Úrval - 01.08.1963, Side 44
Uppljóstrun
leyndardóma
blóösins
Blóðið býr yfir mörgum leyndardómiim. Það getur
Ijóstrað upp um dulda sjnkdóma, ófullkomið mataræði,
jafnvel skyldleika þjóða og kynflokka og þjóðflutninga
fyrri tíma. Það er eins og alfræðiorðabók, sem læknar
oc/ lífefnafræðingar eru. nú smám saman að læra að
lesa. Sú vitneskja, sem þeir hafa þegar aflað sér í þeirri
alfræðiorðabók, hefnr þegar lengt mannsævina.
„BLÓÐIÐ segir til
sín,“ segir gamalt
máltæki, en i það
var bara lög'ð röng
merking. Blóðið var
álitið segja til þjóðfélagsstöðu
og siðfágunar, hreystimennsku
og hugleysis, lieiðarleika og ó-
heiðarleika, þ. e. a. s. ýmissa eig-
inleika, sem eru áunnir vegna
áhrifa þjálfunar og umhverfis,
en alls ekki var átt við erfða-
eiginleika.
Það var ekki fyrr en i byrj-
un 20. aldarinnar, að hið sanna
56
Eftir Isaac Asimov.
dulmál lilóðsins tók að Ijúka upp
leynitáknum sínum vegna þrot-
lausra rannsókna mannanna.
Menn komust að þvi, að blóðið
segir sannarlega allt af létta, ef
það er spurt hinna réttu spurn-
inga.
Árið 1901 komust menn að
því, að um fjóra aðalblóðflokka
er ,að ræða. Þessir blóðflokkar
sögðu ekki til sín með neinum
ytri kenniteiknum. Það var ekki
hægt að sjá, hver blóðflokkur
einhvers væri, með því einu að
virða manninn fyrir sér eða at-
— Think Magazine —