Úrval - 01.08.1963, Page 5
Batnandi og
vaxandi rit
Ég tel, að tímarit eins og Úrval hafi mjög mikilvægu hlutverki
að gegna á þessum tínmm, þegar misjafnlega vandað lestrarefni
bókstaflega flæðir yfir mann. Það er að visu ekki hægt að segja
að ritið sé frumlegt, en í þessu tilfelli er það ekki löstur: Það er
sniðið efíir ritum, er fyrir löngu hafa áunnið sér vinsældir og
virðingu manna erlendis. Sá, sem kauir Úrval, hlýtur þar ávalt
að finna eithvað við sitt hæfi, ef hann á annað borð kærir sig um
gott og fræðandi lestrarefni, en ekki eingöngu fyrirsagnir, sem
hægt er að gleypa á andartaki. Úrval er batnandi og vaxandi rit
og ég óska því langra lífdaga
Magnús Bjarnfreðsson
Úrval
Útgefandi: Hilmir h.f. — Ritstjóri: Halldór G. Ólafsson. —
Ritnefnd: Halldór G. Ólafsson, Gísli Sigurðsson og Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson. — Auglýsingastjóri: Jón B. Gunnlaugsson. — Dreifingarstjóri:
Óskar Karlsson. — Aðsetur: Laugavegi 178, pósthólf 533, Reykjavík, sími 35320. —
Ráðunautar: Franska: Haraldur Ólafsson, ítalska: Jón Sigurbjörnsson, þýzka.
Loftur Guðmundsson. Verð árgangs (tólf hefti): Kr. 250.00, í lausasölu kr. 25.00
heftið. — Afgreiðsla: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. — Prentun
Hilmir h.f. — Myndamót: Rafgraf h.f.