Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 23
ÞAR ERU ALLIR NAUTABANAR
35
sína við heldur minni hættu.
Slys eru tíð, og banaslys hafa
komið fyrir, en hinir ungu
Spánverjar líta á skurð eða mar,
sem þeir hafa fengið í el enci-
erro (nautahlaupinu) sem
heiðursmerki, er engin vinkona
geti staðizt.
Flestir gestir hafa alveg gef-
izt upp eftir fimm daga hátiða-
höld í Pamplona, en þeir vita,
að þeir munu koma aftur. Hinn
hefðbundni rauði klútur er
vandlega þveginn, úr honum eru
hreinsaðir vínblettir, síðan er
hann strokinn vandlega og
settur á öruggan stað, og þar
bíður hann næstu hátiðar Sankti
Fermins.
Myndskeranum var ekki falið neitt smáverkefni. Stofnarnir
voru oft tíu til fimmtán metra háir og einn metri í þvermál.
Oft finnast tótemsúlur, sem margir myndskerar hafa gert.
Þegar öllu var lokið við útskurðinn, var súlan máluð. Indián-
arnir lituðu með ösku, muldum steinum og jurtum.
Indíánar, sem bjuggu úti við strendurnar, trúðu því, að þeir
væru umkringdir öndum, sem gætu tekið á sig myndir manna og
dýra. Sumir þeirra voru mönnum velviljaðir og vernduðu þá, en
aðrir voru illa innrættir og ollu ættflokkunum ógæfu. Mark-
mið Indíánanna var að vinna hylli góðu andanna. (Totem er
komið úr indíánamálýsku og þýðir verndari). Ungir Indíánar
urðu að sýna kjark og þol til að geta fengið eigið Tótem-merki.
Dýra- og mannamyndirnar, sem ristar voru i súlurnar, voru ein-
mitt merki, sem sönnuðu hreysti einhvers einstaklings. Myndirn-
ar voru oftast af dýrum, til dæmis hrafn, örn, haukur, björn, og
hvað svo sem gervi andans var. Algengt var, að andinn hefði
fuglshöfuð, en mannslíkama. Flestir þeirra höfðu stór augu og
mikilúðlega andlitsdrætti.
Tótemsúlurnar voru ekki notaðar sem guðamyndir eða við
helgiathafnir. En þær varðveittu sögur frá því að falla úr
gleymsku.
Á vissum hátíðisdögum voru sögurnar sagðar yngstu kynslóð-
inni. Þeir, sem sögðu frá, urðu að kunna sögurnar utanbókar, því
Indíánarnir höfðu elrkert ritmál. Atburðirnir voru skráðir í réttri
tímaröð, og hver mynd sagði fá einhveju í sambandi við sögu ætt-
flokksins eða fá einstökum manni. (Þýtt úr norsku).