Úrval - 01.08.1963, Page 25
SLUNGNASTI FUGL HEIMSINS
37
nei“. Skræka, mjóróma gargið
kom frá villtu krákunum. Þær
voru að reyna að telja Chicago
á að fljúga suður á bóginn með
l)cim til vetursetu.
Rifrildi þetta hafði staðið
í næstum viku. Á hverjum
morgni fyrir dögun settust
villtu krákurnar í garðinn okk-
ar til þcss að tala við Chicago.
Og á hverjum morgni slóst Chi-
cago i fylgd með þeim, flaug
með þeim í austurátt, siðan
suðurátt, og svo kom hann aftur
að eldhúsglugganum til þess að
fá morgunverðinn sinn. Og síð-
an dvaldi liann í návist okkar
allan daginn og fór ekkert burt
frá húsinu.
En viðræður krákanna virt-
ust samt einhvern veginn öðru
vísi þennan morgunn. Þær voru
háværari, þrungnari örvænting-
arfullum tón. Nú átti að fara
að taka ákvörðun um þetta
vandamál, og þetta virtist sjálf
úrslitastundin. Chicago myndi
annað hvort fara burt fyrir fullt
og allt eða dvelja ái'ram hjá
okkur. Ég vakti börnin. Þau
biðu og höfðu gætur á glugg-
anum.
Þegar við kynntumst Chicago
fyrst, var hann aðeins eitt af
fimm fölleitum, blágrænum eggj-
um, sem skreytt voru brúnum
blettum. Þau voru í lireiðri uppi
i grenitré, í 40 feta hæð. John,
maðurinn minn, sem er líffræð-
ingur, hafði merkt eggin með
númerunum 1 til 5. Chicago
var nr. 1. Á 18 dögum skiptist
hin eina upprunalega fruma
Cliicago og skiptist, þangað til
eggið sprakk utan af öllum
frumunum, og fram spratt
krákuungi. Hjá krákum tíðkast
lifstíðarhjónaband, og báðir for-
eldrarnir hugðu að opunum, sem
mynduðust á eggjunum, tóku
burt skurnið og örvuðu ungana
með því að bíta í hnakkann
á þeim. Fyrsta daginn mötuðu
þau ungana á slíkum ókjörum
af skordýrum, köngurlóm og
fuglaeggjum, að það hefur sjálf-
sagt numið þyngd þeirra allri.
Tíu dögum síðar klifraði Jolin
upp i tréð og tók unga nr. 1 og
setti á hann rautt ökklaband.
Hann lagði bláeygða ungann í
opna lófa mina. Við ætluðum
að rannsaka jþetta sýnishorn
vandlega í langan tima i vissu
augnamiði.
Krákan og maðurinn hafa átt
í erjum öldum saman, vegníi
þess að krákurnar keppa við
manninn um fæðu þá, sem hann
aflar sér. Þar af leiðandd hafa
krákur verið veiddar i gildrur,
það hefur verið eitrað fyrir
þær, skotið á þær og þær hafa
jafnvel verið sprengdar í loft
upp með sprengiefni, en samt