Úrval - 01.08.1963, Side 26
38
ÚR VAL
virðist þeira fara fjölgandi.
Hinar varkáru krákur eru svo
slungnar, að eigi maðurinn að
vinna i þessari „vitsmunaviður-
eign“, þarf hann að þekkja alla
lifssögu þessarar fuglategundar
allt frá eggi til grafar, öll við-
brögð hennar og alla hennar
hegðun.
Þegar John rétti mér ungann,
heyrðist ofan úr þéttu liminu
þunglyndisleg krákurödd, sem
sagði: „Ahlihh huck“. Fugls-
unginn í lófa mínum reisti upp
hausinn og hlustaði. Siðan
starði hann á mig. Mér fannst
einhvern veginn, að annað for-
eldranna hefði verið að tala
sorgmæddri röddu við hið
stolna afkvæmi sitt, og ég skyldi
þetta svo vel og fann til sam-
úðar og iðrunar, en þó aðeins
stutta stund, því að unginn gal-
opnaði gogginn eins og vél-
skófla, og fyrsta atriðið sem
mér varð augljóst, var, að hin
geigvænlega matarlyst fuglsins
er orsök og undirrót alls þessa
vandamáls, sem krákurnar
skapa.
Það er ekki aðeins svo að
skilja, að krákurnar éti allt,
sem á ökrum vex, þar á meðal
sorghumgras, tómata, möndlur
og hrísgrjón, heldur éta þær
geysilegt magn. Chicago gleypti
i sig dag' og nótt. Ég gat vel
skilið, að 10,000 slikar skepnur
gætu vel þurrkað út alla upp-
skeru eins bóndabæjar á einum
degi. Á komandi mánuðum tíndi
Chicago orma af jurtum i garð-
inum, köngurlær, hvar sem
hann náði í þær, og át allar
matarleyfar hvar sem þær fund-
ust. Vegna þessara borðsiða
hans, fór ég að lylgjast betur
með villikrákunum, og ég gerði
mér nú grein fyrir þvi, að þær
mynda sjálfkjörið sorphreinsun-
arlið. Þær fljúga yfir þjóðveguin
í leit að fuglum og dýrum, sem
bílar hafa ekið yfir, og rusli,
sem fólk hefur fleygt úr bil-
unum.
Al' öllum þeim fuglum og öðr-
um dýrum, sem við hjónin höf-
um alið upp, er krákan allra
skörpust og slungnust. Við höf-
um alið upp þrjár nú þegar
og alltaf lagt okkur öll fram
til þess að hafa betur. Chicago
sýndi mér dag einn, hvernig
krákuheilinn starfar, með því
að leika óþyrmilega á mig. Ég
liafði búið út veizluborð handa
átta litlum telpum. Á þvi voru
blóm, blöðrur og körfur fullar
af hnetum. Ég rak hinn froðu-
fellandi Chicago tvisvar frá
borðinu, áður en hann tók sér
stöðu i gluggakistunni og horfði
út, likt og honum væri alveg
sama um hneturnar. En ég vissi
að hann ágirntist hneturnar og
hafði auga á þeim með aftur-