Bændablaðið - 21.09.2023, Síða 58

Bændablaðið - 21.09.2023, Síða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. september 2023 Rauðbrystingur er enn einn fuglinn sem verpir ekki á Íslandi en stoppar hér engu að síður í nokkurn tíma á ferð sinni milli vetrar- og varpstöðva. Slíkir fuglar kallast gjarnan fargestir eða umferðarfuglar. Þessi meðalstóri vaðfugl er með varpstöðvar á Grænlandi og íshafseyjum Kanada. Vetrarstöðvarnar eru hins vegar í Vestur-Evrópu og Vestur-Afríku. Þetta er þó nokkurt ferðalag og er Ísland mikilvægt stopp á leiðinni eins og er algengt meðal þeirra fargesta sem koma hér við á ferð sinni milli varp- og vetrarstöðva. Rauðbrystingur sækir í leirur og þangfjörur þar sem hann leitar að skordýrum, skeldýrum og krabbadýrum. Endrum og sinnum sjást þeir líka inn til landsins. Þeir eru ákaflega félagslyndir og sjást oft í gríðarstórum hópum sem geta skipt þúsundum. Mynd og texti / Óskar Andri Víðisson FRÆÐSLA Tíska: Dress í anda Yellowstone Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsins, með yfirskriftinni: Kúrekaföt og prjónaðar sokkabuxur í tísku fyrir veturinn og vorið. Þá reið bandarísk kúrekatíska yfir veröldina, allt frá beinsniðnum gallabuxum, kúrekahöttum og tilheyrandi jökkum. Kemur fram í greininni að þær konur sem kjósa síður að klæðast buxum megi bera grófar sokkabuxur við kjóla eða pils. „Sem betur fer fyrir okkur á þessu skeri eru nú í tízku þykkar mjög grófar sokkabuxur, jafnvel prjónaðar. I tízkuritum segir að þessar sokkabuxur eigi einnig að vera i mörgum og skærum litum og eigi konurnar að vera í gamaldags prjónaleistum utan yfir. Leistana á síðan að bretta niður á hálfhá stigvél eða ef verið er í síðbuxum að gyrða þær niður í leistana.“ Bendir greinarhöfundur á að sokkabuxur sem þessar megi sem best fitja upp á sjálf/sjálfur og þá um 60 lykkjur fyrir konur í meðalstærð. Lengd fer auðvitað svo eftir stærð þess sem mun klæðast sokkabuxunum. Ekki fer sögum af hvernig almennt gengur að prjóna sokkabuxur svo vel fari en eflaust eru einhverjir lagnir við slíkt. Yellowstone (þjóðgarðurinn) Í dag er ekki annað hægt að segja en kúrekatískan sé farin að kitla marga, eins og vant er með reglulegu millibili. Tískufrömuðir vilja helst meina að þessar stundirnar sé það helst vegna áhrifa einna vinsælustu þáttaraðar Netflix um þessar mundir – Yellowstone. Fjalla þættirnir – sem hefur verið líkt við vestræna útgáfu af The Sopranos – um Dutton-fjölskylduna sem rekur nautgripabúgarð í bandaríska ríkinu Wyoming. Þar á fjölskyldan í erjum við hina og þessa en deilt er um landamæri eigna, við nágranna, indíána, byggingaverktaka svo eitthvað sé nefnt. Fyrir áhugasama má víst horfa á þættina í sjónvarpi Símans en einn aðalleikara er enginn annar en Kevin Costner (sem er í furðu góðu formi miðað við aldur). Ríkið Wyoming er annars hvað þekktast fyrir Yellowstone-þjóðgarðinn, sem er fyrsti og elsti þjóðgarður heims, stofnaður árið 1872, og má rekja upphaf skipulegrar náttúruverndar beinustu leið til hans. Í þjóðgarðinum má finna heita hveri á borð við einn frægasta goshver heims, „ Old Faithful“, sem fær nafn sitt af því hve hann gýs reglulega. Áhugavert er að á meðan þarna er að finna mikið skóglendi urðu yfir 3.000 ferkílómetrar fyrir skógareldum árið 1988. Til þess að virkja betur vöxt trjáa eftir þau ósköp, var tekin sú ákvörðun, um 10 árum seinna, að úlfar voru fluttir í þjóðgarðinn, en þeim hafði verið útrýmt þar á þriðja áratug 20. aldar. Breytingar urðu á gróðurfari í kjölfarið og uxu ösp og víðir í meira mæli þar sem úlfarnir höfðu áhrif á staðsetningu grasbíta sem nörtuðu áður í trén. Klæðnaður alvörukúreka Fyrir þá sem taka kúrekatískuna alvarlega má finna tillögur á aragrúa vefsíðna hverju helst á að klæðast. Ef um alvarlega fjárfestingu er að ræða þykir ráðlegast að byrja á því að festa kaup á Stetson kúrekahatti, einu vandaðasta merki kúrekahatta. Annað vandað merki, sem hóf göngu sína á vegum borgarinnar Dallas árið 1927, ber nafnið Resistol. Var nafnið leikur að orðum, en þar er vitnað í enska orðið resistance enda á hatturinn að gagnast í öllu veðri. Fyrir smarta kúreka af öllum kynjum, má smella sér á Ralph Lauren gallaskyrtu, en öllu þekktari í hópum harðsvíraðra kúreka er merkið Ariat. Það verður þó með sanni að segjast að skyrturnar eru keimlíkar en þetta er allt spurning um hvort fólk er atvinnukúrekar eða helgardjammarar í kúrekalíki. Ariat skyrturnar eru öllu ódýrari, eða um þriðjungur þess sem þarf að punga út fyrir RL skyrtuna. Nú, svo verður að nefna tegund skyrtu frá merkinu Filson sem hefur verið kúrekum innan handar síðan fyrir þarsíðustu aldamót (1897 ATH.). Þar ber hæst þykk bómullarskyrta undir nafninu „Moleskin Seattle Shirt“ og er hún talin hvað endingarbest allra skyrtna. Er merkið Ariat aftur á vörum manna er kemur að skófatnaði og eftir lýsingunni að dæma komast engin önnur kúrekastígvél með tærnar þar sem þau hafa hælana. Frá þeim koma handgerð stígvél meistara Leonborgar Mexíkó, en sú borg er annáluð fyrir listræna og vandaða handverksmenn. Fyrir áhugasama má leita eftir nafninu Stillwell cowboy boot a vefsíðu Ariat, en þau eru gerð úr úrvals amerísku buffalóleðri, með tvöföldum hæl, táfýluvörn og sterkum sóla og ekki víst að nokkurt skótau eigi þar sinn líka. Óþvegnar gallabuxur og prjónaskapur Að endingu verður að taka fram að hér hefur verið farið lauslega yfir fatnað ætluðum öllum kynjum og fyrir þá sem kjósa að ganga í kjólum fer ekki sögum af handprjónuðum sokkabuxum á vefsíðum tískunnar. Gallabuxur má hins vegar finna hvar sem er, aðalatriðið er að þær séu alls ekki úr teygjuefni, heldur endingargóðu gamaldags denimefni. Taka skal fram að þær fara best ef þær eru ekki þvegnar í nokkra mánuði … Verði ykkur að góðu. /SP Einn frægasta hver heims, „Old Faithful“, má finna í Yellowstone-þjóðgarðinum. Aðalleikendur og tískufyrirmyndir sjónvarps- þáttanna vinsælu, Yellowstone. Stetson-hattar af bestu gerð og kvenstígvél frá merkinu Ariat.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.