Úrval - 01.08.1963, Qupperneq 32
44
ÚR VAL
liður milli kvikmyndaiðnaðar-
ins og áhorfendanna. Hann er að
vísu aðeins hjól í risavél kvik-
myndaiðnaðarins, en samt hafa
allir starfsmenn iðnaðar þessa
vakandi auga með vaxandi eða
minnkandi tekjum hans. Það er
sem sé fjármagnið, sem hefur
úrslitaáhrif í kvikmyndaiðnaðin-
um, hver svo sem þjóðfélagsskip-
unin kann að vera. Þeir, sem
leggja fram fjármagnið og á-
kvarða, hver muni vera smekk-
ur almennings, verða að vera
ánægðir með myndina, sem fram-
leidd er. En myndin verður einn-
ig að falla áhorfendum í geð,
þ. e. a. s. hinum raunverulegu
kvikmyndahúsgestum.
Eitt sinn voru þeir yfirleitt
mog gæfir og meinlausir og létu
teyma sig eftir. vild, en nú eru
þeir að breytast og farnir að sýna
meira sjálfstæði. Þeir eru farn-
ir að gera meira að því að velja
og hafna, hvað hinar einstöku
myndir snertir. Hinir óvirku,
næstum hluthiusu áhorfendur eru
að breytast og gerast áhangend-
ur vissra stefna í kvikmynda-
gerð og jafnvel ákafir áhangend-
ur þeirra með hjálp nýrra kvik-
myndagagnrýnenda, sem dænia
myndirnar miskunnarlaust, og
einnig með hjálp hinna nýju
kvikmyndaklúbba, sem miða að
betri skilningi á kvikmyndum
sem raunverulegri listgrein. Nú
Teiknimynd, sem útskýrir leyndar-
dóma metrakerfisins fyrir Indverjum.
fer fólk í kvikmyndahús til
þess að sjá verk einhvers viss
leikstjóra, og það fylgist raun-
verulega með sérstefnum hinna
ýmsu „skóla“ í kvikmyndagerð og
tilraunum túlkenda slíkra stefna.
Kvikmyndagerð er á allan hátt
að verða vandasamara starf en
áður, og þess vegna er það starf
nú miklu skemmtilegra en áður
og' veitir þeim meiri fullnægingu,
sem við starf það fást á einn
eða annan hátt.
Þar að auki eru kvikmyndirn-
ar alls ekki lengur einskorðaðar
við venjuleg kvikmyndahús. Þær
er að finna í skólum, verksmiðj-
um, á útileiksvæðum, á sýning-
um, í sjúkrahúsum, söfnum og á
mörgum öðrum stöðum, sem
hefðu áður fyrr þótt furðuleg
lieimkynni kvikmynda. Þær er
einnig að finna í afskckktum
þorpuin hinna afrísku frumskóga