Úrval - 01.08.1963, Síða 33
ÞRÓUN KVIIŒYNDAIÐNAÐARINS . . .
15
og á fundum og ráðstefnum sér-
fræðinga og mikilla visinda-
manna. Kvikmyndin er nú orðin
áhald og rannsóknartæki í þjón-
ustu menntunar, visinda og
menningar og hefur sem slíkt
tæki sannað gildi sitt um víða
veröld.
Nú væri gaman að reyna að
rjúfa þann leyndardómsfulla
hjúp, sem hindrar venjulega kvik-
myndahússgesti oft í því að
skilja grundvallarvandamál hins
mikla kvikmyndaiðnaðar. Kvik-
myndaaðdáandanum mun ef til
vill finnast það leitt, að ekki verð-
ur hér um að ræða mat á kvik-
myndum Hitchoocks, Clairs,
Antonioni, Chukhrai, Satyajit
Rays, Kursosawa, Normans Mc-
Larens eða Jiri Trnka. Öðrum
lesendum mun finnast það leitt,
að sleppt verður lýsingu á kvik-
myndatökustöðvum og leikurum
að starfi eða útskýringum á því,
hvernig kvikmyndavélinni tekst
að túlka vissa hugmynd eða
kennd. ,
Tilgangr greinarinnar er að
sýna þeim, sem áhuga hafa á
kvikmyndum og kvikmyndagerð,
að það er alveg eins þýðingar-
mikið að þekkja þá þætti iðn-
greinar þessarar, sem ráða raun-
verulega framleiðslu, dreifingu
og sölu kvikmynda. Hlutverk
hins sanna kvikmyndaaðdáanda
getur reynzt hafa sömu úrslita-
þýðingu á því sviði og það hef-
ur haft við að móta smekk kvik-
myndasúsgesta og umbreyta
honum. Við skulum vera þess
minnug, að hagfræðileg og skipu-
lagsleg vandamál þau, sem kvik-
myndaiðnaðurinn horfist i augu
við í dag, hafa í sér fólgin frjó-
korn þau, sem geta gert mögulega
hina miklu endurfæðingu morg-
undagsins ... Allt er undir því
komið, hvernig vandamál þessi
verða leyst.
Kvikmynd með Brigitte Bar-
dot og iðnaðarkvikmynd um
framleiðslu stáls eru nákvæm-
lega sama eðlis, þegar þær eru
metnar út frá tæknilegu sjónar-
miði kvikmyndaframleiðslu. Mun-
urinn er fólginn í starfsmanna-
fjöldanum, fjármagninu, sem not-
að er og hvernig það er notað
og fengið, og framleiðsluaðferð-
unum.
Það þarf meira en kvikmynda-
vél og nokkrar spólur af filmum
til þess að framleiða kvikmynd.
Það verða að vera fyrir hendi
einhver frumdrög að handriti eða
að minnsta kosti viss hugmynd,
sem útfæra skal. Stundum kaup-
ir kvikmyndaframleiðandinn visst
nafn á kvikmyndina. Það er
kannski heiti á vinsælu lagi eða
bók. Einn franskur framleiðandi
keypti einu sinni nafnið á flokki
leynil'ögreglusagna fyrir 1200
dollara, og var þar um að ræða