Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 22
34
marki, meðan á nautaatinu
stendur. Fleiri og' fleiri vín-
flöskur ganga frá manni til
manns, hljómsveitirnar leika
alltaf með sivaxandi hávaSa,
sérhvert snillibragð nautaban-
ans fær yfirþyrmandi O/é-hróp
að launum, en sérhverjum mis-
tökum lians fylgir heil skæða-
drífa af sessum og brauðbitum.
Þriðja daginn á hátíðinni í
fyrra fékk Ostos, ungur nauta-
bani, sem er á leið til mikillar
frægðar, að launum í heiðurs-
skyni bæði eyru nautsins fyrir
snjalla frammistöðu, og aldrei
höfum við heyrt önnur eins
tryllt fagnaðariæti, þegar mark
hefur verið sett á knattspyrnu-
velli, og kváðu við, þegar hon-
um tókst sérstaklega vel upp.
En hátindur dagsins er raun-
verulega nautahlaupið, sem fer
fram á hverjum morgni klukk-
an 7. Þá er nautunum sleppt úr
nautagirðingunum við járn-
brautarstöðina og leyft að
hlaupa eftir vissum strætum, en
beggja vegna þeirra eru girð-
ingar. Þau eru látin elta ærsla-
fulla hópa ungra manna, sem
hiaupa allt hvað af tekur á
undan þeim. Aðallega eru þetta
Spánverjar, en innan um má þó
sjá nokkra útlendinga, sem
hætta þannig lífi og limum, því
að oft munar ekki nema nokkr-
um fetum eða jafnvel þnmlung-
Ú R V A L
uin, að hin banvænu horn
nautanna risti þá á hol.
Og áfram heldur lilaupið i
gegnum bæinn. Á húsþölaim og
svölum, á gangstéttum og i
gluggum er hvarvetna krökkt af
fólki, sem æpir og hrópar. Og
áfram heldur þetta brjálæðis-
kennda hlaup, þangað til síðasti
ungi maðurinn og fyrsta naut-
ið koma til nautaatsvallarins,
sem þegar er orðinn troðfullur
af áhorfendum.
í um fimm mínútur horfast
hinir verðandi nautabanar i
augu við alvöru lífsins, meðan
hin ringluðu naut æða fram og
aftur um hringinn innan um
ungu mennina, sem skjótast í
allar áttir undan óðum nautun-
um. Stundum bregða ungu
mennirnir upp rauðum háls-
khitum, jökkum sínum eða
jafnvel dagblöðum beint fyrir
framan höfuð nautanna, er ráð-
ast að þeim, og sveigja sér sið-
an mjúklega til hliðar á síðasta
augnabliki.
Rólynd kj'r er höfð við hönd-
ina til þess að tæla nautin út
úr hringnum, en í stað þeirra
koma nú ung naut í hringinn.
Um horn þeirra er vafið, svo
að þau verði ekki eins hættu-
leg. Koma nauta þessara er
merikð, sem ýmsir hafa beðið
eftir ,og nú klifra enn fleiri yfir
girðingarnar og reyna hæfni