Úrval - 01.08.1963, Síða 14
26
um stíga um 5—10 gráður á Cel-
sius, en meðalhiti vetrarins um
15—30 gráður. Einnig er það
öruggt, að hitinn á nálægnm
svæðum myndi einnig stíga.
Öðru hverju hefur orðið vart
við liitaaukningu á Norðurheims-
skautssvæðinu, m. a. í byrjun
þessarar aldar. Þetta dró úr úr-
komu meðfram Volgu, svo að
mælanlegt var, en slíkt hafði
áhrif á vatnsyfirborð Kaspía-
hafs. Ef ísinn verður hræddur
og hitinn á norðursvæðunum
aukinn, má gera ráð fyrir minni
úrkomu á sumum öðrum svæðum
og þannig aúkningu þurrkasvæða.
Ef hafísinn verður bræddur, má
líka vænta þess, að grænlenzki
innlandsísinn byrji að þiðna, og
þótt slíkt tæki langan tíma, myndi
slíkt óhjákvæmile’ga hafa í för
með sér liækkun vatnsyfirborðs
úthafanna, og myndi sjór þá
flæða yfir ýmis strandhéruð.
Þessi dæmi sýna greinilega,
hversu flókið vandamál myndi
skapast, ef reynt yrði að hafa
áhrif á heimsskautaísinn, þar eð
jafnvel bræðsla á nokkrum hluta
hans myndi hafa í för með sér
bæði jákvæðar og neikvæðar
breytingar í skipan náttúrunnar.
Þess vegna verður að reyna að
draga úr hinum væntanlegu nei-
kvæðu afleiðingum, þannig að
þær yrðu eins litlar og mögu-
legt yrði.
ÚR VAL
En hvernig á þá að hafa áhrif
á heimsskautaisinn?
Á takmörkuðum svæðum er
hægt á tæknilegan hátt að auka
móttækileika issins fyrir hita-
áhrifum sólargeilanna með því
að dreifa sóti eða öðru dökku
dufti yfir yfirborð hans. Dimmir
fletir endurkasta ekki sólar-
geislunum líkt og isinn gerir,
heldur gleypa töluvert af sólar-
liitanum i sig, og þannig mun
ísinn byrja að bráðna. En þessi
aðferð er erfið í framkvæmd, þar
eð liún krefst geysilegs efnis-
magns til dreifingar á ísinn.
Það yrði áhrifameira, ef skýj-
unum yfir norðurhluta Atlants-
hafsins yrði splundrað og dreift
á tæknilegan hátt að sumrinu til.
Ef þetta væri gert á kerfisbund-
inn hátt, mun sólinni takast að
hita jörðina og hafið meira en
hún gerir nú.
En útreikningarnir hafa sýnt,
að dreifing skýjanna veitir ekki
hin nauðsynlegu bræðsluáhrif, af
því að ísinn endurvarpar sólar-
ljósinu mjög kröftuglega. En mál-
ið horfir öðru vísi við, ef dreif-
ing skýjanna á sér stað yfir ís-
lausu hafi, þar eð vatn er mjög
móttækilegt fyrir áhrif sólar-
geislanna, og hitnar því yfirhorð
þess mjög fljótt.
Einnig er um að ræða aðra að-
ferð, þ. e. a. s. myndun einsam-
eindahimna. í stuttu máli er um