Úrval - 01.08.1963, Side 40
52
U R VA L
myndir miklu minni möguleika
ti! jiess að standa undir kostn-
aði, en löngu myndirnar. Sumar
þeirra eru jafnvel alls ekki ætl-
aðar til sýninga í almennum
kvikmyndahúsum, svo sem
margar tæknilegar og vísinda-
legar myndir og kennslumyndir.
Sumar eru aðeins framleiddar í
16 mni. stærð, sem ekki er hægt
að sýna i venjulégum kvik-
myndahúsum. Þvi er oft erfitt
fyrir félögin að útvega fjármagn
til töku stuttra mynda. Margar
slíkar myndir má kalla „til-
raunamyndir", og er nii hætta
á þvi, að það taki fyrir fram-
leiðslu þeirra vegna fjármagns-
skorts. Stundum er að vísu um
að ræða einstaklinga eða fyrir-
tæki, sem láta gera slíkar mynd-
ir án þess að ætlast til þess, að
þær standi undir kostnaði, þ. e.
þær eru þá gerðar í einhverju
vissu augnamiði.
Stjórnaryfirvöld margralanda
hafa komið auga á þetta vanda-
mál og hafa því tekið að styðja
töku slíkra mynda með styrkj-
um, lánum, verðlaunum og
skattatilslökunum. í sumum
iöndum hefur kvikmyndahús-
unum verið bannað að sýna
tvær langar myndir á sömu sýn-
ingu, og er þeim fyrirskipað að
sýna heldur eina stutta mynd
með einni langri mynd á hverri
sýningu. Ekki má gleyma því,
að stuttar myndir gefa óvenju-
lega möguleika til skapandi
frumleika og að liklegt er, að
þessi sérgrein muni fóstra upp
niarga kvikmyndatöikusnillinga
framtiðarinnar. Þegar er um að
ræða sérstakar stefnur og sér-
staka meistara í töku slikra
mynda og gefa meistaraverk
sumra þeirra löngu myndunum
alls ekkert eftir.
Af hinum mörgu tegundum
stuttra mynda gegnir nú
kennslumyndin sífellt þýðingar-
meira hlutverki. Sala þeirra
eykst stöðugt. Um 200 slíkar
kennslumyndir, ýmist fyrir
skólabörn eða fullorðna, voru
t. d. framleiddar í Japan árið
1958, einnig 568 fræðslumyndir,
sem eingöngu snertu iðnað.
Notkun slíkra mynda fer sívax-
andi i skólum, einnig í þjálfun-
arstöðvum iðnfyrirtækja um
gervallan heim.
Þrjár aðrar tegundir sérstakra
kvikmyndagerða má einnig
nefna hér, fréttamyndir, aug-
lýsingamyndir og sjónvarps-
myndir.
Með til'komu daglegra frétta-
þátta sjónvarpsins hljóta frétta-
kvikmyndirnar smám saman að
breytast að formi. Þær geta ekki
keppt við daglegar fréttir sjón-
varpsins, og því eru þær smám
saman að færast í það horf að
verða nokkurs konar mynd-