Úrval - 01.08.1963, Page 19
GERLAR TIL LÆKNINGA OG FÆÐU
31
að ráða niðurlögum eins gerils
með hjálp annarrar gerilteg'und-
ar, og það hefur verið sannað á
óyggjandi hátt með tilkomu
hinna nýju lyfja og efna, að
hann hafði rétt fyrir sér, einnig
með rannsóknum þeim á „in-
terferonefninu", sem nýlega
hafa staðið yfir. Árið 1957
komst dr. Allick Isaacs við
Læknisrannsóknastofnun Eng-
lands (National Institute for
Medical Research) að því, að
þegar inflúensuveirur voru
ræktaðar í kjúklingafrumum,
myndaðist um leið efni, sem
fékk nafnið „interferon“, en það
hafði þær verkanir, að það
hindraði, að nokkur önnur
veirutegund gæti vaxið í sama
vef.
Nú virðist það hafa komið í
Ijós, að þetta sé venjulegt við-
bragð vefja gegn veirusýkingu,
og það virðist þvi auðsætt, að
takast mætti að notfæra sér efni
þetta til þess að koma í veg fyr-
ir eða lækna alvarlega sjúk-
dóma.
,ÆlFSGÆÐI“ A FLOTI!
Hvað varð um þessar 150.000 flöskur af Guinness-bjór, sem hent
var í sjóinn i auglýsingaskyni frá 30 skipum víðs vegar á Atlants-
hafi í tilefni tveggja aldar afmæli Guinness-ölgerðarhússins árið
1959? Þannig spyr einn lesandi „Irish Digest", sem búsettur er
I San Francisco.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa borizt bréf frá mörgum,
sem fundið hafa slíkax flöskur, og búa bréfritarar í næstum
öllum þeim löndum, sem að Atlantshafinu liggja. Nefna má eftir-
farandi dæmi:
Stóra-Bretland: 219 flöskur, Irland: 1117, Bandariki N.-Ame-
riku: 343, Kanada: 228, Vestur-Indíur: 116, Vestur-Afríka: 102,
Island 50 og önnur Evrópulönd yfir 200.
Margar fleiri flöskur hafa fundizt, þótt ekki hafi borizt til-
kynningar til Guinness um fundinn, en samt er ennþá fjöldi
þeirra á flakki um saltan sæ. Þið skuluð því ekkert verða hissa,
þótt þið heyrið, að óvenjulegur fjöldi landkrabba flykkist nú á
sjólnn. Irish Digest.