Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 15
ER UNNT AÐ BRÆÐA ÍS NORÐURSLÓÐA?
27
það að ræða, að yfirborð vatns-
ins (sjávarins) er þakið himnu
úr vaxkenndum efnum (fitu-
sýrum), sem hindra uppgufun
sjávarvatnsins í tötuvert ríkum
mæli. Þetta hefur þau áhrif, að
yfirborð sjávarins hitnar.
rtannsóknarstofnunin hefur
framkvæmt margar tilraunir, sem
hafa sýnt, að með því að sam-
ræma slíkar aðferðir í Noregs-
hafi og Barentshafi, væri hægt
að hækka hitastig sjávarins um
2—3 gráður og fá auk þess hina
hlýrri sjávarstrauma Golfstraums-
ins til þess að streyma inn í
Norður-ísliafið í miklu rneira
magni en hingað til. Á þann hátt
myndi það aðeins taka nokkur
ár að bræða ísinn.
Vegna tæknilegra örðugleika
mun þó vart reynast framkvæm-
anlegt að framkvæma slíkt i ná-
inni framtíð.
1 fyrsta lagi munu enn ekki
vera tæknilegir möguleikar til
þess að framleiða það magn fitu-
sýra s,em þyrfti til þess að þekja
hálfa milljón ferkílómetra hafs
þéttri himnu í nokkur ár. Einnig
yrði það alveg eins vandasamt
og flókið að dreifa skýjunum
yfir stóru svæði á kerfisbundinn
hátt í nokktið langan tínia.
Er þá of snemmt að ræða um
að skapa hlýrra loftslag á norð-
lægum slóðum?
Nei. Framfarir vísindanna og
tækninnar, einkum á þeim svið-
um, er snerta orku, veita ástæðu
til ]>ess að vona, að í náinni
framtíð verði hægt að hafa áhrif
á loftslag heimsskautasvæðanna.
Meðal annars ríkir mikill áhugi
á þeim möguleika, að ef til
vill yrði hægt að bræða ísinn
með beinni upphitun. Gera má
ráð fyrir, að samanlögð orku-
framleiðsla heimsins mttni eftir
nokkra áratugi verða töluvert
meiri en þyrfti lil þess að bræða
ísinn í Norður-íshafinu. En eigí
að reynast hægt að leysa þetta
vandamál, verður það nauðsyn-
legt, að öll lönd á norðlægum
síóðum sameini krafta sína i
þessu efni og að framkvæmt verði
geysimikið undirbúningsstarf í
rannsóknaskyni.
»€«<€
Maðurinn er ema dýrið, sem hlær og grætur, enda er hann
líka eina dýrið, sem er furðu lostið yfir þeim mikla mun, sem er
á ástandinu eins og það raunverulega er og hins vegar eins og
það ætti að vera. William Hazlitt.
Heiðurstákn skynseminnar er spurningarmerki.
Arnold H. Glasow.