Úrval - 01.08.1963, Page 38
50
Ú R VAL
að, hvað snertir framleiSslu
mynda til útflutnings, en þó kost-
aði „Rashomon" undir 50.000
dollurum, sem má telja furðu
lága upphæð. Þar að auld má geta
þess, aS i Japan eru 7400 kvik-
myndahús, og taka þau samtals
um 3 milljónir manna, enda eru
kvikmyndahúsgestir þar samtals
um 1000 milljónir árlega (tala
frá 1959). Fiest kvikmyndahús-
in sýna eingöngu eSa mest-
megnis japanskar myndir.
í Randaríkjunum eru yfirráS
kvikmyndaiSnaSarins að miklu
ieyti í höndum 8 stórra félaga,
sem framleiða um 60—70% allra
venjulegra sýningarmynda, en
um eigin dreifingar- og kvik-
mbyndahúskerfi þeirra fer um
85—90% af öllum brúttótekjum
bandarísku kvikmyndanna. Þar
að auki hafa þau geysiieg áhrif
erlendis, þar sem þau eiga syst-
ur- eða dótturfélög í oddaaS-
stöðu, hvað snertir dreifingu
mynda þeirra. Franski hagfræð-
ingurinn Mercillon segir um
þetta: „Hollywood hefur lagt
undir sig skemintanaiðnaðinn í
heilum heimsliluta.“ Auk minni
háttar mynda, sem framleiddar
eru með miðlngskostnaði og
kallaðar eru „B-myndir“, fram-
leiða félög þessi töluvert marg-
ar rándýrar myndir, þar sem
fullnægt er vissum fagurfræði-
legum skilyröum. I þeim eru
frægar stjörnur, og það er ausið
stórfé í að auglýsa þær. Til
töku slíkra stórmynda þarf
geysilega mikinn útbúnað og
flókið skipulag, og maður gæti
haldið, að það væri eingöngu
hægt að taka slíkar myndir i
Hollywood eða af stórfélögun-
um þar. En nú eru Cinecitta-
kvikmyndatökustöðvarnar fyrir
utan Róm og reyna að taka þess-
um Hollywoodmyndum og
tækni Cecils B. de Milles fram
um frameliðsln risamynda, sem
sækja efni sitt til goðafræðinn-
ar eða sögu fornaldarinnar.
Risamyndir Ameríku hafa átt
velgengni að fagna um víða ver-
ökl, og vona ítalir hið sama,
hvaS þeirra myndir snertir.
Japan og Bandarikin eru
þannig helztu kvikmyndafram-
leiðslulönd heimsins, þótt fram-
leiðslutækni þeirra sé mjög ó-
lik. Framleiðslan er að miklu
leyti í höndum nokkurra risa-
vaxinna félaga í báðum lönd-
unum. Auðvitað er einnig um að
ræða mörg smærri félög i lönd-
um þessum, allt frá örsmáum
félögum, þar sem um er að ræða
einn kvikmyndatökumann, sem
framleiðir eigin myndir, tekur
þær og stjórnar þeim, til risa-
vaxinna iðnfyrirtækja. Það er
líkast martröð að ætla sér að
semja skrá yfir fjöida kvik-
myndatökufélaga í heiminum