Úrval - 01.08.1963, Síða 17
GERLAR TIL LÆKNINGA OG FÆÐU
29
livimlei'ð, og reynum við að
komast hjá henni með þvi að
láta i þau rotvarnarefni eða ger-
ilsneyða þau við hita, áður en
matvælin eru sett i flöskur eða
dósir til geymslu. Þar vaxa þá
engir gerlar, og matvælin geym-
ast óskemmd. Dós með niður-
soðinni kálfasteik, sem Sir Ed-
ward Parry höfuðsmaður tók
með sér i Norður-íshafsleiðang-
ur sinn árið 1924, var opnuð ár-
ið 1900. Þar hafði ekki orðið
um neina skemmd að ræða af
völdum gerla.
Nú skaltu gera þér í hugar-
iund, Iivað myndi gerast, ef all-
ir gerlar á jarðríki myndu
skyndilega deyja. Ekki gæti orð-
ið um neina rotnun að ræða.
Allir dauðir vefir, sem önnur
dýr ætu ekki, myndu bara liggja
óbreytanlegir. Öll kolsýran i
loftinu yrði „fest“ af jurtum í
vefjum þeirra, og á 30 árum
myndu núverandi birgðir verða
uppurnar. Lifið á jörðinni
myndi raunverulega deyja út.
Þótt öll dýr og allar jurtir
framleiði kolsýru, þegar þau
anda, þá er 95% þeirrar kol-
sýru, sem i andrúmsloftinu er,
framlcitt af gerlum. Því er eng-
in furða, að mikið er til af gerl-
um. t einu grammi af frjósöm-
um jarðvegi eru um 100 millj-
ónir geria. Þeir eru þýðingar-
miklir við að leysa upp jurta-
og dýravefi, og slika hæfileika
þeirra notfærir maðurinn sér í
eigin tilgangi til þess að leysa
upp skolpræsaúrgang.
Maðurinn notfærði sér gerl-
aua í búskap sínum, löngu áður
en hann gat komið auga á þá.
Þannig mætti nefna framleiðslu
bjórs, víns, brauðs, osts, súr-
mjólkur, ediks, gerjaðra matar-
tegunda, svo sem súrkáls og'
ýmiss konar „pickles" og súr-
heys.
Sútun leðurs og rakamýking
liörs er einnig komin undir
gerlastarfsemi. Á undanförnum
árum hefur risið upp risavaxin
iðiigrein til framleiðslu myglu-
lyfja og skyldra lyfja, þ. e. a. s.
efna, sem framleitt eru af einni
geriltegund og ráðast síðan gegn
annarri tegund. Nú eru slík efni
ekki eingöngu notuð til þess að
lækna sjúkdóma heldur einnig
til matvælageymslu og í land-
búnaði.
Þessi lyfjaefni gáfu einnig ó-
beint visbendingu um þýðingar-
mikið starf gerlanna í manns-
líkamanum. Þegar efni svo sem
penicillin voru fyrst notuð til
þess að lækna sjúkdóma, tóku
læknar eftir því, að sjúklingar
sýndu stundum merki um bæti-
efnaskort. Þetta má forðast með
því að taka bætiefnatöflur, cn
skýringin á ástæðu þessa skorts
er geysilega athyglisverð. Auk