Úrval - 01.08.1963, Blaðsíða 28
40
U R VA L
settist upp á stólpann og garg-
aSi miskunnarlaust á máttvana
fálkann.
Þegar ég fór að kynnast
„krákulatínunni“, sem Chic-
ago talaði, fór ég að skilja sumt,
sem villikrákurnar sögðu liver
við aðra, svo sem:„Hérna er
ma'tur.“ „Hætta!“ „Komdu að
elta uglu!“ „Stanzaðu!“
„Fljúgðu burt!“ og „Feldu þig
og þegiðu!“ Allar þessar setn-
ingar voru sagðar með alls kon-
ar gargi í mismunandi tónstig-
um og með mismunandi áherzl-
um og æsingu í rómnum.
Það er krákumálið, sem ger-
ir manninum erfiðast fyrir um
að veiða krákurnar í gildrur,
skjóta þær eða drepa á annan
hátt. Líffræðingar í þjónustu
stjórnarinnar lirista höfuðið
dapurlega, þegar þeir segja frá
því, að þeir hafi séð krákur
virða fyrir sér eitrað korn og
heyrt þær síðan vara allar krák-
ur við að koma nálægt staðnum.
Eitt haustið voru krákur
næstum húnar að eyða allri
möndluuppskeru bónda nokkurs
í Wasliingtonfylki. Þær komu
i stórhópum, 10.000 eða fleiri
í hóp. Bóndinn skaut skotum
á þær, eitraði fyrir þær, reyndi
sjjrengiefni, útbjó elda til þess
að fæla þær burt með reyk,
hristi blikkdósir, fullar af drasli,
reyndi allt... en árangurslaust.
Að lokum gerði hinn örvænting-
arfulli bóndi sér grein fyrir
því, hvers vegna krákurnar
forðuðust hið eitraða korn. í
hvert skipti og hann lagði nýja
hrúgu á jörðina, heyrði hann
einkennilegt ldjóð berast frá
krákunum, og síðan barst hljóð
þetta koll af kolli langar leiðir
um alla akrana.
Hann gerði sér grein fyrir
því, að krákurnar voru að senda
skilaboð sín í milli, og því á-
kvað hann að fá þær til þess
að tala um möndlur. Hann eitr-
aði nokkrar möndlur. Tvær
krákur átu þær, duttu niður
og drápust. Og dauð kráka er
hinum alltaf auðlærð lexía, og
því liættu allar krákur nálægt
þeim dauðu samstundis að éta.
Eftir nokkrar mínútur heyrðist
einkennilegt, dapurlegt hljóð
uppi í trjánum: þær voru byrj-
aðar að scnda skilaboð um eitr-
uðu möndlurnar. Síðan hófu
þær sig allar til flugs sem
þrumuský og hurfu í þéttu skýi
úti við sjóndeildarhring. Þær
komu aldrei aftur.
Hópflug krákanna á vissum
árstímum er táknrænt fyrir alla
hegðun þessara fugla. Þær fljúga
engar ofsalangar vegalengdir
eins og sumir l'uglar. Það cr
varla hægt að kalla þær farfugla.
Þær fljúga aldrei svo langt, að
þær vcrði mjög þreyttar. Þær