Úrval - 01.08.1963, Side 43
55
ÞRÓUN KVIKMYNDAIÐNAÐARINS . . .
*1' þau skipti meS sér hlutverkum.
Hefur náðst góður árangur á
þessu sviði nu þegar. T. d. hef-
ur verið stofnað til samvinnu
margra landa um flokk slíkra
mynda um landafræði, og er þá
hver mynd í flokknum fram-
leidd í viðkomandi landi, en
myndirnar mynda siðan .sam-
ræmdan myndaflokk. Svipaður
myndaflokkur hefur verið gerð-
ur um sögu visindanna.- Þannig
fá löndin margar kvikmytndir
fyrir framleiðslukostnað einnar,
því að sjálfsögðu eru gerð mörg
eintök af hverri mynd. Einnig
má nefna, að fjögur Evrópuriki
hafa hafið samvinnu um slíkan
myndaflokk, er fjallar um lofts-
lagsbelti álfunnar. Var þessi til-
raun styrkt af UNESCO. Árið
1961 var haldið þing ríkja Suður-
og Austur-Asíu, er fjallaði um
notkun hjálpartækja við
kennslu. Var það á vegum
UNESCO. Ríkti þar mikill áhugi
fyrir slíku samstarfi, og ákveð-
in var samvinna ýmissa Asíu-
ríkja um töku landafræðilegra-
og náttúrufræðilegra kennslu-
mynda.
í kvikmyndagerð er um að
ræða samruna listar og iðnaðar,
og því hefur kvikmyndaiðnaður-
inn þörf fyrir tæknifræðinga,
alls konar sérfræðinga og skap-
andi listamenn á ýmsum svið-
um. Aður fyrr lærðu menn slík
störf i sjálfum kvikmyndastöðv-
unum, en þess i stað liefur nú
farið sifellt í vöxt fræðsla í sér-
stökum kvikmyndagerðarskól-
um, sem stofnaðir hafa verið i
þessu augnamiði, t. d. i Pots-
dam-Bahelsberg, Madrid, París,
Aþenu, Lodz, Róm, Prag,
Moskvu, Vín, Munster, Kiel,
London og Amesterdam og einnig
utan Evrópu, t. d. í La Plata,
Kairo og Taipeh, einnig sem sér-
stakar deildir við ýmsa háskóla
Bandarikjanna. Þar fer fram
kennsla í hinum ýmsu greinum
kvikmyndagerðar, bæði hvað
snertir framleiðslu, leikstjórn,
leik, myndatöku, hljóðupptöku,
frágang mynda, o. fl. Þar að
auki er um að ræða miðstöðvar
hjálpartækja við kennslu, og eru
þær ætlaðar kennurum. Þar
geta kennarar lært að útbúa
tæki og efni eða færa sér slík
tilhúin tæki og efni í nyt, en
slíkum tækjum og efni fjölgar
nú stöðugt í skólunum, og hafa
þau sýnt milcilvægi sitt í ríkum
mæli.
Framtíðarþróunar ' kvik-
myndaiðnaðarins er einmitt að
leita í slíkum skólum og þjálf-
unarmiðstöðvum.