Bændablaðið - 21.09.2023, Page 50

Bændablaðið - 21.09.2023, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Sömu tækifæri um allt land LESENDARÝNI Námsferð nema Garðyrkjuskólans Þann 19. ágúst sl. héldu af stað 24 nemendur í námsferð til Danmerkur. Ferðinni var heitið á Blomsterfestivalen í Óðinsvéum en þar er árleg blómahátíð. Í einmuna blíðu var sunnudeginum varið í að skoða sýninguna, en allur miðbærinn var undirlagður af margs konar blómaskreytingum og garðlistaverkum og fjöldi fólks og fyrirtækja kom að sýningunni. Margs konar sölubásar með plöntum, verkfærum og handverki eru ómissandi þáttur af sýningunni. Mánudaginn 21. ágúst var ferðinni heitið í GASA group, en það er heildsali og dreifingaraðili fyrir blóma- og plöntuframleiðendur um öll Norðurlönd og víðar. Þar fengum við að kynnast starfseminni, skoða húsnæðið þeirra og fræðast um það hvernig starfsemin yrkju fer fram. Þegar heimsókninni hjá þeim lauk var haldið í Kortegaard, sem er garðstöð sem sérhæfir sig í framleiðslu götutrjáa. Þar fengum við að skyggnast inn í verkferla í framleiðslu sem við þekkjum ekki hérlendis. En þetta fyrirtæki ræktar tré fyrir sveitafélög og garðyrkjufyrirtæki sem vilja fá ákveðnar tegundir í ákveðinni hæð og panta tré mörg ár fram í tímann. Þriðjudaginn 22. ágúst skiluðum við af okkur herbergislyklum á hótelinu í Óðinsvéum og héldum af stað með rútu til Hunsballe grönt. Claus Hunsballe tók þar á móti okkur, en hann er garðyrkjubóndi sem ræktar fyrst og fremst jarðarber, bæði hefðbundin og lífræn, ásamt því að rækta lauk í knippum, kúrbít og hnúðsellerí. Þarna skoðuðum við húsin sem hann ræktar jarðarberin í, en þau eru aðeins stærri í sniðum en við þekkjum hér heima og má nefna sem viðmið að fyrsta húsið sem við skoðuðum hjá honum er 1 hektari að stærð og það er bara eitt hús af mörgum. Næst lá leiðin í Tækniskólann í Hróarskeldu, Roskilde tekniske skole, þar kynntum við okkur garðyrkjudeildina og fræddumst um þær námsleiðir sem eru í boði. Line Juliane Ronne leiddi okkur um skólann þar sem við fengum að skoða margbreytilegar vélar og tæki sem nemendur fá að nota í sínu námi, ásamt gróðurhúsum og ræktunarsvæðum utandyra sem eru mjög vel búin til kennslu. Síðasta stoppið okkar var svo í Skovskolen, sem er hluti af Kaupmannahafnarháskóla. Þar tók Bent Jensen á móti okkur og byrjaði á að fræða okkur um sögu skólans. Skovskolen kennir allt sem við kemur skógum og viðhaldi skóga, trjáklifur, umgengni við veiðidýr og skógnytjar. Svo fór hann með okkur um svæðið og tók smá verklega kennslu í að saga með langsög. Að lokinni skoðunarferð um svæðið bauð Bent okkur svo í mat í mötuneyti skólans. Í lok dags héldum við svo til Kaupmannahafnar þar sem við gistum síðustu tvær næturnar. Það sem eftir var ferðar var frjálst og nýttu nemendur í að skoða Grasagarðinn í Kaupmannahöfn, Kongens have, tívolígarðinn og fleira garðyrkjutengt, eftir áhugasviði hvers og eins. Okkur er ljóst eftir þessa ferð að möguleikarnir í garðyrkju eru endalausir, það þarf einungis vilja og hugmyndaflug. Danir eru töluvert framar en við í mörgu og getum við svo sannarlega nýtt okkur það og lært af þeim. Það á ekki bara við um garðyrkjustöðvarnar heldur líka aðstöðu og búnað garðyrkjuskólanna þarna ytra sem er margfalt betri en hér á Íslandi. Við þurfum að fá stjórnvöld til þess að fjárfesta í grænni framtíð og uppbyggingu Garðyrkjuskólans á Reykjum. Jóhanna Hjaltadóttir og Helena Stefánsdóttirnesdekk.is / 561 4200 Fiskislóð 41 101 Reykjavík 561 4110 Tímabókun Skeifan 9 108 Reykjavík 590 2098 Tímabókun Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Tímabókun Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Tímabókun Austurvegur 54 800 Selfossi 590 2095 Tímabókun Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Tímabókun Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Tímabókun Bókaðu tíma fyrir bílinn þinn og skoðaðu dekkjaúrvalið á nesdekk.is DEKK FYRIR FJÓRHJÓL OG BUGGY Toyo MT/SXS Radíal - Buggy bílar Tryggir gott grip á slóðum, ójöfnu yrborði og drullu. Bighorn 1 & 2 Radíal fjórhjóladekk Með breiðan snertiöt tryggir jafnt og gott grip. Hentar í nánast allt undirlag, sand, drullu og snjó. Carnivore Radial - Buggy bílar Gróft mynstur sem tryggir gott grip á klettum, rótum, sandi og drullu. Hentar í ölbreitt undirlag. Liberty ML3 Radíal - Buggy bílar Hentar fyrir þunga hleðslu. Mynstur á dekki gefur jafnt og gott grip. Nesdekk er umboðsaðili á Íslandi Ánægðir nemendur eftir einstaklega lærdómsríka daga og góðar móttökur í Danmörku. Myndir / Helena S. Stefánsdóttir Í Tækniskólanum í Hróarskeldu var margt að sjá og fjölbreyttur tækjakostur var ákveðið menningarsjokk. Á Blomsterfestivalen í Óðinsvéum var fjölbreytt upplifun fyrir allan aldur. Ísland eignaðist nýlega einhyrning, frumkvöðlafyrirtæki sem er metið á yfir einn milljarð bandaríkjadala. Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem nýtir sér auðlindir sjávar í þeim tilgangi að útbúa lækningavörur, var stofnað og byggt upp á Ísafirði og selt fyrir metfjárhæð. Kerecis hefði ekki byggst upp á Vestfjörðum ef þar væri ekki fyrir vel menntað fólk sem hefur umsjón með rannsóknum, þróun og framleiðslu. Sumt af því fólki hefur þurft að flytja landshorna á milli og jafnvel til annarra landa til að verða sér úti um menntun. Aðrir hafa haft kost á því að nýta sér fjarnám og þannig fengið tækifæri til að búa sér og fjölskyldum sínum heimili í heimabyggð á meðan það viðar að sér ómetanlegri þekkingu og færni. Ef fólkið sem fór burt hefði ekki komið aftur hefði Kerecis líklega aldrei orðið að því sem það varð. Að sama skapi þarf öll þjónusta að vera til staðar í nærsamfélagi, þar með talin heilbrigðisþjónusta. Ljósmæður á Norðurlandi og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa nýlega vakið athygli á því að ljósmæðrum fjölgar lítið fyrir norðan eftir að fjarnám í ljósmóðurfræðum var lagt niður fyrir 15 árum. Fæðingarþjónusta er lykilatriði í því að halda byggð í landinu en það eiga þess ekki allir kost að flytja milli landshluta með börn og buru til að leggja stund á það nám sem hugurinn leitar til. Það hefur greinilega orðið raunin með ljósmóðurfræðina. Árangurstengd fjármögnun Í nútímasamfélagi gefast þó ýmis tækifæri til að stunda ýmiss konar fjarnám og fjarvinnu, en betur má ef duga skal. Sjálf hef ég ferðast um landið og sett upp skrifstofu ráðherra óháð staðsetningu á kjörtímabilinu. Það hefur verið mér dýrmætt að hitta og tala við fólk um land allt og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Oft er mikill samhljómur í þeim málum sem fólk viðrar en eitt atriði stendur þó upp úr; ákall um aukið fjarnám á háskólastigi. Það er eðlilegt ákall því fjarnám er nauðsynlegt svo að byggðir landsins blómstri og að fólk geti valið að búa þar sem hjarta þeirra slær. Fyrr í vikunni kynnti ég áform um gagngera breytingu á fjármögnun háskóla á Íslandi þar sem farið er úr ógagnsæju og m a g n d r i f n u kerfi frá 1999 í árangurstengda f j á r m ö g n u n . Um árabil hefur verið kallað eftir e n d u r s k o ð u n á kerfinu til að auka skilvirkni og gæði háskólanna. Kerfið hefur hingað til ekki búið til þá hvata sem eru forsenda meiri árangurs háskólanna. Breytingarnar fela í sér að fjármögnun til kennslu og rannsókna verða árangurstengdar ásamt því að í fyrsta sinn er kynnt til leiks sérstök fjármögnun til að mæta samfélagslegu hlutverki háskóla, sem m.a. felst í nýsköpun í kennslu sem og að jafna tækifæri til náms óháð búsetu, uppruna og samfélagsstöðu. Þetta þýðir að með nýju skipulagi myndast í fyrsta skipti hvati fyrir háskólana í landinu til að efla fjarnám og bjóða ný tækifæri fyrir fólk um allt land. Í stað þess að skólarnir sjái aukið fjarnám sem byrði eða óyfirstíganlegt verkefni verður þeim nú beinlínis umbunað fyrir að bjóða upp á slíkt og styrktir til að efla námsframboðið. Í samræmi við byggðasjónarmið og áherslur um að menntun verði gert hátt undir höfði í öllum landshlutum sem og velsældaráherslu ríkisstjórnarinnar, þá verður í fyrsta sinn sérstök fjármögnun til eflingar byggðar fyrir landsbyggðaháskóla sem bjóða upp á staðnám. Þetta er mikilvægt til að gæta að háskólasamfélögum um allt land vegna smæðar skólanna og eðli náms svo sem á sviði búvísinda, sem er dýrara nám en stærri skólar bjóða upp á á höfuðborgarsvæðinu Í fólki um allt land býr kraftur, sköpunargáfa og hæfileikar. Fái landsmenn allir tækifæri til að efla sig enn frekar í háskólanámi í sinni heimabyggð – hvort sem það er færni í að aðstoða fæðandi konur og bjóða nýja einstaklinga velkomna í heiminn, umbreyta fiskroði í lækningamátt – eða eitthvað alveg nýtt – þá munu heimabyggðir þeirra fá að njóta afrakstursins og byggð blómstra um allt land. Við höfum öll hagsmuni af því og það mun auka lífsgæði hér á landi enn frekar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.