Úrval - 01.08.1963, Page 36
bankar eða stór iðnfyrirtæki,
sem tryggja fjármagnið. Þess i
stað leggja helztu félögin (þau
sem ráða framleiðslunni, dreif-
ingunni og eiga fjölmörg kvik-
myndahús sjálf) mestan hluta
fjármagns síns í rekstur utan
kvikmyndaiðnaðarins.
Því minnkar áhættan mjög mik-
ið við það, að henni er dreift.
I báðum tilfellum er kvikmynda-
framleiðsla framtíðarinnar frem-
ur komin undir horfum á aðsókn
að kvikmyndahúsum landanna
yfirleitt heldur en þvi, hvort
myndin hefur raunverulega
heppnazt mjög vel.
En öflun fjármagns til kvik-
myndagerðar hinna óháðu félaga
er aftur á móti miklu alvarlegra
og flóknarar vandamál. Þegar
slíkt féiag ætlar að hefja töku
nýrrar myndar, er hin fjárhags-
lega áhætta miklu meiri, þar sem
livert eitt óhapp, svo sem veik-
indi eða dauði einhvers aðalleik-
andans eða leikstjórans í rniðri
myndatökunni eða dræm aðsókn
og óánægja áhorfenda með hina
fullunnu mynd, getur haft geysi-
legt tap, jafnvel gjaldþrot, í för
með sér. Að vísu er hægt að
kaupa tryggingu hjá tryggingar-
félögum ge'gn sumum skakka-
föllum, en samt verða þessi kvik-
myndatökufélög að vera undir
það búiri að verða fyrir óvænt-
um og miklum aukakostnaði hve-
nær sem er og verða þá að út-
vega sér aukið fjármagn til tök-
unnar. Hvaðan fkemur slikt fjár-
magn? Fyrst og fremst er um
að ræða framlag framleiðanda,
síðan framlög ýmissa einstakra
aðiia og svo bankalán, en slik
ián, eru sérgrein sumra banka.
Einnig má nefna vinnustofurn-
ar, þar sem kvikmyndirnar eru
fuilunnar, tæknifræðinga, leik-
arana sjálfa og þá, sem selja
kvikmyndirnar, dreifa þeim eða
flytja Jiær út. Rikisstjórnir leggja
líka fram fjármagn tii framleiðslu
kvikmynda einkafélaga, og er
þetta sífellt að aukast. Hið opin-
bera veitir lán og styrki til töku
kennslumynda, einkum heimild-
arkvikmynda, en þar að auki er
vaxandi tilhneiging í þá átt að
nota skemmtanaskatt af aðgöngu-
miðum kvikmyndahúsa og metra-
skatt af sýndum myndum til þess
að styrkja töku kvikmynda, sem
það er hlynnt, að teknar séu, og
hjálpa Jiannig til Jiess að móta
smekk almennings. Þetta gera nú
ríkisstjórnir fjölmargra ianda.
Stundum er fé lietta notað til
styrkja og lána, stundum til verð-
launa fvrir myndir, sem þær álíta,
að séu kvikmyndaiðnaði iandsins
til sóma.
Þegar rætt er um kvikmynda-
gerð, hættir fólki til þess að hugsa
eingöngu um kvikmyndir af fullri
lengd og þeirri stærð, sem hægt