Úrval - 01.08.1963, Page 41
ÞRÓUN KVIKMYNDAIÐNAÐARINS . . .
53
skreyttar „tímaritsgreinar", þar
sem sérstakir atburðir eru
sýndir í sérstöku ijósi og þeir
krufðir til mergjar. í sumum
löndum eru fréttamyndir fram-
leiddar sem söluvarningur líkt
og aðrar myndir, en í öðrum
iöndum eru þœr skoðaðar sem
opinber þjónustugrein eða gerð
þeirra er þjóðnýtt.
A u glýsingamy n di rn a r er u
mikið notaðar á alls konar sýn-
ingum, einnig í hléum í kvik-
myndahúsum. Margir frægir
menn kvikmyndaheimsins riðu
fyrst á vaðið með gerð þessara
mynda, áður en þeir tóku að
gera aðrar rnyndir. Þessi sér-
grein veitir geysilega tjáning-
armöiguleika í teiknimyndagerð.
Sjónvarpskvikmyndir eru
háðar mörgum svipuðum að-
stæðum við gerð og venjulegar
kvikmyndir, en þó er um mjög
margt óh'kt í framleiðsluaðferð-
um þeirra að ræða. Þær eru oft-
ast framleiddar í flokkum, t. d.
13 myndir til þess að sýna á 13
vikna tímabili, eina mynd á
viku. Hin litli sjónvarpsskerm-
ur gerir það að verkum, að fram-
leiðsluaðferðir verða að sumu
leyti ólíkar. Einnig er margt
ólíkt, hvað snertir frágang
þeirra, þ. e. hvernig unnið er
úr filmunni. Starfsskilyrði
leikaranna eru líka önnur. Lei'k-
arar í sjónvarpsmynd leika
hlutverk sín frá byrjun til enda
líkt og á leiksviði og fara eftir
handriti sínu, en leikarar í öðr-
um kvikmyndum leika lilutverk
sín öll í smágiefsum, stmidum
samhengislausum. Síðan er allt
skeytt saman eftir á. Samt eiga
þessar tegundir kvikmynda ó-
neitanlega margt sameiginlegt.
ÍSumar sjónvarpsstöðvar fram-
leiða eigin myndir, en venjuleg
kvikmyndafélög framleiða einn-
ig myndir fyrir sjónvarpsstöðv-
ar. Samvinnan milli þessara
tveggja greina hefur þó eigi ætíð
verið sem skyldi. Hefur verið
um ríg að ræða. Kvikmynda-
félögin segjast ekki ná upp
framleiðslukostnaðinum, ef ein-
göngu eigi að vera um að ræða
sölu mynda til sjónvarpsstöðva.
Liklegt er þó, að lausn finnist
með tíð og tíma, lausn, sem báð-
ir aðilar geti vel við unað.
Framleiðendur mynda af
venjulegri lcngd eru stöðugt í
leit að auknum tekjum, og
undanfarið hefur því samvinna
félaga í ýmsum löndum farið
mjög í vöxt. Er þá um það að
ræða, að t. d. brezk og banda-
rísk félög ta'ki mynd í samein-
ingu, eða frönsk og ítölsk. Þann-
ig má komast hjá mörgum hindr-
unum og erfiðleikum. Þar að
auki skiptist sameiginlegur
framleiðslukostnaður myndar-
innar á tvö félög. Margt má