Úrval - 01.08.1963, Page 34
46
Ú H VA L
aðeins nafnið eitt. Siðar er lagt
fram fullunnið kvikmyndahand-
rit, sem samið er með hliðsjón
af ieikstjóra og leikurum oft og
tíðum.
Framleiðandinn semur síðan
frumdrög að framleiðslukostn-
aðaráætlun, en höfundur hand-
ritsins og leikstjórinn semja i
sameiningu „tökuhandrit", sem
taka skal eftir. Þar er öllum sér-
stökum tökuatriðum vélanna
lýst (nærmyndum, millimyndum
og fjarmyndum), tímastillingu og
hreyfingum véla og fyrirmælum
um leikstjórn, svo sem útbúnaði
leiksviða, stöðum leikara og
hreyfingum, o. s. frv. Einnig er
tal leikara J)ar samræmt öðrum
leik eða lýsing þula, ef svo ber
undir.
Þegar þessu sleppir, tekur hin
tæknilega hlið kvikmyndagerðar-
innar við. En hin fjármálalega
hlið er ætið fyrir hendi nú sem
fyrr, ailt frá því að hugmyndin
um kvikmyndina var samþykkt
og taka ákveðin.
Nokkra daga taka í myndatöku-
stöðvum undir öflugum kastljós-
um eða utan dyra, eftir því
hvernig veðrið er, krefst þess, að
ráðinn sé hópur tæknisérfræð-
inga, mismunandi margra eftir
stærð myndarinnar (svo sem
leikstjóra, myndatökumanna,
handritsstúlkna, hljómupptöku-
fræðings, leiðsviðsstjóra, förð-
unarsérfræðings, o. s. frv. og að-
stoðarnianna þeirra), svo að ekki
sé minnzt á leikara og aukaleik-
ara. Fjöldi þeirra, sem vinna við
gerð kvikmyndanna er geysimik-
ill. í Stóra-Bretlandi vinnur um
4000 manna hópur reglulega að
framleiðslu langra mynda einna
til sýninga í venjulegum kvik-
myndahúsum, en í Bandaríkjun-
um vinna um 25.000—30.000
manns við kvikmyndafram-
leiðslu. Japanski kvikmyndaiðn-
aðurinn telur 120.000 starfs-
menn, 18.000 við framleiðslu og
dreifingu venjulegra mynda og
82.0000, sem starfa við kvik-
myndasýningar. Þó er ekki víst,
að þessar töiur séu ætíð nákvæm-
ar.
Sérhvert tökuatriði er tekið á
filmu, og oft eru nokkur eintök
tekin af sumum atriðum. Að baki
hverra tveggja minútna á sýn-
ingartjaldinu liggur yfirleitt
heils dags vinna í frönskum kvik-
myndum. Síðan er filman fram-
kölluð og eintök tekin af henni,
helzt í fullkomnum vinnustof-
um nálægt kvikmyndatökustöðv-
unurn. Siðan er komið að klipp-
ingu og öðrum atriðum viðvíkj-
andi útgáfu hinnar fullkomnu
kvikmyndar, svo sem samræm-
ingu mynda og liljóða og alls
kyns tæknilegum brögðum, svo
sem samskeytingu milli tökuat-
riða. Einnig þarf að úthúa texta,