Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 21.09.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 LESENDARÝNI Þúsund tonna kornþurrkstöð í Eyjafirði of lítil Í vor vann ég lokaverkefni mitt í búvísindum við Landbúnaðar­ háskóla Íslands. Fjarðakorn, korn­ ræktarfélag í Eyjafirði kom með hugmynd að verkefni sem var að skoða fýsileika og hagkvæmni þess að reisa kornþurrkstöð í Eyjafirði. Áhugi á eflingu kornræktar hefur aukist að undan­ förnu, bæði meðal bænda og ráða­ manna, en inn­ viðir fyrir greinina eru takmarkaðir. Rakastig korn­ tegunda við þreskingu er oft of hátt fyrir langtímageymslu. Á Íslandi er korn oft skorið við 25–40% rakastig en hámarks rakastig korns svo það sé geymsluhæft í eitt ár er 14,5%. Með því að fjarlægja vatnið úr korninu, lækkar vatnsvirkni þess og örverur geta því ekki vaxið og spillt korninu. Einnig er hægt að votverka korn en meirihluti af korni á Íslandi er votverkaður (60%). Votverkun hentar þó ekki til dæmis í kjarnfóður­ og matvælaframleiðslu en til þeirrar notkunar þarf að þurrka það. Kornþurrkun fer fram með því streyma miklu magni af lofti um kornið. Hægt er að stytta þurrktímann bæði með því að hækka hitastig loftsins sem blásið er um kornið og með auknum blásturshraða. Of hátt hitastig loftsins getur hins vegar skemmt kornið og dregið úr spírunarhæfni þess. Bæði er hægt að nota olíu og gas til að hækka hitastig þurrkunarloftsins. Á Íslandi er víða að finna heitt vatn sem má nýta til þurrkunar á korni og getur verið talsvert ódýrara heldur en að nota til að mynda olíu. Þurrkun korns er ein orkufrekasta aðgerð landbúnaðar í löndum tempraða beltisins. Í byggræktun í Finnlandi er þurrkun um 30% af beinum orkukostnaði framleiðslunnar. Þrátt fyrir það er þurrkun korns mest notaða verkunaraðferðin í Finnlandi og er um 85–90% af kornuppskerunni þurrkuð. Kornþurrkarar Þegar það kemur að vali á kornþurrkara þarf að hafa í huga að þurrkarinn nái að anna afköstum þreskivélanna. Að hafa tækja­ og mannafla aðgerðalausan er kostnaðarsamt sem, eðli málsins samkvæmt, tefur kornskurðinn. Hægt er að flokka kornþurrkara í gerðir eftir uppbyggingu og virkni þeirra. Þannig má skipta þeim í lotuþurrkara (e. batch load), gegnumstreymisþurrkara (e. continuous­flow) og hringrásar lotuþurrkara (e. recirculating dryers). Í gegnumstreymisþurrkurum er korni dælt í gegnum þurrkarann og það þurrkað samstundis. Þetta er afar orkufrek aðferð til að þurrka korn en helsti kostur þessara þurrkara er sá að hann getur tekið við miklu magni af korni á stuttum tíma. Einhver hætta er á skemmdum á korninu sökum þess hve hröð þurrkunin er en hægt er að koma í veg fyrir það með réttum stjórnunarháttum. Lotuþurrkarar virka þannig að ákveðinn kornskammtur er settur inn í þurrkarann og sá skammtur þurrkaður í einni lotu. Tíminn sem fer í að fylla og tæma þurrkarann nýtist ekki til þurrkunar og þurrkunin getur orðið ójöfn þar sem kornið sem er næst loftinntakinu þornar meira en kornið sem er fjær því. Hringrásarlotuþurrkarar eru síðan í raun blanda af lotuþurrkara og gegnumstreymisþurrkara. Þeir virka þannig að kornið sem er á botninum er flutt með snigli, lyftu eða sambærilegu efst í sílóið. Með því að halda korninu á hreyfingu í þurrkaranum verður rakastig, þurrkaða kornsins einsleitara. Hringrásin á korninu er sérstaklega þörf þar sem rakastig korns við uppskeru er mismunandi. Í Norður­Evrópu er þetta algegnasta gerð þurrkara. Eyfirðingar ættu að huga að stækkanlegri 2.000 tonna stöð Verkefnið mitt var tilviksrannsókn. Tilviksrannsókn er fræðileg athugun á tilteknu máli, manneskju, hóp eða atviki í raunverulegum kringumstæðum. Þó það sé ekki hægt að draga almenna ályktun um uppsetningu þurrkstöðva út frá verkefninu, má hugsanlega nýta svipaðar aðferðir og notaðar voru í verkefninu til að skoða önnur sambærileg atvik. Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika og hagkvæmni kornþurrkstöðvar í Eyjafirði. Kornræktendum í Eyjafirði hefur þó einnig verið boðið að þurrka korn sitt í graskögglaverksmiðju við Húsavík sem til stendur að reisa. Viðbót við verkefnið var því að meta flutningskostnað bæði fyrir þurrkstöð í Eyjafirði og Þingeyjarsveit og bera saman. Unnið var út frá sviðsmynd núverandi ræktunar og einnig hámarksræktun ef uppbygging til kornræktar tækist vel. Spurningalisti var sendur út á kornræktendur í Eyjafirði meðal annars til að finna út núverandi ræktun. Þeir bændur, sem sögðust myndu nýta sér þurrkarann yrði hann reistur, rækta um 1.250 tonn. Sömu bændur myndu rækta að hámarki um 2700 tonn ef uppbygging kornræktar tekst vel til. Ríflega 60% af þeim sem svöruðu spurningalistanum voru tilbúnir að leggja til hlutafé í stöðina. Flutningskostnaður við að flytja korn til og frá Húsavíkur voru um 5,9 kr/kg samanborið við 2,3 kr/kg ef kornið var flutt að Syðra­Laugalandi í Eyjafirði þar sem ný kornþurrkstöð yrði líklega reist ef til kæmi. Þó er hagkvæmara að flytja kornið til Húsavíkur heldur en að þurrka það í 1.000 tonna stöð á Syðra­Laugalandi vegna lægri þurrkkostnaðar í graskögglaverksmiðjunni. Hins vegar er 2.500 tonna stöð í Eyjafirði hagkvæmari heldur en að flytja kornið til Húsavíkur en miðað við núverandi framleiðslu væri ekki hægt að fullnýta þá stöð. Hægt er að lesa verkefnið í heild sinni sem og önnur áhugaverð lokaverkefni nemenda Landbúnaðar háskóla Íslands inni á skemman.is, safni námsritgerða og rannsóknarita. Oddleifur Eiríksson, höfundur Helgi Eyleifur Þorvaldsson, leiðbeinandi Oddleifur Eiríksson. Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar sem fram fór frumsýning á kvikmyndinni Konungur fjallanna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur á Landmanna afrétti, lét gesti sína bíða eftir sér eins og alvöru kvik mynda stjarna. Mikil eftir­ vænting lá í loftinu og smalar og vinir fjallmannanna voru mættir. Ekkert er jafn heillandi eins og göngur og réttir á haustin. Myndin fangaði vel ævintýrið um líf og starf sauðfjárbóndans frá sauðburði til rétta. En hæst reis myndin við smalamennsku í einu fegursta fjalllendi Íslands inn við Landmannalaugar og Hekla er drottning öræfanna þar sem fjallkóngurinn Kristinn Guðnason stýrir liði sínu til smalamennsku. Myndin sýnir vel töfra íslenskrar náttúru, þar sem smalinn fer um fjöll og firnindi, sundríður ár og rekur lagðprúða hjörðina til rétta. Fjallkóngurinn er sögumaður myndarinnar. Þar bregst Kristinn ekki, af hógværð og festu segir hann söguna. Kristinn er sannur bóndi og rekur af tilfinningu, þann unað sem smalamennskur, sauðkindin og hesturinn gefur bóndanum. Hann ann afrétti sínum og í 42 ár hefur hann stýrt liði sínu og farið í smalaferðir í ein sextíu ár. Gestir kóngsins og smalanna eru svo fólk frá mörgum þjóðlöndum, margir koma aftur haust eftir haust. Hver sá sem horfir á þessa mynd skilur á eftir hvílík menning er fólgin í smalamennskum um afrétti landsins. Hestar og menn svitna saman og gleðin yfirgnæfir allt erfiði. Myndinni er leikstýrt af Arnari Þórissyni og framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir. Tónlist er í höndum Úlfs Eldjárn og hljóð Péturs Einarssonar. Þessa kvikmynd verða allir að horfa á og hana ætti að sýna í skólum landsins. Myndin er ákall um forna og nýja menningu og landbúnað sem er einstakur á veraldarvísu. Ég skora á Sunnlendinga að njóta kvikmyndarinnar Konungur fjallanna í Bíóhúsinu á Selfossi næstu vikur. Enn fremur verður hún sýnd í Laugarásbíói í Reykjavík. Myndin kallar á fjölskylduferð í bíó. Guðni Ágústsson Guðni Ágústsson. Kvikmyndin Konungur fjallanna Opið bréf til forsætisráðherra Nú styttist í jólin og í nýtt ár. Í landinu okkar eins og öðrum löndum um heiminn er fólk með ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega sjúkdóma. Þessir sjúkdómar sem ég er að tala um er til að mynda krabbamein í sínum mörgum myndum, flogaveiki, MS, Alzheimer, MND, geðklofi, geðhvarfasýki, einhverfa, offita, hjartasjúkdómar og lömun svo eitthvað sé nefnt. Þetta fólk getur ekki unnið og verður að reiða sig á ríkið til að halda húsi yfir höfði sér og mat ofan í sjálft sig og fjölskyldu sína. En málið er að 270 til 290 þúsund eða minna getur engan veginn hjálpað þessu fólki á mánuði nema að borga hluta af reikningum sínum, þegar það er búið að borga 150 þúsund til 200+ í leigu. Það er mikil fátækt á Íslandi og því miður er Ísland ekki besta landið lengur í heiminum á okkar tímum. En ríkisstjórnin virðist loka augunum fyrir fátækt og erfiðleikum bæði öryrkja og eldri borgara og velja að horfa í hina áttina og gleyma okkur. Já, ég er líka á örorkubótum vegna flogaveiki og móðir mín vegna krabbameins. Ég er með spurningar til þín, Katrín. Ætlar þú og ríkisstjórnin að gera eitthvað í desember fyrir öryrkja? Hversu mikil verður hækkunin á örorkubótum í janúar 2024? Mig langar til að fá að draga upp mynd af einum aðstæðum öryrkja. Ímyndaðu þér einstæðu feðurna þar sem lögheimilið er hjá barnsmóður eða öfugt. Þeir eða þær fá ekkert frá ríkinu með börnunum sínum. Öryrkjar með þrjú börn jafnvel, eins og svo algengt er í dag. Hvernig gengur það upp? Svarið er að það gengur ekki upp. Hvenær fá öryrkjar að vera áhyggjulausir? Kvíðalausir, lausir við ótta um að missa allt og lenda á götunni því ríkið vill ekki hjálpa þeim? Ég tók bensín á bílinn fyrir 5 þúsund og fékk 15 lítra. En það er svo sem ekkert miðað við matvöruverð, afborganir af leigu, húsnæðislánum og/eða öðru. Það er bersýnilegt að í augum ríkisstjórnar Íslands eru öryrkjar þriðja flokks borgarar. Eða það er allavega upplifun margra okkar. Ég verð bara að vera pínu beinskeyttur við þig, Katrín, því ég hef bara heyrt orð en ekki séð nein verk í þágu öryrkja og eldri borgara. Öryrkjar þurfa að staðfesta reglulega til Tryggingastofnunar að þeir séu enn þá lamaðir, enn þá með MS og flogaveiki til að fá krónurnar sínar frá ríkinu. Staðreyndin er sú að miðað við hækkun matvara í landinu, bensíns, leigu og alls annars að þá þurfa öryrkjar lágmark 450 til 500 þúsund á mánuði til að eiga fyrir leigu, afborgunum, mat og öðru út mánuðinn. Öryrkjar og allt fólkið í landinu er á dýrasta leigumarkaði sem ég hef fundið miðað við önnur lönd. Stendur þú enn þá fyrir jöfnuði, Katrín? Er þetta velferðarkerfi sem við búum í? Ertu til í að gera eitt fyrir mig? Hugsaðu þegar þú gekkst fyrst inn á þing. Hverjar voru hugsjónir þínar þá? Hverju vildir þú virkilega breyta og gera betra? Mínar hugsjónir eru allavega ,,Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Jöfnuður. Velferðarríki. Ertu enn þá vinstri græn? Ertu kona fólksins í landinu? Þá meina ég alls fólksins í landinu. Ekki bara þá sem eiga stór ítök í bönkunum og tengjast stórum og sterkum fjölskylduböndum. Inga Sæland alþingiskona hefur gert hvað eitt mest fyrir aldraða og öryrkja í landinu. Hún er stórkostlegasti alþingismaður síðasta áratugar í sögu Íslands. Það munu allir muna eftir henni löngu eftir að hún kveður þetta jarðlíf því hún er samkvæm sjálfri sér og stendur við orð sín þó margir reyni að berjast á móti henni. Inga Sæland er sjálfri sér trú og fólkinu í landinu. Ég bið þig innilega að taka hana til fyrirmyndar og hjálpa fólkinu í landinu sem þarf á því að halda, Katrín. Því þetta fólk, Katrín, reiðir sig allt á þig og ríkisstjórn Íslands. Þú bókstaflega, ásamt Alþingi, hefur líf okkar og lífsgæði í höndum þar. Virðingarfyllst, Gísli Hvanndal Jakobsson, tveggja barna faðir, með sjúkdóminn flogaveiki. Dagbjört Gísladóttir og Gísli Hvanndal Jakobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.