sandfok og
frekari hnignun vistkerfa en í
dag hefur áherslan færst meira á
endurheimt náttúrulegra vistkerfa,
svo sem birkiskóga, votlendis og
mólendis. Jafnframt er áhersla
á að samþætta þurfi verndun og
endurheimt vistkerfa við önnur
umhverfismarkmið eins og baráttu
gegn loftslagsbreytingum og
verndun líffræðilegrar fjölbreytni.
Landgræðslan stuðlar að vernd og
sjálfbærri nýtingu auðlinda meðal
annars með ráðgjöf til landnotenda
og almennri fræðslu.
Lykilatriði í vistkerfisnálgun
er samráð og þátttökunálganir.
Landgræðslan hefur í gegnum árin
starfað náið með landnotendum og
landeigendum, m.a. í verkefnum
eins og Bændur græða landið,
Landbótasjóði og í GróLind.
Landgræðslan starfar einnig með ríki
og sveitarfélögum, veitir ráðgjöf,
skrifar umsagnir um skipulagsmál
og vinnur við svæðisáætlanir í
landgræðslu.
Vöktun og rannsóknir er
mikilvægur hluti af vistkerfisnálgun,
ef við ætlum að geta stýrt nýtingu
á sjálfbæran hátt verðum við að
skilja betur þær auðlindir sem við
nýtum og fylgjast með hvaða áhrif
aðgerðir okkar hafa, hvort sem það
er beitarnýting eða uppgræðslur.
Þannig lærum við og getum aðlagað
aðgerðir okkar eftir því. Rannsóknir
og vöktun eru þannig grunnurinn
að vönduðum og markvissum
vinnubrögðum.
Fimmtudaginn 21. september
tekur Landgræðslan þátt í málþingi
á vegum matvælaráðuneytisins
og Biodice um Vistkerfisnálgun
í umgengi við og nýtingu náttúru
Íslands. Málþinginu verður streymt
beint og hægt verður að hlusta á
upptökur eftir á. Ég hvet öll sem hafa
tök á að hlusta – til að fræðast meira
um þessa nálgun sem við sem nýtum
landið ættum að hafa að leiðarljósi.
Bryndís Marteinsdóttir,
sviðsstjóri á sviði sjálfbærni
og loftslags
LANDGRÆÐSLA
Hvað er vistkerfisnálgun?
Starfsfólk við feltvinnu og rannsóknir.
Búnaður sem notaður er við gas-
mælingar í votlendi.
Espihóll, Eyjafjarðarsveit - auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní 2023 að vísa aðal- og
deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs
deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á lóðinni Espilaut á landareigninni Espihóli,
í auglýsingu skv. 31. gr. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að nýtt 1,5 ha svæði verði skilgreint sem íbúðarsvæði
þar sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir íbúðarhús á óræktuðu landi.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi,
milli 21. september og 2. nóvember 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugsemdir við
skipulagstillögurnar til fimmtudagsins 2. nóvember 2023.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar,
Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulagsfulltrúi
Kostnaður við dýralæknaþjónustu
í örsláturhúsum getur hækkað
fyrirvaralaust. Skýr svör vantar
frá ráðuneyti.
Í reglugerð um heimaslátrun
er tekið fram að ríkissjóður greiði
kostnað við eftirlit dýralæknis,
en ráðherra geti breytt þeirri
grein með skömmum fyrirvara.
Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir,
bóndi í Birkihlíð, segist hafa sent
fyrirspurn á Svandísi Svavarsdóttur
matvælaráðherra um framtíð
þessarar reglugerðargreinar og fékk
þau svör að ekki standi til að gera
breytingar „að svo stöddu“, sem
hún segir of óljóst. „Að svo stöddu“
geti þýtt svo margt og finnst henni
í raun ótrúlegt að það sé yfir höfuð
verið að hugsa um að taka þetta út.
Kristján Þór Júlíusson,
fyrrverandi landbúnaðarráðherra,
hafi sett þessa grein inn óumbeðinn,
svo umhugað var honum að hjálpa
bændum, segir Ragnheiður. Þó svo
að kostnaður við dýralæknaþjónustu
Matvælastofnunar (MAST) sé
greiddur af hinu opinbera, þá er
hún gagnrýnin á að reikningarnir
sem sendir eru ríkissjóði séu ekki
bornir undir þau. Þau viti því ekki
hversu margir tímar eru skrifaðir
fyrir eftirlit hjá þeim.
Í nokkur ár hefur bændum verið
heimilt að stunda heimaslátrun og
selja sínar vörur, að undangengnum
ýmsum skilyrðum. Enn sem komið
er hafa einungis tveir bæir nýtt sér
þessa heimild, Birkihlíð í Skagafirði
og Grímsstaðir í Borgarfirði.
Rafrænt eftirlit hagkvæm lausn
Ragnheiður sendi einnig erindi á
ráðuneytið þar sem hún vill skoða
möguleikann á að stunda rafrænt
eftirlit með heimaslátrun. Þar með
tækist að halda kostnaði niðri og
dýralæknar hefðu möguleika á
að fylgjast með fleiri slátrunum
á skemmri tíma. Svarið sem hún
fékk var á þá leið að rafrænt eftirlit
rúmist ekki innan löggjafarinnar
og var vísað til reglugerða frá
Evrópusambandinu (ESB).
Ráðuneytinu sé kunnugt um
stefnumótunarvinnu á vettvangi
ESB sem miði að þróun í þessum
málum og sé fylgst vel með því
Takmarkanir geti fylgt því að
dýralæknir þurfi alltaf að mæta
á staðinn eins og staðan er núna.
Ragnheiður nefnir tilvik þar sem
dýralæknirinn hafi tafist þegar þau
áttu að hefja slátrun. „Við þurftum
að bíða í einn og hálfan klukkutíma
með okkar menn og við máttum ekki
byrja þar sem hann var ekki búinn
að leggja blessun sína yfir lifandi
lömbin. Þá dróst allt og við sátum
bara þarna,“ segir Ragnheiður.
Einnig sé rétt að spyrja þeirrar
spurningar hvort þörf sé á svo
miklu eftirliti, því Ragnheiður segir
bændur hafa orðsporið að veði. Þeir
hafi því engan hag af því að setja
vörur á markað sem komi af sýktum
dýrum. „En ESB stjórnar nú bara
ýmsu hér á landi.“
Kjötvinnslan ber sig
Uppbyggingin sé kostnaðarsöm
en á móti hafi veltan aukist á
búinu. ,,Við fengum styrk frá
Framleiðnisjóði landbúnaðarins
þegar við vorum að byggja upp
okkar kjötvinnslu og munaði um
það,“ segir Ragnheiður. Nú sé þessi
sjóður ekki til í sömu mynd, sem
henni þykir missir.
Kjötvinnslunni fylgir mikil
vinna, en Ragnheiður spyr hvort
ekki sé betra að minnka vinnu
utan bús til að geta sinnt sinni
framleiðslu frá upphafi til enda.
Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson, bændur í
Birkihlíð. Myndir / Aðsendar
Heimaslátrun:
Kallað eftir rafrænu eftirliti
Í DEIGLUNNI